Vikan


Vikan - 28.12.1989, Page 13

Vikan - 28.12.1989, Page 13
VOLVAN í útlöndum er ekkert skjól Mér flnnst við tjarlægjast Norðurlöndin á næstu árum og fólk á að sumu leyti eftir að sjá eftir því síðar þó Norð- menn fylgi okkur eftir. Þessi fjarlægð fylgir fiskinum, Norð- mönnum og okkur. Ég sé þrengingar í einu Norðurlandanna og þar verða mál endurskoðuð en ég held að aðrir Norðurlandabúar séu miklu nægjusamari en íslend- ingar þannig að þeim tekst að vinna sig út úr þessum þreng- ingum. Golan virðist tæpa á hálfri hending Að öðru leyti finnst mér að á Norðurlöndum gæti orðið gróska í andans málum og að við eigum eftir að rísa upp á sérsviðum. íslendingar gætu til dæmis sinnt ráðgjafarþjónustu um hitaveitu vítt og breitt um heiminn, Danir kennt land- búnað og mér finnst þessi sér- þekking nýtast betur í þágu al- heims. Kristilegu kærleiks- blómin spretta í Rússlandi heldur perestrojk- an áfram þó Gorbatsjov haldi ekki endilega áfram sjálfúr. Gorbatsjov er í skugga og það þýðir annaðhvort að hann fari frá eða verði ekki langlífúr en sterka jákvæða línan í heimin- um er afleiðing af perestrojk- unni. Rússar eiga eftir að leggja mjög hart að sér á næstunni og munu líka uppskera sam- kvæmt því. Þeir búa yfir mikilii sérþekkingu á mörgum sviðum. Hana geta þeir selt til annarra landa í framtíðinni og þeir eiga einnig eftir að hefja samvinnu við vestrænar þjóðir á einhverjum sviðum. Perestrojkan gerir það líka að verkum að margir sérkenni- legir listamenn koma fram á sjónarsviðið. í draumi sérhvers manns er fall hans falið í Þýskalandi óttast völvan að verði uppþot og bakslag eftir þá þróun sem hófst við fall múrsins. Þó bjartara sé fram- undan efast hún um að til sam- einingar Þýskalands komi. Hún sér marga Austur-Þjóðverja, sem flúið hafa vestur, snúa heim aftur og róttækar breyt- ingar að því leyti að einstakl- ingurinn verður meira metinn en kerfið á komandi árum. Sú gróska sem þar verður á eftir að ná til bæði Austur- og Vest- ur-Þýskalands. Frá Austur-Þýskafandi kem- ur ísdans- eða baflettpar sem á eftir að verða þekkt fyrir sér- staka túlkun sína og einnig sér hún koma fram listafólk frá löndum á borð við Ungverja- land og frá fleiri löndum þar sem tjáningin hefur verið heft til þessa en sköpunargleðin fáer nú að njóta sín. Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi í Bandaríkjunum sér hún svartan leiðtoga sem mikill þjóðarsómi verður að og hún sér þennan blökkumann standa upp til að verja rétt smælingjanna. Hann er ekki forseti landsins en ákaflega hátt settur og hann mun vinna vel að öllu sínu. Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað Eitthvað kemur upp í Banda- ríkjunum sem gera mun Bandaríkjamenn að aðhláturs- efni um heiminn og þar sé ég einnig mikið niðurrif með það fýrir augum að byggja frá grunni. Eftir að þeir gera sig að fíflum verða nokkur hneykslis- mál í sviðsljósinu þar og tengj- ast þau þekktu fólki, fjármálum og stjórnmálum. En á mörgum öðrum sviðum finnst mér eins og verði meira frelsi þar en nú er því þar eru höft sem losa má um þó Bandaríkjamenn vilji kenna sig við ffelsi. Frelsa oss, faðir, frá illu Hún sér það sama í Bandaríkj- unum og hér, að betur verði haldið á hlutunum og ekki sólundað eins miklu af al- mannafé og gert hefur verið. Þar ríki meiri friður og það sé hann sem hafi allt að segja. Sömuleiðis að þar eigi eftir að ríkja meiri mýkt en verið hefur; kalda stríðinu sé lokið. í fullkominni uppgjöf sigraðs manns Mér finnst austur og vestur halda áfram að sameinast og þar eiga enn eftir að gerast stórkostlegir hlutir. 1994—95 kemur þó hætta úr óvæntri átt. Þá mun hópur fólks, dökkur eða gulur á hörund, valda erf- iðleikum í heiminum. Þetta fólk neitar öllum málamiðlun- um; það er eins og japanskir sjálfsmorðsflugmenn og þar verður upphlaðin margra ára haturstilfinning og langvarandi undirokun að þess mati. Þessi hópur hefúr hvorki þá tækni, ögun né virðingu fyrir manns- lífúm sem við eigum að venj- ast og fólk með slíkan hugsun- arhátt er afar erfitt að stöðva. Þetta eru ekki hryðjuverka- sveitir en það koma kröfúr frá þessu fólki, sem þó er ekki þjóð sem hefúr menntað sig og verið menningarþurfi gegn- um aldirnar. f byrjun verður nánast uppgjöf; fólk er ráð- þrota gagnvart þessu, það er svo erfitt að semja við þetta fólk. Heimsins barn - og von hans líka Áberandi heimsleiðtogi deyr fljótlega og inn kemur leiðtogi sem gæti átt þýska móður og rússneskan föður eða álíka. Hann virðist vera alinn upp í Mið-Evrópu og hafa yfirsýn heimsborgarans, brennandi eld í æðum og miklar gáfúr. Hann hefur bæði bókvit og brjóstvit og á eftir að leiða heiminn mjög mikið saman en hann er stífur í samningum og því að rétt skuli vera rétt. Hann er alls óhræddur og get- ur þess vegna staðið algerlega einn. Þó er ekki víst að hann komi fyrr en um leið og þessi hópur sem ógnar heimsfriðin- um. Fljótlega deyr leiðtogi ná- lægt okkur — gæti verið Banda- ríkjaforseti eða annar nálægur okkur og þetta verður á næsta ári eða 1991. Mikill úlfaþytur verður í kringum manninn sem settur verður í embættið. Hann er ungur og einnig kem- ur það til að sá sem fram á síð- ustu stundu var talinn líkleg- astur sem arftaki fellur frá á síðustu stundu vegna hneyksl- is eða einhvers voveiflegs. Leikur tunglskíma hverful um hár Margaret Thatcher er alls ekki nógu hraust og mér finnst að hún verði fyrir áfalli sem kem- ur í veg fyrir að hún sitji eins lengi og ella. Hún hefur sterka stöðu ennþá, þrátt fýrir allt, en það er heilsufarið sem virðist eiga eftir að fella hana. Sjö voru á lofti sóiirnar Henni sýnist að Englands- drottning afsali sér völdum fljótlega og að Karl prins verði farsæll konungur en litlar breytingar verði á stjórnarfari. Hún sér einnig að framhald verði á ásókn „gulu pressunn- ar“ á einkalíf Díönu prinsessu af Wales og það að ósekju því hún sé bresku konungsfjöl- skyldunni til sóma. 26. TBL. 1989 VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.