Vikan


Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 40

Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 40
Aöalleikararnir í sjónvarpsþáttunum TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON Eins og lesendur Vikunnar sjálfsagt vita sýndi ríkissjónvarpið þættina um Önnu nú yflr hátíðirnar. Þættirn- ir greina frá ballettdansmærinni Önnu (leikin af Silviu Seidel) sem verður fyr- ir því óláni að lenda í bíislysi sem veldur henni meiðslum í baki og leggur hana í rúmið. Þegar hún var í endurhæfingu kynntist hún Reiner (leikinn af Patrick Bach) sem er þar einnig í þjálfun vegna slyss sem hann lenti í á skíðum. Hann verður hrifinn af stúlkunni og hvetur hana svo mjög til að ná árangri í þjálfuninni að hún fyllist lífskrafti á ný og kemst fljótlega aftur á fætur. Hann hvetur hana einnig til að dansa á ný, en það hélt hún að hún gæti aldrei aftur. Þetta gerir Reiner þrátt fýrir að hann sé með mjög slæm meiðsl og allt líti út fýrir að hann verði bundinn við hjólastól það sem eft- ir er. Anna fer að dansa aftur sem verður til þess að hún yfirgefúr Reiner í faðmi örlaga sinna og hann situr eftir með ást sína á henni í hjarta... Leikararnir Silvia Seidel og Patrick Bach voru bæði valin í hóp bestu kvikmyndaleikara í Bravo-Otto kosningunum um bestu kvik- myndaleikarana 1988. Silvia lenti í þriðja sæti og hlaut brons-Ottoinn. Patrick varð hins veg- ar í tíunda sæti sem er einnig mjög gott þegar á það er litið að hann fylgir fast á eftir leikur- unum ffægu Don Johnson sem leikur í þáttun- um Miami Vice og Pierce Brosnan. Leiðir okkar liggja ekki beinlínis saman Patrick býr í Lemshal-Mellingsted hverfinu í Hamborg hjá föður sínum Horst Bach og ■stjúpmóðurinni Heidi, í einbýlishúsi sem þau kalla Hang-Viila. í kjallaranum hefur Patrick tvö herbergi fyrir sig ásamt baði. Hann hefúr sérinngang og þarf hann að fara fyrst í gegn- um garðinn og upp steintröppur til að komast inn í ríki sitt. Við hliðina á svefnherberginu er gufubað og baðherbergi. Við hfiðina er mjög notaleg setustofa með bókahillum þar sem meðal annars er mynd af Anju vinkonu hans, ásamt fjöldanum öllum af matseðlum sem hann hóf að safna þegar verið var að kvik- mynda þættina um Önnu. Það er ekkert pláss orðið eftir fýrir öll tuskudýrin sem hann var með í hillunum, nema þá helst í stóra rúminu hans. Patrick safnar einnig bílnúmeraplötum og umferðarskiltum sem hann hefúr hengt utan á baðherbergishurðina. Þegar Patrick var þrettán ára lærði hann að spila á trommur og um tíma spilaði hann með hljómsveit. Eftir að hann hætti í hljómsveit- inni gat hann ekkert æft sig því hann hafði ekkert pláss fyrir þessi fyrirferðarmiklu hljóð- færi. Núna hefúr hann fengið aðstöðu í tómri sundlaug til að æfa sig. Fjölskyldan á gamlan mjóhund sem heitir Shalimar og Patrick á svartan fresskött sem hann kallar Wiský. Kötturinn þolir enga ó- kunnuga í kringum sig og vill alls ekki Iáta taka af sér myndir. Patrick var í fríi með Anju vinkonu sinni á Spáni síðasta sumar þar sem þau voru hjá móður hans Beate sem býr með seinni manni sínum Raphael, sem er áhættuleikari. Heimili þeirra er nálægt Malaga, milli Torremolinos og Ferrero. Patrick talar allvel spönsku. Hann elskar sólarströndina. Þar getur hann synt, kafað og verið á sjóskíðum að vild. Patrick var tekinn tali á heimili sinu í Hamborg og við byrjuðum á að spyrja hann hvernig honum hefði þótt að fá Otto-verð- launin. „Hftir þær þáttaraðir sem ég lék í, það er að segja „Silas“, „Jack Holborn" og „Önnu“, fékk ég bréf frá aðdáendum svo vikum skipti, en tæpu ári eftir að ég lék í þáttunum með „Önnu“ og fékk þessi Otto-verðlaun þá er eins og allir aðdáendur mínir hafi gleymt mér. Hvers vegna veit ég ekki.“ Þess má geta að þættirnir um Önnu voru á dagskrá margra sjónvarpsstöðva nú yfir jólin þannig að Patrick á örugglega von á því að öll þau hundruð þúsunda sjónvarpsáhorfenda sem sáu þættina láti hann heyra frá sér. Við spyrjum hann næst hvernig hann hafi eytt jólaffíinu sínu. „í fyrsta lagi fór ég til ömmu minnar í Ascona og hélt upp á jólin með henni og var kærastan mín Anja einnig með mér. Við fórum síðan aftur til mömmu á Spáni.“ Ólík áhugamál Við spyrjum hann hvort hann hafi hitt „Önnu“, Silviu Seidel eftir að töku þáttanna lauk. „Síðast hitti ég hana við afhendingu kvik- myndaverðlauna í Essen. Ég bý jú í Hamborg og Silvia í Múnchen, auk þess höfum við mjög ólík áhugamál, þannig að leiðir okkar liggja ekki beinlínis saman.“ Þessa skemmtilegu dansmynd „Önnu“ sá Patrick ekki fyrr en við frumsýninguna. Við spyrjum hann hvernig honum hafi Iiðið. „Ég skemmti mér vel og var sérstaklega ánægður með ffammistöðu mína. Ég hafði æff mig að aka hjólastól í fjórar vikur, en mér leið ekki vel í stólnum. Þó ég vissi að hægt væri að hlaupa, var það samt þvingandi tilfinning að vera í hjólastól." Ákveðnar áætlanir fýrir næstu mánuði hef- ur Patrick ekki gert. Hann hefúr fengið mikið af kvikmyndahandritum send til umsagnar, en ekkert þeirra hefur hann verið ánægður með. „Það er svo mikið af handritahöfundum sem halda að ég sé ekki eldri en fjórtán ára, þannig að það er sjálfgefið að ég vil ekki leika slík hlutverk," segir Patrick. Hvenær ætlið þið Anja að trúlofa ykkur? „Ekki strax. Ég bý hjá föður mínum og stjúpmóður og Anja hjá foreldrum sínum. Við erum daglega saman og sofum einnig saman. Stundum sofum við heima hjá mér og stund- um hjá Anju. Þar sem við höfúm bæði frítt húsnæði þá myndi það aðeins vera peninga- sóun ef við færum að leigja íbúð sarnan." Patrick dreymir um frí á Malediven eyja- klasanum í Indlandshafi, þar sem hann getur kafað á hverjum degi, því hann segir að undir- heimar hafsins hafi gagntekið sig. Ef til vill framhald Heldur hann að það verði framhald af þátt- unum um Önnu? „Hvers vegna ekki. Síðasti þáttur skildi eftir margar spurningar sem var ósvarað. Kannski giftum við okkur í næsta hluta.“ Þrátt fýrir að Patrick geti ekki tekið augun af Anju í augnablikinu, eru milljónir ungra stúlkna sem þrá að eignast hann, eftir að þætt- irnir um Önnu voru sýndir. Þeim til fróðleiks getum við sagt að Patrick er fæddur 30. mars 1968, er því tuttugu og eins árs og í hrúts- merkinu. Hann er 1,68 m á hæð, hefur blá augu og dökkbrúnt hár. Eftir að hann hefúr lokið stúdentsprófi langar hann að gerast at- vinnuleikari. Með hjálp umboðsmanns síns vonar hann að hann fái góð hlutverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.