Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 10
5KILNAÐIR
SÉRA PÁLMI MATTHÍASSON:
„Sumir vilja sldlnað
til aá falla betur inn í kerfið##
Ef sú staða kemur upp í hjónabandi að fólk vill hæfi að fá álit eins þeirra, séra Pálma Matthías-
skilja þarf það að fara til prests og óska eftir sátta- sonar, sóknarprests í Bústaðakirkju, á ástandinu
vottorði. Það er því augljóst að prestar koma mjög í því viðkvæma máli sem hjónaskilnaður er.
við sögu þegar um skilnaði er að ræða og því við
Fyrsta spumingin, sem kemur upp
í hugann, er hvort fólk leiti til presta
þegar í óefni er komið og það þarfnast
hjálpar eða þegar málið er komið á
það stig að það vill skilnað.
„Það er auðvitað mjög misjafnt. Fólk
leitar mikið til okkar prestanna þegar það
er í vandræðum og veit ekki hvað það á að
gera. Margir koma og eru tilbúnir að reyna
hvað þeir geta til að bæta ástandið. Oft er
það svo að annar aðilinn kemur og reynir
svo að taka á málunum eftir ráðgjöf. Þetta
gagnar oft ekki sem skyldi ef ekki er rætt
við báða aðila. Það er til lítils að annað
hjóna leggi sig fram, jafnvel án þess að hitt
viti hvað er í gangi.
Fólk er mjög leitandi. Sumir koma opn-
um huga en aðrir til að þóknast makanum
en eru þá í hjarta sínu búnir að taka
ákvörðun. Það á þá að vera presturinn sem
flytur „slæmu" tíðindin. Það er eins og
margir telji það ekki eins sárt og ef þeir
segðu það sjálfir. Það gerist að mínu mati
of ofit að fólk kemur til mín og biður mig
um sáttavottorð því það sé búið að bóka
tíma hjá borgardómara. Þetta fólk verður
oft mjög gramt þegar ég segi því að svona
gangi þetta ekki fyrir sig. Ég hef það fyrir
reglu að tala við hjónin bæði saman og sitt
í hvoru Iagi og tek góðan tíma í það. Sem
betur fer skilar það oft þeim árangri að
fólk hættir við að skilja. Þetta er oft svo
gífúrlegt sambandsleysi milli hjóna, sem
lagast svo þegar þriðji aðili kemur inn i.
Ég myndi auðvitað vilja að fólk leitaði
fyrr til presta en það gerir en það getur þó
verið erfitt að sinna öllum svo vel sé því
söfhuðir eru oft stórir. Þess vegna vil ég
hafa gott samstarf við fólk sem hefur sér-
hæft sig í meðhöndlun þessara mála svo ég
geti vísað á það. Þar á ég við sálffæðinga,
félagsráðgjafa og aðra slíka. Sem betur fer
leitar fólk í þessum geira meira til presta
um samstarf en áður og það er gott að vita
af því að fólk stendur saman enda er Ijóst
að þörfin er mikil. Það þarf að liðsinna því
fólki sem hefur brýna þörf.“
„Fólk þarf að læra
að njóta hvors annars"
„Mér finnst líka að það hljóti að vera
eitthvað athugavert við það umhverfi sem
þjóðfélagið býður þegnum sínum upp á
þegar fólk kemur til okkar prestanna til að
fá skilnað svo það falli betur inn í kerfið.
Fólk kemur stundum til mín eftir á og seg-
ir að þetta hafi verið ástæðan og það segir
sig sjálft að þetta er ekki nógu gott. Það
þarf að hjálpa einstæðum foreldrum en
það má ekki verða þannig að það komi
niður á þeim sem eru í hjónabandi. Það
hefur gleymst að vernda rétt hjónabands-
ins því það er enginn sem segir að hjón
þurfi endilega að hafa það betra en ein-
stæðir foreldrar. Það er nú oft svo að fólk
vill eiga kost á því að annað geti verið
heima ef það kýs svo, en því er ekki gert
það kleift."
Nú eru hjónaskilnaðir mjög margir.
Eru hjónaefhi yflrleitt tilbúin að fara
út í hjónaband?
„Það er nú mjög einstaklingsbundið en
það er á ábyrgð þess sem gefur saman að
greina frá því hvað fólk er að fara út í. Það
þarf að ræða við hjónaefni um væntingarn-
ar sem gerðar eru til makans, um barn-
eignir, búsetu, verkaskiptingu o.fl. Þetta
allt er hluti af því að vera í hjónabandi. Og
svo þarf líka að benda á hversdagsleikann
sem tekur við, því það er þar sem reynir á.
Mér finnst sambúðarformið hættulegt
form því réttarstaða fólks þar er mjög
slæm. Annars leitar fólk, sem er í sambúð,
ekkert síður til mín vegna sambúðarslita
en gift fólk, þó svo að það þurfi þess í raun
ekki. Yngra fólkið er að mínu áliti mun
opnara og á betra með að tjá sig. Hinir
eldri eru oft feimnari, sérstaklega hvað
varðar kynlíf. Það vantar að fólk kunni að
njóta hvors annars. Það þarf að læra það.
Oft er leiðin heim til pabba og mömmu
líka alltof auðveld. Það reynist mörgum
erfitt að slíta naflastrenginn við fjölskyld-
una.“ d
10 VIKAN l.TBL. 1990