Vikan


Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 22

Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 22
5KILMAÐIR Hörmuleg místök 68 - kynslóðarinnar „68 kynslóðin gekk um með blóm I höndunum en hennar eigin blóm, börnin, visnuðu og þögðu í kringum hana,“ segir Synnöve Söe, 25 ára gömul, í ný- útkominni bók sinni um blómafólkið sem lagði áherslu á „frjálst“ uppeldi — með alvarlegum afleiðingum. Hér í opnunni er sagt frá bók Söe og einnig kenningum Mortens Nissen, sem er í hópi fremstu barnasálfræðinga. ENDURUNNIÐ Á (SLENSKU: BORGÞÓR S. KJÆRNESTED Rithöfundar á aldrinum 25-30 ára stíga nú fram á ritvöllinn. Þeir eiga það sameiginlegt að vera af- komendur 68-kynslóðar- innar. Eitt af börnum þessa „blómafólks“ er Synnöve Söe, 25 ára, en hún hefur nýlega gefið út litla bók sem vegur þungt í danskri þjóðfélagsum- ræðu um þessar mundir. Bókin heitir FARS - en fortælling og er gefin út af bókaútgáfunni Tiderne skifter. Bókin er óvægin ádeila á 68- kynslóðina almennt. Hún er kölluð „blinda og eigingjarna kynslóðin sem sat og dásamaði sjálfa sig, foreldrar sem upp- hófu sjálfa sig á endalausum hugsjónasamkundum, bjuggu í kommúnum og kollektífum og fundu til með öllum heimin- um en gleymdu eigin börnum í hassreyknum." Ádeilan er hörð og beinist ekki sérstaklega að þeim for- eldrum sem slitu samvistum eftir að hafa búið í kollektífúm og kommúnum. Þetta sambýli byggðist á hugmyndarugli um „frelsi", þar sem enginn gaf en allir tóku. Kynslóð stúdenta- óeirðanna brást börnum sín- um. Orð eins og umhyggja, nærgætni eða tillitssemi átti hún ekki til í orðaforða sínum. Hugtakið hlýðni var enn á sín- um stað, án þess að foreldrarn- ir væru færir um að uppfylla sínar skyldur á móti. 68-kynslóðin gekk um með blóm í höndunum en hennar eigin blóm, börnin, visnuðu og þögðu í kringum hana. Synn- 22 VIKAN 3. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.