Vikan


Vikan - 28.12.1989, Síða 30

Vikan - 28.12.1989, Síða 30
DULFRÆÐI Særingamenit líknargaldur og sálhrifalyf ** SÍÐARI GREIN: B TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREIR JÓNASSON Mynd þessa málaöi Reinhold Richter. Á undanförnum þremur /% áratugum hefur átt sér / % stað bylting í heim- JL JL speki á Vesturlönd- um sem sumir telja jafnvel að líkja megi við áhrif Kópernik- usar forðum. Rannsóknir á huglægri reynslu og hinu yflr- skilvitlega eru ekki lengur áhugamál örfárra sérvitringa því ört vaxandi hópur fólks úr öllum stéttum samfélagsins gefur sig nú að þeim. Vísinda- menn rannsaka nú kerflsbund- ið fjarlægari vitundarsvið hug- ans og ýmsa dulræna hæflleika fólks en slíkt var um miðbik þessarar aldar eingöngu innan ramma trúarbragðanna. Hér á landi hefur aukinn áhugi á and- legum málefnum einkum birst í síauknu ffamboði á margvís- legum sálvaxtarnámskeiðum. Par eiga í hlut bæði innlendir og erlendir aðilar og eru nám- skeiðin að sjálfsögðu misjöfn að gæðum. Nýjasta tískufyrir- bærið á vettvangi mannræktar úti í heimi er áhugi fólks á seiðmenningu fornra þjóða. Segja má að læknisaðferðir seiðmanna og þær leiðir sem þeir nota til þess að koma sér í breytt vitundarástand njóti nú verðskuldaðrar athygli. Sjálffsfórn og píslir seiðmanna Sammerkt með seiðmenn- ingu ýmissa þjóða eru sjálfs- fórn og þjáningar sem særinga- menn verða stundum að leggja á sig til þess að öðlast mátt og megin. í Heimskringlu segir ffá því hvernig Óðinn hékk á tré í níu daga og nætur áður en honum opinberaðist leyndar- dómur rúnanna. í Finnlandi voru vígsluþegar grafnir naktir undir ís eða hafðir án matar og drykkjar í helli vikum saman. Indíánar Norður-Ameríku leit- uðu visku i einveru náttúrunn- ar. Þeir stóðu naktir á fjalls- tindum og grátbáðu Andann mikla um að veita sér sýn, linntu ekki látum fyrr en þeir urðu fýrir vitrun eða fundu nálægð máttardýrs síns. Ná- skylt þessu er útiseta sem er eins manns athöfn og var not- uð hér á landi til þess að kom- ast í samband við huliðsverur náttúrunnar. Jesús Kristur, sem er einn öflugasti seiðmað- ur sem sögur fara af, fastaði í fjörutíu sólarhringa í eyði- mörkinni. Á Grænlandi eru þess jafnvel dæmi að menn hafi kveikt í sér í þeirri von að t, 28 VIKAN 2ó. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.