Vikan


Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 63

Vikan - 28.12.1989, Blaðsíða 63
VIKAN, Pósturinn, Háaleitisbraut I.Pósthólf 5344,105 Reykjavík Lýsið virkar Mig langar að þakka ykkur fyrir grein sem var í 21. tbl. Vikunnar um ýmislegt sem er gott fyrir húð og hár og til er á heimilinu. Ég hef þegar prófað eitt ráðið sem þar kom fram og árangurinn var svo góður að mér finnst að fleiri þurfi að fá að vita af því. Þetta var um að gott væri að bera lýsi á þurra bletti í andlitinu. Litli strákur- inn minn sem er að verða eins árs hefur alltaf verið með þurra bletti á kinnunum og ég hef prófað alls konar krem og áburði, en ekkert virkað nógu vel. Ég ákvað að það gæti ekki skaðað að prófa lýsið og viti menn, strax daginn eftir voru blettirnir orðnir mun minni og fljótlega hurfu þeir alveg. Ég veit að margir eiga börn sem fá svona þurra bletti, eða fá þá sjálfir, svo ég vildi láta vita hvað lýsið virkar vel. Bestu kveðjur. Móðir í Breiðholtinu. Okkur þykir sannarlega gott að heyra að ráðin okkar gefi góða raun ogþœttigaman að heyra frá fleiri lesendum, einn- ig að fá frá þeim fleiri góð ráð til birtingar. Teiknimyndasöguna um Skugga aftur í blaðið Hvernig er það, eruð þið al- veg hætt að vera með fram- haldssöguna um Skugga í blað- inu? Þetta var það fýrsta sem ég fletti alltaf upp á þegar blað- ið kom og mér finnst mikið vanta þegar Skuggi er ekki. Húsfaðir í Smáíbúða- hverfinu Við þökkum bréfið og verð- um að viðurkenna að við höf- um áðurfengið kvartanir sím- leiðis og boðleiðis vegna þess að Skugga vantar. Við héldwn einfaldlega að allir vœru hætt- ir að lesa Skugga og að það vœri ekki nógu gott að vera með framhaldssögu sem ekki birtist nema hálfsmánaðar- lega, en ef við fáum fleiri ein- dregriar óskir um að Skuggi birtist á síðunum þá reynum við auðvitað að verða við þeim. Pess vegna hvetjum við þá sem hafa á þessu áhuga til þess að hringja til okkar eða skrifa og láta álit sitt á Skugga- málinu í Ijós. Pennavinir Kæri póstur! Við erum hér tvær úr Eyjum og okkur langar svo að komast í samband við bandaríska, þýska, franska og kínverska pennavinaklúbba. Vilt þú vera svo yndislega góður að birta sem fyrst upplýsingar um pennavinaklúbbi í þessum löndum. Prinsessumar á bauninni Pósturinn hefur því miður ekki uþþlýsingar um klúbba í þessum löndum, en aftur á móti nöfn yfir fólk í þessum löndum sem óskar eftirþenna- vinum. Af og til er birtur hér í Vikunni listi yfir þá sem óska eftir þennavinum og ef þið fylgist með fáið þið von bráðar nóg af nöfnum yfir fólk sem befði mikla ánœgju af að skrif- ast á við ykkur. Frh af bls. 58 Fólk úr atvinnulífinu kemur í heimsókn til þess að halda fýrirlestra um þessi efhi og kynna það sem það er að gera í kvik- myndagerð. Engin próf eru í bóklegum fögum en nemendur eru prófaðir í verklegri hæfni alla önnina og þannig er gengið úr skugga um hvort þeir tileinka sér það sem kennt er. Á síðustu námsönn vinna nemendur að lokaritgerð og velja sér efni tengt kvik- myndagerð að skrifa um. Mælt er með að hver og einn velji sér ritgerðarefhi sem tengist því sviði sem hann hefur lagt hvað mesta áherslu á í náminu. Skólagjöld eru frekar há eða 2300 pund fýrir hverja önn og lánar Lánasjóður ís- lenskra námsmanna aðeins fýrir hluta af þeim gjöldum. Allur viðhaldskostnaður á tækjum, rafmagn og efhiskostnaður, sem er mjög mikill í slíku námi, er innifalinn í skólagjöldunum. Það sem einnig hefur áhrif á skólagjöldin er hve skólinn er fá- mennur en að meðaltali stunda aðeins 100 nemendur nám við hann. Þetta er auðvit- að kostur fyrir nemendur en gerir það að verkum að skólagjöld verða að vera hærri. Það er að sjálfsögðu dýrt að borga nám- skeið sem aðeins þrír nemendur eru á en það kemur fyrir. Skólinn rekur tvö hundrað sæta kvik- myndahús innan veggja skólans sem sýna eina kvikmynd á dag. Þá eru teknir fýrir kvikmyndagerðarmenn eða leikarar og sýndar nokkrar kvikmyndir í röð með eða eftir viðkomandi. Andann í skólanum sagði Rúnar vera mjög góðan. Nemendur koma víða að og þar sem festir þekkja vel til í London tengjast margir vináttubönd- um. Eftirlit er ekki mjög mikið með tíma- sókn nemenda. Hver nemandi byggir upp sitt nám sjálfúr og getur valið að vinna með nemendum af öðrum námsstigum en hann telst til sjálfur, ef hann telur það geta veitt sér meiri þekkingu eða reynslu. Fyrir utan London International Film School er aðeins einn annar eiginlegur kvikmyndaskóli starfandi í London. Sá skóli heitir The National Film School en inngöngu í hann fá aðeins þeir sem eitt- hvað hafa starfað við kvikmyndagerð áður. Innan mjög margra háskóla í London eru svo kvikmyndagerðardeildir í gangi. Rúnar telur það mjög mikilvæga reynslu að búa erlendis og sagði að það hafi alltaf verið ætlunin að flytja til annars lands ein- hvern tíma ævinnar. „Mér fannst London frekar erfið borg til að byrja með. Hún er mjög fjölmenn, stór og dýr. Það er erfitt að fá húsnæði á viðráðanlegu verði. Flestir skólafélagar mínir bjuggu í úthverfum borgarinnar eins og ég en skólinn er í mið- bænum, nálægt Covent Garden og Leicest- er Square. Það reynir oft á sálina hjá illa blönkum námsmönnum að búa í borg eins og London því ffeistingar eru svo margar. Það er, eins og flestir vita, mjög mikið að gerast í þessari borg á mörgum sviðum, bæði menningarlegum sem og öðrum. Ég notfærði mér að horfa á sjónvarpið, sem er mjög gott í Englandi. Ég lærði mjög mikið af því, þá aðallega við að horfa á sjónvarps- auglýsingar og tónlistarmyndbandaþætti." Nemendur í skólanum fá tækiferi til að kynnast borginni í gegnum námsverkefnin þar sem þeir vinna þau oft víðs vegar í borginni og með hinum og þessum hóp- um samfélagsins. „Við unnum oft með leikurum sem störfuðu með okkur ókeyp- is. Við gátum ekki borgað laun en leikur- um, sem eru að byrja, finnst oft gott að fá auglýsingu, þó svo að þeir fái ekki krónu borgaða fyrir. Þannig var maður sífellt að upplifa og læra eitthvað nýtt þennan tíma. Mér fannst, þegar á tímann leið, London sérstaklega skemmtileg borg og þegar ég fer þangað núna finnst mér eiginlega eins og ég .sé að koma heim,“ sagði Rúnar að lokum. □ 26. TBL. 1989 VIKAN 61 IÍAM ERLENDI5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.