Vikan


Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 22

Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 22
5KILMAÐIR Hörmuleg místök 68 - kynslóðarinnar „68 kynslóðin gekk um með blóm I höndunum en hennar eigin blóm, börnin, visnuðu og þögðu í kringum hana,“ segir Synnöve Söe, 25 ára gömul, í ný- útkominni bók sinni um blómafólkið sem lagði áherslu á „frjálst“ uppeldi — með alvarlegum afleiðingum. Hér í opnunni er sagt frá bók Söe og einnig kenningum Mortens Nissen, sem er í hópi fremstu barnasálfræðinga. ENDURUNNIÐ Á (SLENSKU: BORGÞÓR S. KJÆRNESTED Rithöfundar á aldrinum 25-30 ára stíga nú fram á ritvöllinn. Þeir eiga það sameiginlegt að vera af- komendur 68-kynslóðar- innar. Eitt af börnum þessa „blómafólks“ er Synnöve Söe, 25 ára, en hún hefur nýlega gefið út litla bók sem vegur þungt í danskri þjóðfélagsum- ræðu um þessar mundir. Bókin heitir FARS - en fortælling og er gefin út af bókaútgáfunni Tiderne skifter. Bókin er óvægin ádeila á 68- kynslóðina almennt. Hún er kölluð „blinda og eigingjarna kynslóðin sem sat og dásamaði sjálfa sig, foreldrar sem upp- hófu sjálfa sig á endalausum hugsjónasamkundum, bjuggu í kommúnum og kollektífum og fundu til með öllum heimin- um en gleymdu eigin börnum í hassreyknum." Ádeilan er hörð og beinist ekki sérstaklega að þeim for- eldrum sem slitu samvistum eftir að hafa búið í kollektífúm og kommúnum. Þetta sambýli byggðist á hugmyndarugli um „frelsi", þar sem enginn gaf en allir tóku. Kynslóð stúdenta- óeirðanna brást börnum sín- um. Orð eins og umhyggja, nærgætni eða tillitssemi átti hún ekki til í orðaforða sínum. Hugtakið hlýðni var enn á sín- um stað, án þess að foreldrarn- ir væru færir um að uppfylla sínar skyldur á móti. 68-kynslóðin gekk um með blóm í höndunum en hennar eigin blóm, börnin, visnuðu og þögðu í kringum hana. Synn- 22 VIKAN 3. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.