Vikan


Vikan - 28.12.1989, Síða 23

Vikan - 28.12.1989, Síða 23
5TJ0RNUMERKIN uggt að þú kannt vel við þig í návist annarra og þú átt gott með að ná fólki saman. Einka- lífið og sambúð skipta þig miklu og þú reynir mikið til að ná jafnvægi í samskiptum þín- um við aðra. Þú ert ekki mjög mikið fyrir veraldlegan auð en vilt hafa fallegt í kringum þig vegna þess að það höfðar til fegurðarskyns þíns og næmi. Því fagra í líflnu er þó best að deila með öðrum. Á fyrstu mánuðum ársins muntu oft óska þess að gæfan væri þér hliðhollari en hún er. Þú munt leggja þig fram um að leita að einhverju nýju í líf þitt og ein- manaleiki mun gera vart við sig. Hann orsakast af þessari leit þinni. En að þessum reynslutíma loknum mun þér finnast þú viss um að þú hafir gert það eina rétta, svo framar- Iega sem þú skilur dyrnar eftir galopnar bæði fyrir ástinni og samvistum við þá sem þér finnst gott að vera með. Ríkj- andi pláneta er Venus og höf- uðskepnan loft. Besti tímiþinn á árinu-. Seinni hluti maí, sept- ember, október og nóvember. Sporðdrekinn 24.10. -21.11. Það er ástæðulaust fyrir fólk að forðast þig þegar það heyrir að þú ert sporðdreki. Þvert á móti endar það með að flykkj- ast um þig þegar það uppgötv- ar kynferðislegt aðdráttarafl þitt. Þeir útvöldu — sem þora að mæta dáleiðandi augnatilliti þínu og horfa djúpt í augu þér —munu einnig fá tækifæri til að upplifa þann brennandi kraft sem þú felur undir rólegu yfir- borði. Að upplagi ertu full(ur) orku, krafti og sterkum vilja, þess vegna skyldi engan undra að þú færð alltaf það sem þú vilt í lífinu. Stjörnur þínar tala um vor þar sem þú stendur í samvinnu við aðra að ein- hverri uppbyggingu. Þú munt taka að þér forystuna í hópn- um en þegar verkið er á enda verður þú sjálfs þín vegna að leita á önnur mið — annars er hætta á að þú staðnir, bæði fag- lega og tilfinningalega. Við sumarlok aukast möguleikar þínir á að ná jafnvægi í tilver- unni og í haust er besti tíminn fyrir ástiná. Ríkjandi pláneta er Plútó og höfuðskepnan er vatn. Besti tími ársinsfyrir þig: Júní, síðari hluti ágúst, sept- ember og október. Bogmaðurinn 22.11. -21.12. Eins og píla, sem smýgur ffjáls um loftið, þarft þú einnig að fá að vera frjáls til að setja þitt mark á tilveruna. Þér finnst best að vera alltaf á ferð- inni og þess vegna væri í raun ráð fyrir þig að vera alltaf með ferðatöskuna til taks þannig að þú getir farið í óvænt ferðalag hvenær sem andinn kemur yfir þig. Höfuðskepna bogmanns- ins er eldur og þú ert kraffmik- ill logi með smekk og lífsstíl sem nálgast að vera með yfir- stéttarbrag. Þú ert menntamað- ur og heimspekingur og til að koma þekkingu þinni á ffam- færi geturðu talað óendanlega mikið og jafnvel prédikað. Þú ert bjartsýnismanneskja enda vísa stjörnur þínar á ffamför í starfi þínu. Yfir sumarið muntu upplifa breytingar sem þú hafðir alls ekki óskað eftir — eftir öllum sólarmerkjum að dæma varða þær ástamálin — en til lengri tíma litið munu þessar breytingar færa þér hingað til óþekkta hamingju. í haust þarftu að nýta diplómat- íska hæfileika þína og þú munt verða fyrir mótbyr tilfinninga- lega. Við árslok mun þér þó þegar á allt er litið finnast líf þitt laust við öll vandamál. Ríkjandi pláneta er Júpíter. Besti tíminn á árinu: Apríl, júlí, fyrri hluti ágúst og des- ember. Steingeitin 22.12. - 19.1. Hærra og hærra klifrar þú en ferð alltaf afar varlega, þar til þú nærð takmarkinu. Sjálfs- stjóm er drifkraftur þinn og gerir það að verkum að þú vinnur markvisst að verkefn- um þínum, af mikilli vand- virkni þar sem gæðin em í fýrirrúmi enda stefnirðu að fúllkomnun í öllu sem þú tek- ur þér fyrir hendur. Þér finnst gott að vera með þínum nán- ustu og viðhalda gömlum venjum en þú verður fyrir mótbyr á fyrstu mánuðum árs- ins hvað varðar ástamálin og það er undir þér komið hvort jafnvægi næst í þeim málum. Sumarið verður sá árstími þeg- ar þeir sem umgangast þig munu best gera sér grein fyrir hæfileikum þínum og þá hefúr þú - ef þú ert ein(n) á báti — besta tækifærið til að finna þér maka. Með haustinu gæti starf þitt breyst til hins betra ef þú tekur í mál að fara að ráðum eldri og reyndari starfsbræðra. En fyllstu ekki ofmetnaði þeg- ar áramót nálgast, þú getur ekki allt ennþá. Ráðandi plán- eta er Satúrnus og höfúð- skepnan er jörðin. Besti tími ársins fyrir þig: Síðari hluti apríl, júní, júlí og október. Hér birtist enn á ný stjörnumerkjataflan okkar vinsœla þar sem fram kemur hvernig stjörnumerkin passa saman hvað varðar makaval og jafnvel vinskap. Geymið töfluna vel því hún virðist alltaf koma í góðar þarfir - ef ekki fyrir þig þá einhvern vina þinna eða œttingja. HVERNIG EIGA STJORNUMERKIN SAMAN? Karlar Vat. Fis. Hrú. Naut Tví. Kra. Ljón Mey. Vog Spo. Bog. Ste. Vatnsb. 5,57 7,70 0,91 1,47 9,45 6,09 3,85 5,39 0,77 3,92 2,94 5,88 Fiskar 8,33 8,26 8,96 9,31 1,68 1,96 5,95 5,32 10,00 0,07 0,56 7,84 Hrútur 3,08 5,74 5,18 1,61 2,87 2,31 2,45 3,64 4,55 0,21 4,76 9,38 Naut 3,15 9,75 3,50 8,12 2,73 9,17 6,72 8,68 7,35 4,83 4,48 6,51 Tvíb. 2,10 3,08 6,86 1,75 2,80 4,34 1,12 2,38 6,44 8,54 0,84 5,11 Krabbi 0,28 9,10 3,43 8,47 2,66 5,04 8,19 1,82 4,62 4,20 3,71 9,94 Ljón 0,42 6,23 7,91 8,82 6,79 7,14 1,19 4,97 3,22 0,98 1,33 3,99 Meyja 0,00 7,21 8,82 9,80 0,70 9,52 2,66 0,14 0,63 1,89 2,03 2,17 Vog 5,53 8,05 4,90 6,37 7,00 7,98 7,07 1,26 7,56 6,65 3,29 2,52 Spo.dr. 3,01 0,35 2,24 7,28 4,41 5,81 7,77 5,67 1,54 7,49 5,60 9,87 Bogam. 0,56 5,46 3,57 6,30 1,40 7,63 3,78 4,27 4,06 4,13 8,89 6,93 Steing. 7,42 6,93 8,40 9,03 1,05 6,02 9,24 8,61 9,66 8,75 6,16 9,59 26. TBL. 1989 VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.