Vikan


Vikan - 28.12.1989, Side 25

Vikan - 28.12.1989, Side 25
og upp í hendurnar á heilaranum. Þetta var stórkostleg tilfmning. Já, vel á minnst! Það er vissara að fara varlega með dularfulla hluti sem maður þekkir ekki til fullnustu. Okkur varð eitt sinn alvarlega á í messunni. Þegar ég var ung og hafði ekki mikla reynslu af þessum dularfullu hlutum heyrði ég að ef maður tæki stein úr gröf látins manns og geymdi hann undir koddanum þá dreymdi mann hinn látna. Við heimsóttum eitt sinn vík- ingagrafreit í Östfold og ég tók steinvölu úr einni gröfmni og fór með hana heim. Mig dreymdi ekki neitt en hins vegar gerði víkingurinn innrás í húsið! f sex daga viss- um við af honum þar. Þungt fótatak í stiganum, dyr sem opnuðust og skelltust síðan aftur og stunur og önnur óhljóð í einhverjum sem við ekki sáum. Að lokum sá maðurinn minn fótspor víkingsins niðri í kjallara og þá mundum við skyndilega eftir steinvölunni. Við hentum henni á haf út og síðan hefúr allt verið með kyrrum kjörum. Stundum dreymir mig um það að safna saman öllum þeim sem búa yfir dulsálar- legum hæfileikum í eitt félag sem til dæm- is gæti heitið „Norska galdramannafélag- ið“. Það gæti starfað í samvinnu við Norska dulsálarfræðifélagið þar sem hinn virti prófessor Georg Hygen er í forsvari. Bæði karlar og konur væru velkomin í félagið og þeir sem sýndu einstaka hæfileika fengju titilinn „ríkisnorn" eða „galdrameistari ríkis- ins“. Ég þekki íjölda fólks sem býr yfir dul- rænum hæfileikum og hópurinn er örugg- lega miklu stærri um allt landið. Það er ljóst að margir vilja ekki láta nafns síns getið og við því er ekkert að gera. Aðeins góðviljaðar nornir fengju aðgang að félag- inu og auðvitað myndi ekki vera leyft að stunda þar djöfladýrkun eða svartagaldur. Að vera norn er í raun virðingarstaða og norn þarf alls ekki að vera gömul Ijót kerl- ing með langt nef, vörtur og kryppu. Þvert á móti eru nornir oft einstaklega fallegar. Þessir duldu hæfileikar geta fúndist hjá hverjum sem er. Eflaust eru þetta allt bara draumórar í mér. Ég á ekki von á því að það takist að stofiia félag sem þetta. Nornir og galdra- menn eru sterkir persónuleikar sem kjósa að vera út af fyrir sig og eru ekki hópsálir. En hvernig er hægt að komast að því hvort maður er skyggn eða ekki? Mörg ykkar hafa eflaust upplifað það sem á er- lendum málum kallast „déjá vu“ og þýðir að eitthvað gerist sem manni finnst maður hafa upplifað áður. „Þetta hef ég séð eða heyrt áður,“ hugsar maður með sér. Kannski hafa einhver ykkar heyrt í fýlgju annars manns. Maður heyrir til dæmis gengið um útidyrnar en persónan, sem rnaður er að bíða eftir, kemur ekki fýrr en fimm eða tíu mínútum seinna. Maður get- ur verið á göngu niðri í bæ og séð þá ein- hvern sem maður þekkir en hefúr ekki hitt í fjöldamörg ár. Þegar maður kemur nær sér maður hins vegar að þetta er einhver allt annar. Maður heldur áfram fyrir hús- hornið og þá hleypur maður skyndilega í flasið á þeim sem maður taldi sig hafa séð áður. Getur þetta flokkast undir það að vera skyggn? Jú, kannski en ég held að eitthvað meira verði að koma til. Þegar ég var hvað mest skyggn gat ég með fúllri vissu sagt til um það hvort kona gekk með dreng eða stúlku. Mér skjátlað- ist aldrei. Það var aðeins einu sinni sem mér tókst ekki með nokkru móti að átta mig á því hvort heldur var. Skýringin á því kom í ljós nokkru síðar. Konan gekk með tvíbura og annar þeirra var drengur og hinn var stúlka. Nú á síðustu árum er þessi skyggnigáfa mín sorglega lítil. Er hægt að þjálfa þetta upp? Vissulega er það hægt. Ef maður leggur sig virkilega fram er hægt að þjálfa upp þessa yfirskilvit- legu hæfileika. Það eru til margar leiðir, svo sem jóga og innhverf íhugun sem ég hef reyndar aldrei getað skilið til hlítar. En ef maður ræður yfir yfirskilvitlegum hæfileikum má alls ekki vanrækja þá eins og ég hef gert. En þetta er enginn leikur, svo mikið er víst. Dulsálarfræðin er svo margbreytileg og flókin að við erum núna rétt að byrja að skilja hvað hún í raun og veru er. Ætti að telja það með þegar maður sér fljúgandi furðuhluti? Það finnst mér svo sannarlega. Fyrir nokkrum árum gerðu nokkrir fljúgandi furðuhiutir innrás í Valdres. Við tókum okkur nokkur saman og stofnuðum FFH-klúbb. Þetta var geysi- lega spennandi og skemmtilegur tími. Við flæktumst um eyðimörkina þar sem fólk sagðist hafa séð fljúgandi furðuhluti en skyndilega hættu hinir fjarlægu gestir að koma í heimsókn og félagið var lagt niður. Við fengum aldrei neina áþreifanlega sönnun um komu geimskipanna en 37 rannsóknir og skýrslur, sem margar hverj- ar voru mjög áreiðanlegar og hárnákvæm- ar, eru hreint ekki svo slæmur árangur á einu vori. Eftir allar þessar greinar mínar hér í Vik- unni telja lesendur mínir eflaust að ég sé með lausa skrúfu. Gott og vel! Ég get lifað við það en ég get ekki afneitað öllum þeim óútskýranlegu fyrirbærum sem ég hef orðið vitni að um dagana. Hér hef ég ekki talið nándar nærri allt upp en þetta verður að nægja. □ 26. TBL.1989 VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.