Vikan


Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 7

Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 7
LOTTO um vænar fúlgur. Vikan fékk að vera á staðnum þegar útdrátt- ur fór fram nýverið og reynd- ist þessi stutta stund, þrjár mín- útur, vera nákvæmnisvinna margra manna — háalvarleg at- höfn með léttu yfirbragði. Nákvæmni ofar öllu öðru Fyrir utan stjórnendurna, Guðrúnu Þórðardóttur og Þorgeir Ástvaldsson, voru mættir fulltrúi dómsmálaráðu- neytisins, Ólafur Walter Stef- ánsson, fúlltrúi íslenskrar getspár, Þórður Þorkelsson, og tæknimaður lottósins, Úlfúr Ragnarsson. Komið er með tvö sett af kúlum sem innsiglaðar eru í tveimur töskum. Það er fúlltrúi dómsmálaráðuneytisins sem Skilaði lottómiða að verðmæti 459 milljónir króna í eftirfarandi sögukornum segir af vinningshöfum lott- ós í hinum ýmsu fylkjum Bandaríkjanna. Þar í landi eru mörg lottó og ekki í einkaeign heldur rekin af hinu op- inbera í velflestum tilvikum. Hvergi í heiminum eru vinningar hærri eða þátttaka jafnmikil. Hvergi í heimin- um er látið jafnmikið með lottóið og vinningshafa. Að detta í lukkupottinn eða lottópottinn og verða milli á einni nóttu er ekki lítið mál í henni Ameríku. Það jafn- gildir því að hinn stóri ameríski draumur rætist í einum hvelli og auðlegðinni fylgir frami og skyndihækkun í virðingarstiganum. Peningum og skyndigulli fylgir ekki alltaf hamingja og eilífðarsæla. Málaferii eru fremur tíð manna í milli út af skyndigróðanum og að vinningshöf- um steðjar margs konar vandi sem ekki varð séður fyrir. Vafasamur vinningshafi Kona að nafini Carol Tacetta vann væna fúlgu í lottói New Jersey-fylkis. Þegar hún tók skjálfandi við ávísun upp á 36 milljónir og 700 þúsund lagði hún ofttráherslu á að hennar yrði hvergi getið og fjölmiðlar mættu alls ekki komast að nafiii hennar. Fjölmiðlar leit- uðu hins vegar ákaft að vinn- ingshafa en varð hvergi ágengt. Einhverra hluta vegna barst lögreglunni í Florham Park vitneskja um þá heppnu og hafði enga ástæðu til að þegja yfir því. Strákarnir á stöðinni upplýstu hlæjandi að Carol væri eiginkona Michaels Tacetta, góðkunningja lögregl- unnar. Sá rak ólögleg spilavíti í Essex-sýslu. Flann sat inni og hafði hlotið dóm fyrir fjár- hættuspil og annað peninga- svindl.' Ekki fer sögum af því hvort Carol sagði skilið við karl sinn og hélt sína leið með vinninginn eða hvort hún keypti hann út úr steininum. Sá á fund sem finnur — eða hvað? Dag einn í aprílmánuði 1986 týndi Jean-Guy Laviqu- eur, fimmtugur íbúi Montreal- borgar í Kanada, veskinu sínu. í því voru öll hans skilríki, nokkrir dollarar og lottómiðar sem hann hafði keypt af rælni handa sér og fjölskyldunni, einn miði á mann í lottó 6-49 eins og það heitir í Montreal. Hann saknaði veskisins sárt en hugsaði ekki um lottómiðana. Það voru persónulegu hlutirn- ir og minnissneplar sem hann saknaði og missirinn kostaði fýrirhöfn og ótal snúninga um borgina. William nokkur Murphy, 28 ára og á atvinnuleysisbótum, fann veskið í götunni daginn eftir og hirti úr því peningana og lottóseðlana. Veskið póst- lagði hann á heimilisfang sem hann fann á miða. Murphy var húsnæðislaus og fékk inni á gististað atvinnulausra fýrir tuttugu og fimm sent nóttina og þáði súpu og brauð dag hvern hjá félagsmálastofnun. Daginn sem hann fann veskið sat hann og sötraði kaffið sitt í mestu makindum og dundaði við að bera saman tölurnar á lottómiðunum og útdregnar tölur sem birtar voru í einu morgunblaðanna. Honum svelgdist illilega á þegar hann uppgötvaði að á einum seðlin- um voru allar tölur réttar. í of- boði hringdi hann til höfuð- stöðva lottósins og fékk stað- fest að aðeins á einum seðli hefðu allar tölur verið réttar og eigandinn væri ófundinn. Murphy hélt á lottómiða sem var 7,6 milljóna dollara virði. Það samsvarar um það bil 459 milljónum íslenskra króna. Hann gat fengið sér allt það í veröldinni sem hann langaði í. Hann gat lifað áhyggjulaus í vellystingum til æviloka en samviskan nagaði hann. Hann vissi hvað það var að vera fátækur og draga fram lífið á atvinnuleysisbótum. Hann mundi hvert hann hafði sent veskið og það varð úr að hann hélt til fúndar við hinn rétta eiganda lottómiðans verðmæta. Fremur illa til fara stundi hann því upp í dyra- gættinni hjá Laviqueur að hann væri að skila miðanum og þar með öllum milljónun- um. Heimilisfólkið talaði ein- ungis frönsku og skildi ekki eitt einasta orð af því sem Murphy var að segja. Yngsti sonurinn, Yves, 18 ára, vís- aði honum á dyr hið snarasta því hann hélt manninn vera innbrotsþjóf eða einhvern svikahrapp. Murphy gerði aðra tilraun og hafði nú túlk með sér til að koma Laviqueur í skilning um að hann væri orð- inn milljónari og lottómiðinn væri hans. Það tók Laviqueur langan tíma að átta sig á þessari himnalukku og ekki síst heið- arleika og skilvísi þessa alls- lausa fátæklings. „Heiðarleik- inn er þá ennþá til í veröld- inni,“ sagði hann og gerði Murphy þegar að hluthafa í risavinningnum. Hlutur Murphys reyndist vera 1,2 milljónir doilara eða litlar 72 milljónir íslenskra króna. Hann varð ríkur og hélt sjálfs- virðingunni. Það var sælt að þurfa ekki að kvíða morgun- deginum lengur og vera með hreina samvisku. Hvorki Lavi- queur og fjölskylda né Murphy þurfa að líða skort það sem eft- ir er ævinnar. Þess má geta að báðir fluttu þeir úr þéttbýlinu og keyptu sér sveitabýli. Húsamálarinn vann 220 milljónir króna SJÁ BLAÐSÍÐU 41 Stoltur á svip heldur Jakob á happaseðlinum, sem færði honum sex rétta og þar með upphæð sem svarar 220 millj- ónum íslenskum í vasann. 3. TBL. 1990 VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.