Vikan


Vikan - 28.12.1989, Qupperneq 37

Vikan - 28.12.1989, Qupperneq 37
mönnum og skrafaði við þá um alla heima og geima; bar margt á góma og voru ver- menn ekki alltaf sem orðvandastir svo að hestamaður setti stundum ofan í við þá. Þá furðaði mjög á því hve hestamaður var skynsamur og skemmtilegur í tali og frá- bærlega orðheppinn. Leið nú vakan og undu vermenn hag sínum hið besta. Eftir kvöldverðartíma kom kona fram úr húsi í hinum enda bað- stofunnar, stór vexti og sköruleg. Hún gekk að hestamanni og sagði að það feri að líða að háttatíma. Hann stóð upp skjót- lega og sýndist gestunum hann þá vera með tiginmannssvip allmiklum. Hann skildi eífir opið hús þeirra og opnaði hús í hinum enda baðstoftmnar, tók þar bækur og hóf þegar húslestur. Duldist vermönn- um nú ekki lengur að þetta var sjálfur hús- bóndinn, sem var prestur. Þóttust þeir hafa orðið ósvinnir og talað margt um kvöldið sem þeir fegnir vildu hafa ósagt látið. Um morguninn snemma voru þeir á fótum, hittu prest, þökkuðu honum greið- ann og báðu hann fyrirgefningar á allri sinni breytni. Þeir tóku og upp hjá sér peninga og vildu borga honum heyið. En prestur vildi enga borgun þiggja og kvaðst ekki hafa gert þeim þetta bragð í þeim til- gangi að hafa af þeim fé heldur hefði hann ætlað að sýna þeim hvernig þeir ættu að hegða sér þegar þeir kæmu á bæi þar sem þeir væru ekki kunnugir. Þeir ættu þá að gera boð fyrir húsbóndann og hitta hann sjálfan ef hægt væri. Skyldu þeir tjá honum vandræði sín ef nokkur væru og biðja hann ásjár, en varast að biðja nokkurn mann að stela handa sér, hve lítið sem það væri. Skyldu þeir reyna að koma fram eins og siðgóðir og vandaðir menn, bæði til orða og verka. Loks sagði prestur við vermenn- ina að hann skyldi ekki erfa hegðun þeirra við þá og gætu þeir farið hvert á land sem þeir vildu fýrir sér. Vermennirnir stór- skömmuðust sín fyrir presti, kvöddu hann síðan með þakklæti fyrir sig og létu að sögn heilræði hans sér aldrei úr minni líða. Því næst tóku þeir hesta sína og héldu leiðar sinnar. Það var raunar auðskilið að þeim þætti allmikið til þessa manns koma því það var enginn annar en mikilmennið séra Hall- grímur Pétursson, sálmaskáldið ódauð- lega. Það er almennt talið, að séra Hallgrímur hafl fæðst um 1614, en óvíst hvar, hvort heldur á Hólum í Hjaltadal eða þar í grennd. Hitt vita menn, að hann var að Hólum í uppvexti sínum, lærði þar bæði að lesa og skrifa. Þar var hann settur í lat- ínuskóla um svipað leyti og Þorlákur Skúlason varð biskup. Þegar Hallgrímur hafði verið um skeið í skólanum hætti hann sá ungæðisháttur að koma sér út úr húsi við þá sem stólnum féðu; má vera vegna einhvci: kerskni- kveðskapar; þá er honum og eignað að hafa ort heldur háðborið erindi um séra Arngrím officialis Jónsson („Eins og forinn feitur“). Var svo hart tekið á þessu að hann var látinn fara úr skóla. Tóku þá frændur hans það ráð að láta hann fara utan. Segir fátt af ferðum hans en þó herma góðar heimildir að hann hafi í Kaupmannahöfn gengið í þjónustu hjá járnsmið einum heldur harðráðum, er haldið hafi hann illa, eða kolakaupmanni. Nú bar svo við eitt sinn sem oftar að Hallgrímur hafði sætt illri meðferð hjá húsbónda sínum og gekk út frá honum og hallmælti honum í heyranda hljóði á ófag- urri íslensku. En svo fúrðulega bar þá til að þar hafði borið að í sömu mund mann ís- lenskan sem auðvitað skildi skammirnar. Og þar var á ferð enginn annar en Brynj- ólfur Sveinsson, síðar biskup. Þótti honum að vísu orðbragðið heldur magnað en orðalagið í mýkra og liðlegra lagi. Ávítaði hann Hallgrím fýrir að formæla með þess- um hætti kristnum meðbróður sínum. Hallgrímur tók umvöndun þessari ekki illa en kvað hann mundu vorkenna sér ef hann vissi að hann mætti þola alls konar illa ...það var einmitt í prestsleysi þar að Hallgrímur var til þess hvattur að fara á fund biskups og sækja um prestakall þetta. Hann féllst á þetta og fór fótgangandi af stað til Skálholts heldur fátæklega til fara enda talinn ósjálegur á ytra borði. Þótt mikill væri hann vexti var hann luralegur, stirðlegur og húðdökkur. meðferð, högg og barsmíð að saklausu og illan aðbúnað annars vegar. Tók Brynjólf- ur Hallgrím þá tali, fann þegar að í honum myndu búa gáfur, réð honum til þess að losna við þetta starf sitt og leggja heldur stund á bóknám. Þetta varð til þess að Brynjólfur tók Hallgrím að sér og sleit síðan aldrei tryggð við hann, hvað sem á dundi. Var Brynjólf- ur mikils metinn hjá heldri menntamönn- um í Kaupmannahöfn og Sjálandsbiskupi og kom því til vegar með stuðningi þeirra að Hallgrímur var tekinn í fyrsta bekk í Maríuskóla í Kaupmannahöfh. Þótti hann svo hár vexti, með því að hann var eldri en sambekkingar hans, að hann var upp- nefndur og kallaður „langi“. Honum sóttist svo vel námið að árið 1636 var hann kom- inn í efsta bekk. Þá kom það fyrir er mikil áhrif skyldi hafa á framtíð hans. Það ár kom fólk sem hernumið hafði verið af Alsírbúum árið 1627 og leyst hafði verið út með fé. Voru það 38 manns. Fólkið var í Kaupmanna- höfh um veturinn en með því að það skildi ekki dönsku og skortur var þá íslenskra stúdenta til leiðbeininga var lagt fyrir Hall- grím að lesa og tala fyrir því guðs orð þangað til það kæmist af stað með kaupför- um til íslands. Meðal þessara útleystu manna var kona ein, Guðríður Símonar- dóttir úr Vestmannaeyjum. Hún var sex- tán árum eldri en Hallgrímur og giff kona en maður hennar hafði eigi verið hernum- inn og varð eftir á íslandi. Á þessari konu fékk Hallgrímur svo sterka ást að vorið 1637, þegar þetta hernumda fólk skyldi fara hingað, yflrgaf hann skólann og fór með Guðríði til íslands. Þau komu í Kefla- vík og var Hallgrímur þar um sumarið erf- iðismaður hjá kaupmanni. En er þau voru nýlega komin á land ól Guðríður barn og var hún þá í Ytri-Njarðvík hjá Grími Bergs- syni. Það vildi þeim til gæfu að maður hennar var þá látinn svo brot þeirra taldist einungis ffillulífsbrot. Um sumarið, þegar kaupför sigldu burt út Keflavík, hafði Hallgrímur hvergi húsaskjól. Hann komst þá í kynni við Árna lögréttumann Gíslason að Ytra-Hólmi og skaut hann skjólshúsi yflr hann það sem eftir var sumars og reyndist honum hinn mesti bjargvættur æ síðan. Það var fullkominn ásetningur Hall- gríms að ganga að eiga Guðríði og er svo talið að Árni hafl gengist fyrir því að ferð- ar voru fullar sönnur á að maður Guðríðar væri látinn. Svo Hallgrímur náði að eiga hana, að sögn, þetta sama sumar í Ytri- Njarðvík. Grímur Bergsson, sem fyrr var nefhdur, hélt og áfram hlíflskildi yflr þeim Hallgrími og hugðist gera enn betur en rataði af því í ærin vandræði. Var þessu svo háttað að hann lét ganga skjal til samskota handa Hallgrími um Rosmhvalanes, sem dagsett var 19. maí 1638, með þeim um- mælum að hirðstjórinn, Pros Mund, hefði vegna fátæktar Hallgríms látið nægja fyrir barnssekt hans 8 vættir fiska í stað 18 vætta. Komst bréf þetta í hendur fógetan- um, Jens Sörensen, og síðar til héraðsdóms og var Grímur þar dæmdur fjölmælismað- ur, sekur við konung og hirðstjóra. Árið eftir var málið í dómi lögmanna á alþingi og fóru þeir vægilegar í sakirnar, töldu bréf Gríms með hinum minni fjölmælum og báðu honum vægðar hjá hirðstjóra og varð hann við því með því móti að Grímur gyldi 20 ríkisdali til þurfamanna. Um tíma eftir þetta vita menn ekki gerla um æviferil Hallgríms til þess er hann varð prestur. Ætla þeir sem best vita að hann hafi dvalist einhvers staðar á Rosmhvala- nesi og þá í skjóli bóndans þar, Þorleifs Jónssonar. Aðrir telja að hann hafl verið á vegum Árna Gíslasonar í Ytra-Hólmi. Þykir þetta mega koma heim á þann veg að Hall- grímur hafi átt heima í koti einhverju hjá Hvalsnesi en Árni eigi að síður haldið hendi yfir honum á ýmsan hátt enda í miklu áliti, vinur Brynjólfs biskups og hafði hann lagt orð með Hallgrími til að öðlast prestskap. Hvalsnes var konungsjörð, útræðisjörð mikil og bjuggu þar ýmist prestar eða bændur. Um þessar mundir bjó í Stafhnesi, næsta býli við Hvalsnes, Torfi Erlendsson, faðir Þormóðs sagnaritara. Hafði hann vin- áttu Bessastaðamanna og oft umboð þeirra. Torfi var yfirgangssamur stórbokki og harðlyndur og hafði leikið presta sína eigi dátt. Veittist því Brymjólfi biskupi erfitt að fá presta að Hvalsnesi, einkum til lang- 26. TBL. 1989 VIKAN 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.