Vikan


Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 42

Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 42
GETRAUM Þekldr þú stórborgir Evrópu? Fjöldi þeirra íslendinga sem ferðast um Evrópu hefur aukist mjög mikið hin síðari ár. Hversu kunnugir eru þeir orðnir í stórborgum álfunnar. Kannaðu kunnáttu þína. Þú getur fengið 1000 stig ef þú ert sérfræðingur. Fyrir hvert rétt svar færðu þann stigafjölda sem stendur ofan við spurning- una. TEXTI: KRISTINN JÓNSSON 1. 10 stig Á Piccadilly Circus í London stendur fræg stytta. Hún var sett þar árið 1893 og síðan þá hefúr umferðin í kringum hana verið gífúrleg. Hvað heitir styttan? a. Eros-styttan. b. Nelson-súlan c. Viktoríu-styttan 3. 40 stig Museo del Prado er frægt lista- safn. Þar eru einkum verk ffá 16., 17. og 18. öld ásamt mikl- um málverkasöfhum fyrri kon- unga. Safhið var sett upp árið 1820 í byggingu sem byrjað var að byggja árið 1785. í hvaða borg er þetta safn? a. Madrid b. Lissabon c. Barcelona 5. 30 stig Frá Sacré Coeur kirkjunni er fagurt útsýni yfir París. Kirkjan er í hverfi sem áður var lista- mannahverfi. Ekki langt ffá kirkjunni er frægt skemmtana- hverfi umhverfis Place Pigalle. Þar má meðal annars fmna Rauðu mylluna. Hvað heitir þetta svæði í París? a. Montpamasse b. Montmarte c. Montblanc 6. 40 stig Mannekin-Pis er ffæg högg- mynd og gosbrunnur af litlum dreng sem pissar. Frummynd- in var gerð árið 1619 af mynd- höggvaranum Jerómr Duq- uesnoy en hún er löngu týnd. Litla höggmyndin, sem sjá má í dag, er því eftirmynd. f hvaða borg má sjá Mannekin-Pis? a. Haag b. Brussel c. Amsterdam 7. 50 stig Rómverskur herflokkur hóf að reisa þessa borg og gaf henni nafnið Colonia Agrippinensis. Áhrif Rómverjanna má enn sjá í beinum götunum í miðborg- inni. Turninn Römerturm er einnig sönnun þess að Róm- verjar hafi verið þar áður. Hvað heitir borgin? a. Köln b. Frankfurt c. Koblenz 8. 60 stig í Berlín eru enn margar sögu- legar byggingar og minnis- merki sem annað hvort sluppu ósködduð úr sprengjuregni seinni heimsstyrjaldarinnar eða hafa verið endurreist. Borginni er, sem kunnugt er, skipt í Vestur-Berlín og Aust- ur-Berlín. Hver eftirtalinna sögufrægra bygginga er í Aust- ur-Berlín? a. Marienkirche (frá 13. öld) b. Siegessáule (1873) c. Schloss Bellevue (1785) 9. 50 stig Spænsku tröppurnar liggja frá Piazza di Spagna upp að kirkj- unni Trinita déi Monti, sem byrjað var að reisa árið 1494 og lokið við árið 1816. Sjálfar tröppurnar voru byggðar á ár- unum 1723-25. í hvaða borg eru þessar tröppur? a. Feneyjum b. Róm c. Flórens 10. 70 stig Upprunalega borgin var reist í kringum hinn 133 metra háa Castle Rock, þar sem byggð var konungshöll þegar árið 1000. Á 17. öld var konungs- höllin Holyroodhouse reist austan við hæðina og hefur borgin síðan byggst upp í kringum hæðina. Milljónir sjónvarpsáhorfenda sjá gömlu höllina á hverju ári er þeir fylgjast með litskrúðugum og íburðarmiklum atburði sem 2. 20 stig Á rússnesku þýðir þetta orð „virki“ eða „kastali" og er not- að um víggirta hluta gömlu rússnesku borganna. í höfúð- borg Rússlands var þetta að- setur keisarans og nú eru þar meðal annars stjórnarbygging- ar. Hvaða rússneska orð er þetta? a. Moskva b. Bolshoi c. Kreml 4.50 stig Borgin var áður höfúðborg konungsríkisins Bæheims. Árið 1648 rændu Svíar hana að hluta. Danski stjörnuffæð- ingurinn Tycho Brahe er graf- inn í einni af kirkjum borgar- innar. í borginni eru margar gamlar byggingar, m.a. er þar elsta varðveitta samkunduhús gyðinga í Evrópu (frá því um 1200) og elsti háskóli í Mið- Evrópu, stofnaður árið 1348. Hvað heitir þessi borg? b. Prag sendur er út til margra landa. Hvað heitir þessi borg? b. London 40 VIKAN 1.TBL1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.