Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 15
5KILNAÐIR
HVAÐ SEGIR H/íSTARÉTTARLÖGMAÐURINN?
MJÖG SKÝR LAGAÁKVÆÐI
Yflrleitt er það svo að hjón, sem eru
að skilja, leita aðstoðar lögCræðings til
að ganga frá formsatriðum. Vikan
hafði tal af hæstaréttarlögmanni og
spurði hvemig þetta gengi fyrir sig á
skrifstofu þeirri er hann rekur.
„Málin eru mörg og þau eru hvert öðru
ólík hvað viðkemur þeim persónum sem
eiga í hlut í hverju tilviki. Hins vegar er
það svo að það eru mjög skýr lagaákvæði
varðandi skilnað. Um er að ræða búskipti,
forræði barna, lífeyri og meðlagsgreiðslur.
Ef ekki er um að ræða kaupmála skipta
hjónin, sem eru að skilja, eignum sínum að
jöfnu. Ef við tökum konuna sem dæmi þá á
hún rétt á helmingi af nettóeign.
í mörgum tilfellum kemur annað hjón-
anna fyrst og spyrst fyrir um lagalegan rétt
varðandi búskipti. Ég greini frá því sem
lögin kveða á um og síðan koma þau bæði
og ganga frá sínum málum. Án þess að fara
út í málalengingar þá er það svo að sam-
kvæmt lögum eru eignir hjóna hjúskapar-
eign og ef hjúskap er slitið skiptast þessar
eignir til helminga. Ég vil fullyrða að í
90% þeirra tilvika sem gengið hefur verið
frá skilnaði á minni skrifstofú hefur náðst
fúllt samkomulag beggja aðila.
Ég svara því hiklaust neitandi að hjón,
sem eru að skilja og búin að ákveða það,
þurfi sinn hvorn lögmanninn. Það er að-
eins aukakostnaður og tímaeyðsla. Þegar
komið er til lögmannsins liggur yfirleitt
ákvörðun fyrir og hann fer eingöngu eftir
því sem lögin segja, tekur ekki afstöðu
með eða móti konu eða manni. Þetta er
eingöngu fagvinna lögfræðinga. Þótt deilt
sé um stofúskápinn eða hnífaparasettið í
upphafl, ef svo ber undir, þá er það ekkert
sem ekki er hægt að ná samkomulagi um í
rólegu spjalli.
- Kemur aldrei til þess að hjón
leita sátta hjá þér?
„Vissulega kemur það fyrir að ég verð
að bregða mér í hlutverk félagsráðgjafa. En
áður en kemur að mér á fólk að vera búið
að fara hina hefðbundnu leið og leita sátta
hjá presti. Því miður verður að segjast eins
og er að sumir prestar láta sér nægja að
gefa út vottorð þess efhis að sáttaum-
leitanir hafi reynst árangurslausar án þess
að hafa gert nokkuð til að sannreyna hvort
hægt er að ná sáttum. f slíkum tilvikum
verður lögmaðurinn stundum að taka að
sér hlutverk prestsins. Það hefúr komið
fyrir að hjón hafl náð saman aftur hér við
skrifborðið hjá mér, sem betur fer.“
w Prestur í Reykjavík:
FLYTIÐ YKKUR HÆGT
„Slit á hjónabandi er skipbrot. Stund-
um er nauðsynlegt fyrir hjón að slíta
hjúskap. í öðrum tilvikum er um að
ræða stundarvandræði sem leiða til
skilnaðar. En ef til skilnaðar kemur er
mikilvægast að hjónin skilji sátt, ekki
síst þegar böm em með í dæminu.
Hins vegar verður að segjast eins og er
að í jafnfjölmennri sókn eins og ég hef og
flestir prestar í Reykjavík gefst því miður
Sem betur fer er það svo að fólk, sem hef-
ur lent í skilnaði, hittir annan lífsförunaut
og þau ganga í hjónaband. En ef þau eiga
bæði börn frá fyrra hjónabandi, eignast
síðan barn eða börn saman, hvað gerist ef
annað fellur frá? Koma þá ekki lögerfingj-
ar, það er að segja börnin frá fyrri hjóna-
böndum, og krefjast þess arfshluta sem
þeim ber lögum samkvæmt? Dæmi eru um
að eftirlifandi maki í tilvikum sem þessum
hafi setið eftir sem öreigi. Það hlýtur að
vera til einhver leið til að koma í veg fyrir
að andlát maka bitni bæði á eftirlifandi
afltof lítill tími til samræðna við fólk sem
er í skilnaðarhugleiðingum. Staðreyndin
er sú að allur sannleikur er sjaldnast sagð-
ur í einu samtali. Frestur á skilnaði; tími til
að leita að ástæðum getur bjargað mörg-
um hjónaböndum þar sem hjón elska
hvort annað í raun en ráða ekki við utan-
aðkomandi áhrif sem í fljótræði geta
splundrað annars ágætu hjónabandi. Mitt
ráð er: Flýtið ykkur hægt í skilnaðarmál-
um.“
maka og börnum frá fyrra hjónabandi.
„Það er langeðlilegast að í slíkum tilfell-
um kaupi hjón líftryggingu sem gangi til
eftirlifandi maka. Þar með er tryggt að
makinn standi ekki á nærskyrtunni eftir að
lögbundinn arfur til barna hefúr verið
greiddur út. Iðgjöld af slíkri tryggingu eru
í raun smáræði á ári en geta komið í veg
fyrir málaferli, vinslit og leiðindi þegar
maki fellur frá.“
Þetta voru orð tryggingafræðings sem
Vikan leitaði til gagnvart atriði sem alltof
fáir hugsa um fyrr en í óefni er komið.
Tryggingafrœðingur:
KAUPIÐ LÍFTRYGGINGU
14 VIKAN 1. TBL. 1990
EINS KONAR
ORKU
SKORTUR
Hvað áttu við með að þú hafir
verið undir svo miklu álagi í
vinnunni? Ertu búinn að
gleyma að þú ert gigóló?
líka!
Fannst þér jörðin bifast? Halli,
rúmið bifaðist ekki einu sinni.