Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 13
5KILMAÐIR
TVEGGJA BARNA MÓÐIR:
„Vorum beitt
andlegu ofbeldi"
„Ég krafðist skilnaðar eftir flmmtán
ára hjónaband. Sé mest eftir því að
hafa ekki gert það fyrir löngu. Tilfinn-
ingin eftir að skilnaðurinn var afstað-
inn er fyrst og fremst feginleiki,"
sagði tveggja bama móðir í samtali við
Vikuna. En hver var ástaeða skilnaðar-
ins og hvemig gekk hann fyrir sig í
framkvæmd?
„Ástæðan var fyrst og fremst sú að hann
beitti mig og börnin andlegu ofbeldi. Við
þurftum að sitja og standa eins og honum
þóknaðist. Hann drakk að vísu töluvert en
það var ekki aðalástæðan og hann lagði
aldrei hendur á okkur, hvorki drukkinn
eða ódrukkinn. En hvorki ég né börnin átt-
um sjálfstætt líf ef svo má segja. Hann réð
öllu. Ég var búin að missa allt sjálfstraust
og fannst að það væri ég sem væri ómögu-
leg og gæti hvorki eitt né neitt. Eftir að ég
herti mig upp í að krefjast skilnaðar gengu
málin fljótt og vel fyrir sig og hann sam-
þykkti skilnaðinn."
- Hvemig hefur gengið að vera
einstæð með tvö böm?
„Það hefúr gengið vef en að vísu með
mikilli vinnu. Ég henti krítarkortinu um
leið og skilnaðurinn var genginn í gegn og
ákvað að lifa á þeim tekjum sem ég aflaði
og þeim bótum sem ég fæ úr Tryggingun-
um. Maðurinn hefur ekki staðið við sínar
skuldbindingar hvað varðar greiðslu á líf-
eyri. En ég kemst af án þess. Það sem
heimilishaldi, kaupa föt á drenginn, hvað
ætti að vera í matinn og hvaða reikninga
ætti að greiða um næstu mánaðamót. Út á
við vorum við þessu „typisku" hjón sem
allt gekk í haginn. Sem það og gerði nema
það vantaði ástina. Eftir á finnst mér eins
og við höfum verið sameigendur í ein-
hverju fyrirtæki.
Nú, svo skildum við að borði og sæng
eins og lög gera ráð fyrir og eins og ég
sagði var allt í sátt og samlyndi þótt viss
söknuður fylgdi. Við fengum öll þau vott-
orð sem til þurfti, meðal annars vottorð
frá presti um árangurslausa tilraun til sátta.
En þegar til lögskilnaðar kom einu ári
seinna þótti mér einkennilegt að við þurft-
um að ganga í gegnum allt kerfið aftur, fá
ný vottorð frá sömu aðilum og ég verð að
segja eins og er að mér þótti þetta á vissan
hátt niðurlægjandi. Af hverju geta ekki
hjón, sem eru ásátt um að skilja í góðu,
gengið ffá sínum málum í eitt skipti fyrir
öll varðandi skilnaðinn?"
28 ÁRA GÖMUL KONA:
ÞAÐ VANTAÐIEKKERT
- NEMA ÁSTINA
„Mín skilnaðarsaga er í raun ósköp
fábrotin. Engir dramatískir atburðir
áttu sér stað. Við vorum búin að vera
gift í átta ár þegar við komumst bæði
að raun um að við áttum ekkert sam-
eiginlegt. Kannski áttum við aldrei að
giftast. Þetta var svona skyndiást sem
endaði í hjónabandi í fljótheitum, ef
til vill vegna þess að það voru allir
okkar vinir og skólafélagar að ganga í
hjónaband,“ sagði 28 ára gömul kona.
í hennar tilfelli var ekki um að ræða
sársauka, deilur eða rifrildi um eignir eða
annað. Gengið var ffá öllum formsatriðum
varðandi umgengnisrétt gagnvart sjö ára
gömlum syni og hann getur valsað á milli
þeirra eins og honum sýnist og er ánægð-
ur með að foreldrar hans eru hinir bestu
kunningjar þótt þau búi ekki saman. En
engin er rós án þyrna:
,Auðvitað voru mér það vonbrigði að
þetta gekk ekki upp hjá okkur. Og líka
vonbrigði hjá honum. En við vorum í
nokkur ár búin að vera saman nær ein-
göngu sem félagar en ekki hjón. Kynlífið
var nánast eitthvað sem átti sér stað tvisv-
ar í mánuði eða svo. Samræður okkar sner-
ust nær eingöngu um það sem við kom
„Astæðan var fyrst og fremst sú að hann beitti mig og bömin andlegu ofbeldi. Við
þurftum að sitja og standa eins og honum þóknaðist.“ (Sviösett mynd.)
kannski gleður mig mest er að sjá breyt-
inguna á börnunum. Þau hafa öðlast lífs-
gleði og sjálfstraust eins og ég.
Þrátt fyrir að mitt hjónaband hafi farið
svona veit ég um mörg hjónabönd sem
ganga vel og hamingjan situr í fýrirrúmi og
því hef ég ekki misst trúna á hjónabandið
sem slíkt.“
12 VIKAN l.TBL. 1990
5KILMAÐIR
YFIR10.000 BORN HJA
EINSTÆÐUM FORELDRUM
- OG ÞÁ í LANGFLESTUM TILFELLUM HJÁ MÓÐURINNI
Eins og fram hefur komið í þessari
umfjöllun um hjónaskilnaði eru það
ekki bara tveir einstaklingar sem slíta
sínu samlífi eða hjónabandi. í mjög
mörgum ef ekki flestum tilfellum eru
böm í dæminu.
Samkvæmt upplýsingum Hagstofu ís-
lands voru þann 1. desember 1989 sam-
tals 10.300 börn hjá einstæðum foreldr-
um. Þetta segir hins vegar alls ekki hversu
mörg þessara barna eru skilnaðarbörn.
Eins og allir vita geta börn orðið til án þess
að til sambúðar eða hjónabands sé
stofnað. Þó má ætla að stór hluti þessara
barna sé tengdur við hjónaskilnað eða
sambúðarslit. í samantekt Vikunnar um
hjónaskilnaði er ekki nema að litlu leyti
komið inn á hlutskipti barnanna. En það er
hætt við að margir hafi ekki gert sér grein
fyrir að um þessar mundir eru 10.300
börn á íslandi sem alast upp hjá öðru for-
eldra sinna og þá í langflestum tilfellum hjá
móðurinni.
LÖGREGLAN:
FÁ TILFELLI
„Það er í mjög fáum tilfellum sem við
erum kallaðir út vegna deilna milli fráskil-
inna hjóna. Þó kemur það fyrir og þá yfir-
leitt í þeim tilvikum að ffáskilinn eigin-
maður kemur drukkinn að heimili fyrrver-
andi konu sinnar og vill hefja samræður
um eitthvað sem betur hefði mátt fara
varðandi skilnaðinn. Stundum er um að
ræða eftirþanka varðandi eignaskipti eða
forræði yfir börnum. En þessi tilfelli eru
fá,“ sagði einn af yfirmönnum lögreglunn-
ar í samtali við Vikuna þegar spurt var
hvort lögreglan þyrfti oft að hafa afskipti af
hjónum er hefðu skilið í vonsku — eða
góðu.
HEFUR SKILNUÐUM
EKKIFJÖLGAÐ?
— Það eru allir að skilja. Þetta er al-
geng setning sem heyrist nú. En er
það svo? Fer hjónaskilnuðum í raun
fjölgandi? Ef maðurinn á götunni er
spurður svarar hann í 99% tilvika ját-
andi. Ástæðan er ef til vill sú að hjóna-
skilnaðir eru meira til umfjöllunar
um þessar mundir en áður. Það eru
ekki svo mörg ár frá því hjónaskilnað-
ur var nokkuð sem var hvíslað um
manna á meðal en óviðeigandi þótti
að fjalla um svo viðkvæmt mál á opin-
berum vettvangi.
Hagstofa íslands gaf Víkunni þær upp-
lýsingar að á árinu 1988 hefðu átt sér stað
459 lögskilnaðir. Það sem er mjög athygli
vert varðandi þá tölu er að þriðjungur af
þessum lögskilnuðum fór ffam án þess að
hjón hefðu skilið að borði og sæng áður.
Um ástæðu þessa skal ekki fjölyrt hér en
þó rétt að glugga aðeins í lögin hvað þetta
varðar.
Helstu ástæður þess að hjón geti fengið
lögskilnað án þess að hafa áður skilið að
borði og sæng eru í mjög stuttu máli
þessar:
Hafi maki horfið að heiman í tvö ár get-
ur sá sem eftir situr fengið tafarlausan lög-
skilnað, jafnvel þótt þau hafi til dæmis haft
símasamband á þessum tíma. Ef annað
hjóna hverfur gjörsamlega og ekkert hefur
til þess spurst í þrjú ár getur sá er eftir sit-
ur fengið lögskilnað. Þá er tvíkvæni næg
ástæða til lögskilnaðar. Síðan kemur það til
að ef annað hjónanna játar á sig hjúskapar-
brot getur hitt krafist lögskilnaðar sam-
stundis. Ennfremur koma þarna við sögu
misþyrmingar og hótanir um líflát, refsi-
vist vegna glæpa og síðast geðveiki annars
aðilans. Eftir því sem Vikan kemst næst
mun í flestum þeim tilfellum þar sem lög-
skilnaður er veittur samstundis vera um
að ræða að annað hjóna játi á sig hjú-
skaparbrot.
Fyrir utan þá 459 lögskilnaði sem gengu
í gegn árið 1988 var um að ræða 457 skiln-
aði að borði og sæng. Upplýsingar eru ekki
fyrir hendi enn sem komið er varðandi
það í hve mörgum tilfellum það leiddi til
lögskilnaðar.
Árið 1968 fóru fram 210 lögskilnaðir
hér á landi. Með tilliti til mannfjölgunar á
þessum rúmum tuttugu árum verður að
draga ,í efa að skilnuðum hafi fjölgað á
þessum tíma. Þá er eingöngu átt við slit á
hjónaböndum en ekki sambúð.
l.TBL.1990 VIKAN 13