Vikan


Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 37

Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 37
Nú höfum viö ekið gamfleytt í sjö klukkutima og mest um óbyggðif. Við hljótum að vera rétt ókomin. Frh. af bls. 34 mér verið varpað út í jarðlífið aftur. Það var nokkuð sem ég vildi ekki fyrir nokkurn mun að gerðist. Loks heyrði ég sáran grát litla barnsins míns og smátt og smátt vakn- aði ég til lífsins aftur. Ég átti dásamlegan mann, sem enn þann dag í dag er mér mjög kær, ég átti þriggja ára son og ný- fædda dóttur og allt lífið var framundan. Jú, víst vildi ég lifa lífinu og reyna að nota það eins vel og nokkur kostur væri. Ég var komin til baka aftur. í seinna skiptið sem ég fór yfir landa- mæri lífs og dauða var það í svo stuttan tíma að það tekur því varla að segja frá því. Það gerðist fyrir rúmlega þremur árum. Ég gekkst undir smávægilega skurðaðgerð en svæfingin, sem ég fékk, fór mjög illa í mig. í þetta skipti fór ég ekki eftir neinum göngum, ég lá bara og þótt ég væri með lokuð augun sá ég hvemig allir á skurð- stofunni streittust við að fá hjartað til að byrja að slá regulega aftur og ná upp blóð- þrýstingnum. Eina hugsunin sem flaug í gegnum huga minn á þessari stundu var nokkuð einkennileg: „En kæru vinir, ég má ekki vera að því að deyja núna því ég á eft- ir að skrifa átján sögur um ísfólkið. Hvað verður um þær ef ég dey?“ Eftir á að hyggja sé ég að þessi hugsun Ríta! Ég fann loksins réttu fasteignina eftir margra , mánaða leit! mín skiptir í raun miklu máli. Mér hafði aldrei dottið það í hug fyrr að ókomnar hugmyndir deyja með fólki og verða aldrei að veruleika. Listamenn, sem deyja ungir, eiga margt eftir ógert, jafnvel hluti sem hefðu getað skipt sköpum (hér á ég ekki við mig sjálfa). Það sama á við um verkfræðinga, uppfinningamenn, stjórn- málamenn og marga fleiri. Hugmyndir þessara manna og hugsanir eru margfalt mikilvægari en þeir sjálfir. Þó má vera að ég hafi haft þetta í huga áður, til dæmis þegar móðir mín, sem var einstaklega elskuleg manneskja, dó eða þegar bróðir minn ffamdi sjálfsmorð að- eins 29 ára gamall. Ég man að þá hugsaði ég: „Ég vil taka það besta úr lífi þeirra beggja og reyna að vinna meira úr því.“ Það má deila um hvort mér hafi tekist það eða ekki en ég held að hugmyndin hafi verið rétt. Maður má ekki láta göfugar fyrirætlanir verða að engu þótt manneskj- an deyi. Svo mikið er víst að ég er glöð og þakk- lát fyrir að fá að lifa áfram eftir að hafa fengið tvær aðvaranir. Lífið er svo ótrúlega fjölbreytilegt og maður er sífellt að upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Og maður er ungur svo lengi sem maður hefur eitthvað til að hlakka til. Þegar ég var átján ára gerðist það eitt sinn að ég upplifði það að ég fór úr líkama mínum. Það má segja að ég hafi tvöfaldast eða alla vega hafi fengið tvær aðskildar hliðar. Mig langar að útskýra þetta ögn nánar. Ég lá uppi í rúmi um miðjan dag og var að hvíla mig. Þótt ég sneri höfði til veggjar sá ég skyndilega sjálfa mig sitja á stól á gólfinu á bak við mig. Ég var á tveim- ur stöðum á sama augnabliki. Ég sat á stólnum og horfði á mig liggja í rúminu. Ég sá hvert smáatriði greinilega, hvernig hárið lá út yfir púðann, sá rauðu blússuna, mjaðmirnar og fótleggina. Ég sá þetta allt jafngreinilega og einhver önnur mann- eskja lægi í rúminu. Sú „ég“ sem lá í rúm- inu og sneri til veggjar sá manneskjuna sem sat í stólnum jafnvel, örlítið hokna, eins og ég oft er, og með svarta hártopp- inn sem næstum því huldi augabrýrnar. Þetta var einstök upplifun og ég hef aldrei getað skýrt út hvernig á henni stóð. Ég var glaðvakandi, ekki undir áhrifúm neinna lyfja og á þessum tíma hafði ég ekki enn drukkið mitt fyrsta vínglas. Þessi síðasta saga var bara viðauki og sú niðurstaða varðandi dauðann sem ég hef komist að er að dauðastríðið geti verið sársaukafúllt en ég fúllvissa ykkur um að eftir að því er lokið er ekkert að óttast. l.TBL 1990 VIKAN 35 DULFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.