Vikan


Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 6

Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 6
TEXTI: GYÐA DRÖFN TRYGGVADÓTTIR OG SÆMUNDUR GUÐVINSSON Vikan skoðar hjónaskilnaði frá ýmsum sjónarhornum á næstu síðum. Rætt er við tvær fráskildar konur og tvo fráskilda karla, tvo presta, tryggingafræðing, hæsta- réttarlögmann, lögregluna, félgasfræðing og upplýsinga jafnframt leitað hjá Hagstof- unni. Vikan vill hvetja þá lesendur sem sömuleiðis telja sig hafa eitthvað til mál- anna að leggja varðandi hjónaskilnaði að hika ekki við að senda blaðinu nokkrar lín- ur til birtingar. 6 VIKAN „Og lifðu þau hamingjusöm til æviloka. Þannig hljómar goð- sögnin um gagnkvæma ást. Goðsögnin er dásamleg en raun- veruleikinn sýnu grimmari. Sum- ir segja þetta sorglegustu setn- ingu ævintýranna. Sorglega því hún heldur fram blekkingum um lífið og er orsök þess að kynslóð eftir kynslóð býst við einhverju af mannlífinu, sem er ekki mögu- legt í þessu fallvalta jarðlífi.“ (Úr bókinni Að elska hvort annað.) Flestir búast líklega við því á brúðkaups- daginn sinn eða í upphafi sambúðar að ást- in verði alltaf jafnheit og að þetta sé sá eini rétti eða sú eina rétta. Flestir komast hins vegar að því að ástin er dýru verði keypt því hún blómstrar ekki alltaf og yfirleitt alls ekki af sjálfu sér enda segja margir að ástin sé einungis vinna og aftur vinna. Við höfum líka þurft að horfast í augu við það að hjónaskilnuðum fjölgar jafnt og þétt svo að flestum er hætt að lítast á blikuna. Sú spurning er ofarlega í huga margra hvað sé eiginlega að gerast í þjóðfélaginu, hverju þetta sé að kenna. Það er alveg Ijóst að þetta er mál sem vert er að gefa gaum og það er mikilvægt fyrir fólk að skoða samband sitt við maka, þó svo allt virðist vera eða sé í lagi. Enginn veit hvað bíður handan við hornið. Fólk gerir í flestum tilvikum allt of lítið að því að rækta hjónabandið, í mörgum tilvikum vegna þess að það hefur ekki tíma til þess því lífsgæðakapphlaupið er svo mikið. Fyrst á að kaupa íbúð því enginn er maður með mönnum nema hann eigi íbúð og helst betri en nágranninn. Einnig verður að eiga almennilegan fjölskyldubíl og ann- að þar fram eftir götunum. Svo þegar þetta er allt komið á að slappa af og eyða tíma með fjölskyldunni. En þá er það nú oft svo að fólk hefur fjarlægst hvert annað svo mikið að það gengur illa að hafa eðlileg samskipti. Oft er fólk líka búið að hafa miklar áhyggjur af peningaleysi og því að koma börnum sínum fyrir á öruggum stað því dagvistar- og skólamál hjá okkur Frón- búum eru engan veginn í nógu góðu lagi og alls ekki komið nægilega til móts við foreldra. „Oft erfitt að setja sig í spor hins aðilans" Áður en við förum út í hjónaband eða sambúð erum við með ákveðnar vænting-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.