Vikan


Vikan - 28.12.1989, Side 12

Vikan - 28.12.1989, Side 12
V/OLV/AN menningur mun flykkja sér bak við þessa stöð. Hún er ein sinnar tegundar í heiminum og á eftir að vekja sömu at- hygli á landi og þjóð og þegar Vigdís var kosin fyrsti kven- forseti heims. Stórþjóðir eiga jafhvel eftir að senda fulltrúa hingað til að taka mið af þess- ari stöð. ísland ögrum skorið Fyrir sjávarplássin úti á landi get ég ímyndað mér að árið verði gott fiskiár. Mér finnst líka eins og sjávarpláss sem liggja saman gætu sameinast um frystihús eða aðrar stór- ffamkvæmdir. Það er meiri samvinna en samkeppni firam- undan á litlu stöðunum. Óhreinan hef ég setið bekk Hér gýs upp gífúrlegur fnykur af landsmálapólitíkinni. Ég sé fyrir mér að flett verði ofan af einhverri spillingu þar. Þeir virðast ekkert hreinni í þeim málum en Reykvíkingar nema síður sé. Ég sé fylgisbreytingar í sveitarstjórnarkosningunum og svo sé ég heimsókn er- lendra stóriðjumanna á lands- byggðinni. Þeir menn sem óska efitir erlendu fjármagni eiga áreiðanlega eftir að fá sínu framgengt. En þarna eru mikl- ar sviptingar. Norðurstranda stuðlaberg Ég skynja fjárhagslegan ávinn- ing fyrir þjóðina með haust- inu. Kannski komast þeir niður á olíuna, sem ég skynja nú allt- af svo sterkt, þeir eru bara ekki komnir nógu djúpt, en þetta finnst í jörðu eða sjó og ég sé erlenda samninga tengjast þessu. Þessi fundur á eftir að hleypa landinu mikið upp á næstu árum og þessir erlendu samningar verða gerðir í haust. Mjöðurínn er forn Mér finnst ég sjá einn merkan fornleifafund á næsta ári en einnig sé ég mjög leiðinlegt at- vik í sambandi við skemmdar- verk á fornminjum sem ekki verður minna rætt en sjáifur fúndurinn. Annars sýnist mér að tvisvar á áratugnum verði merkur fornleifafundur og í annað skiptið verður hann til þess að fólk kemur hingað að 12 VIKAN 26. TBL.1989 utan vegna þess að hann snert- ir fleiri þjóðir en okkur. Mennirnir verk sín vinna Ég sé miklar framkvæmdir hjá því opinbera, nema helst árin 1991 og ’92 en á áratugnum skynja ég geysimiklar fram- kvæmdir. Á landsbyggðinni eru meiri skuggar, þar er línan ekki eins sterk þó þar rísi lík- lega orkuver. hefur fundist við alnæmi kem- ur upp alvarlegur sjúkdómur í heiminum. Völvan segist halda að verið sé að benda okkur á að leita svara og lyfja í náttúrunni sjálffi og ennfremur að lögmál- ið sé að eitthvað minni okkur ætíð á þegar við teljum okkur svo tæknivædd að við þurfum ekki á náttúrunni og upprun- anum að halda. Land, þjóð og tunga EB: Mér finnst við ganga í það og finnst ennfremur við tengj- ast á þremur stöðum í banda- lög á næstu tíu árum. Ég hugsa að við tengjumst Efnahags- bandalaginu alveg 1992. Mér sýnist verða þrengt að okkur og það verður áreiðanlega sú leið sem við verðum að fara. Ég sé ekki annað en að það skref verði okkur til góðs. Yfir öldu erturormur gín Góðu fféttirnar eru þær að á næstu þremur til fimm árum finnast lyf bæði við alnæmi og krabbameini. Margir eiga eftir að naga sig í handarbökin fýrir hegðan sína þegar í ljós kemur að þeir hafa tekið alnæmisveir- una því það kemur á daginn að smitleiðir eru fleiri en talið er nú. Völvunni finnst vera al- næmislyf á leiðinni og að það verði jafnvel þróað fýrr en lyf við krabbameini. En eftir að lyf Göfugt föðurland Á næsta ári verður minna um ferðamenn til landsins en oft áður en ferðamannastraumur mun aukast aftur. Henni finnst þó sem við munum styrkja vinabönd okkar við aðrar þjóðir á árinu og jafnvel við þjóðir sem við höfúm átt í úti- stöðum við. Reidd sem til höggs er höndin kreppt Eitthvað verður um afbrot 1990, sérstaklega fyrri hluta ársins, og mér finnst ég sjá víg í heimahúsum og margt ljótt í kringum það. Þarna þagnar völvan en í þetta sinn er eins og hún geti ekki haldið áffam og við það er látið sitja. Framgjarns unglings höfuð hátt Ofbeldisalda unglinga í miðbæ Reykjavíkur verður upprætt og unglingar fara að vinna að sínum málum sjáifir því upp- reisn þeirra er að mestu leyti uppreisn gegn þrælum efúis- hyggjunnar, foreldrunum. Það sem verra er, segir hún, ég skynja svo mikla lömun og sorg þegar ég geng um bæinn. Fóllö finnst það hafa reynt og samt ekki fengið sína umbun. Þessi tilfinning er ekki yfir hópum núna heldur liggur hún yfir allri þjóðinni. Dvergsmár mæli- kvarði manna Hún segist hitta mikið af leit- andi fólki og finnst að hin mannlegu gildi hljóti að fá auk- ið vægi á íslandi morgundags- ins; fólk sé sárþjáð á sálu og leiti með logandi ljósi að ein- hverju sem linað geti kvalirn- ar. Lausnarorð íslendinga segir hún að sé samstaða en ekki sundrung. Þegar þröngt er í búi eigum við að standa saman sem einn maður. í brúðarlíninu byrgi ég mig Henni finnst aukið raunsæi einkenna framtíðina og segir það verða öllum mjög til góðs en telur samt að við verðum alltaf miklu háðari lúxus en aðrar þroskaðri þjóðir. ísland er landið Næstu áramót sé ég sem miklu léttari og auðveldari þjóðinni heldur en áramótin 1989—90. Á næstu tíu árum er töluvert af fólki sem á eftir að fara út í sveitirnar affur til að byggja þær. Nú færist draumlyndur svipur yfir andlit völvunnar er hún segir að alltaf þegar á herði sé okkur ýtt saman því okkur sé alls ekki ætlað að sundrast eins mikið og við ger- um öðru hverju. Hlutverk okkar í alheims- keðjunni er mjög veigamikið því það er að gleyma aldrei uppruna okkar og sjálfstæði. Við megum ekki verða að grá- um massa, að einlitum sljóum hópi. Hver og einn einstakling- ur þarf að finna hjá sér hvöt til að takast á við lífið á sinn sér- stæða alíslenska hátt. Þarna vil ég líka benda á alla þá vernd sem yfir landi og þjóð hvílir, til að mynda að mannslífum er hlíft í náttúruhamförum. Okk- ur er ætlað að lifa sem flestum og viðhalda þessum sérkjarna af sterku úrvalsfólki.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.