Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 5
Trésmiður í Garðabæ fékk Renault 19 GTS í áskriftargetraun SAM-útgáfunnar
Áskrifl sem borgaði sig
Hjónin Jóhann Hlöðvers-
son og Alda Jörundsdóttir
voru meðal fjölmargra
skuldlausra áskrifenda Vik-
unnar og H&H, sem fylgd-
ust af athygli með því er
dregið var um Renault 19
GTS í beinni útsendingu á
Bylgjunni klukkan þrjú á
Þorláksmessudag. „Þegar
Pétur Steinn hafði dregið
út nafn vinningshafans og
sagði að símanúmerið byrj-
aði á 6 jókst hjartslátturinn
stórlega,“ segir Jóhann.
„Síðan heyrðist Pétur Steinn
gera tvær tilraunir til að ná
símasambandi við hinn heppna
— en það var á tali. Þá töldum
við bílinn tapaðan. Það gat
ekki verið um okkar símanúm-
er að ræða. Við vorum ekki að
nota okkar síma,“ heldur Jó-
hann áfrarn frásögn sinni.
„En svo heyrðum við Pétur
Stein gera þriðju tilraunina og
segja frá því að nú hringdi í
númerinu. Og um leið hringdi
hjá okkur. Það var eins og það
kæmi ekki annað til greina en
að það væri Pétur Steinn sem
væri að hringja. Alda fór í sím-
ann og það var spurt eftir mér.
Það var yndisleg tilfmning að
Pétur Steinn Guðmundsson aðstoðarframkvæmdastjóri SAM-útgáfunnar hefúr hér náð simasambandi við
Jóhann í beinni útsendingu á Bylgjunni í þætti hjá Valdísi Gunnarsdóttur. Valdís fylgist með og sömuleiðis
þeir Asgeir Eiriksson framkvæmdastjóri Bílaumboðsins og Jón Ragnarsson sem rekur Bílaryðvöm hf. í
Skeifúnni og dró vinningsbílinn fagurlega skreyttan á vagni heim að dyrum hjá vinningshafanum.
svara því símtali. Þó get ég
ekki neitað því, að á leiðinni í
símann tók ég að efast óþægi-
lega um að ég myndi rétt nafri
bílaumboðsins. Óþægilegur
efi, sem sótti eðlilega að mér af
því að ég vissi að ef ég svaraði
spurningunni vitlaust yrði ég
af milljón króna bifreið. Það
mátti ekki gerast."
En Jóhann svaraði spurning-
unni rétt og örstuttu síðar var
spegilgjáandi Reunault 19 GTS
ekið heim að dyrum hjá hon-
um að Markarflöt 35 í Garða-
bæ. Jón Ragnarsson, eigandi
Bílaryðvarnar hf. í Skeifúnni
dró vinningsbifreiðina á hvít-
um vagni og tilkynnti Jóhanni
við afhendinguna að hann gæfl
honum ókeypis ryðvörn fyrir
bílinn. Og Jón gerði meira.
Hann hafði samband við félaga
sína í Hjólbarðahöllinni við
Fellsmúla í Reykjavík og fékk
þá til að gefa umgang af vetrar-
hjólbörðum undir nýja bílinn.
„Þá get ég hætt að leita mér
að bíl,“ sagði Jóhann þegar
hann hafði veitt bíllyklunum
viðtöku úr hendi Þórarins Jóns
Magnússonar ritstjóra og út-
gefanda. „Ég er búinn að vera
eins og grár köttur á bílasölum
borgarinnar í meira en tvær
vikur í leit að notuðum bíl. Ég
er bíllaus, en konan á gamlan
bíl, sem okkur langar til að
selja núna til að eiga fyrir park-
eti á gólf hússins sem við flutt-
um í fyrir ári.“
Húsið byggði Jóhann mikið
til eigin hendi, en hann er tré-
smiður. „Við erum búin að
vera áskrifendur að Húsum &
híbýlum í nokkur ár og alltaf
skoðað það vandlega til að
leita hugmynda sem að gagni
gætu komið við húsbygging-
una. Það verður ekki annað
sagt en að áskriftin hafi marg
borgað sig að meira en einu
leyti.
Jóhann Hlöðversson, þrítugur trésmiður í Garðabæ, veitir hér viðtöku
lyklunum að Renault 19 GTS úr hendi Þórarins Jóns Magnússonar rit-
stjóra og útgefanda. Aldís kona Jóhanns og böm þeirra tvö fylgdust
áhugasöm með — sem og reyndar fjöldi nágranna, sem greinilega
höfðu verið að hlusta á Bylgjuna þegar tilkynnt var hvert billinn færi...
1, TBL. 1990 VIKAN 5