Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 23
5KILNAÐIR
öve Söe segir að nú sé kominn
tími til að rísa upp og gera sér
grein fyrir afleiðingunum.
Hverjar eru afleiðingarnar?
Blómafólkið lagði áherslu á
„frjálst" uppeldi. Engar reglur,
engar viðmiðanir. Þetta skap-
aði angist og óöryggi hjá börn-
unum og til þess má rekja mik-
ið af unglingavanda nútímans,
eiturlyfjaneyslu og ofbeldi.
Æ fleiri skilja
Hjónaskilnuðum fjölgar. Um
leið fjölgar þeim börnum sem
búa með tveimur fjölskyldum.
Hvernig börnin upplifa þessar
aðstæður er alfarið undir hin-
um fullorðnu komið.
Þegar vel tekst til geta tvær
fjölskyldur haft auðgandi og
þroskandi áhrif á barn. Þegar
miður tekst til hafa tvær fjöl-
skyldur truflandi áhrif á þroska
þess. Það tekst illa til ef for-
eldrar eru ómeðvitaðir um
hætturnar, hvað það er sem
ber að varast, á hvað beri að
leggja áherslu og svo framveg-
is.
Öllum er Ijóst að börn þjást
í hjónaböndum þar sem for-
eldrarnir rífast stöðugt. Börnin
verða óörugg og eiga bágt
með að einbeita sér.
Morten Nissen er í hópi
fremstu barnasálfræðinga í
Danmörku og hann bendir á
leið út úr vandanum. Aðalat-
riði er að afdramatísera ástand-
ið, draga úr spennunni. Staðan
getur verið erfið en hún er
aldrei vonlaus. Stöðugur styr á
heimilinu, óleyst vandamál,
gera barnið vanmáttugt. Barn-
inu líður illa og fær sektar-
kennd sem kunnugt er. En
börn eru raunsærri en full-
orðnir halda. Það er unnt að
draga úr sorginni vegna brott-
flutnings annars foreldranna af
heimilinu.
Að undirbúa
Það er hér sem undirbún-
ingurinn kemur inn. Það þarf
að tala við barnið málefnalega
um það sem í vændum er og
hvað það muni hafa í för með
sér í raun. Fullorðnir verða að
vera heiðarlegir við börnin,
tala um tilfinningar sínar og
áætlanir og vanmeta ekki
hæfni barnsins til að skilja og
aðlaga sig nýjum aðstæðum.
Aldrei má láta börnin lenda í
þeirri aðstöðu að þurfa að
velja á milli föður og móður.
Þannig verður versta tegund
sektartilfinningar til, segir
Nissen. Börnin eiga ekki að
þurfa að hlusta á mömmu tala
illa um pabba eða öfugt. Ekki
bera í mömmu það sem pabbi
hefur sagt um nýja kærastann
hennar mömmu. Sorg er ekki
neitt sem þarf að fela fyrir
börnum. Börn skilja tilfinning-
ar, segir Nissen.
Þegar nýir aðilar koma til
sögunnar, ný sambýliskona
föður eða nýr félagi móður, er
mikilvægt að barnið finni til
öryggis um að báðir foreldrar
elski það jafnmikið og áður.
Börn hafa ríka réttlætiskennd
og meta góðan vilja og ein-
lægni. Mikilvægt er að skilja
þau ekki ein eftir með allar
spurningarnar og vangavelt-
urnar.
Morten Nissen er á önd-
verðri skoðun við marga aðra
sálffæðinga þegar hann segir
að aldur barna við hjónaskiln-
að skipti engu máli. Frá sjónar-
miði barnsins er ekkert til sem
heitir „réttur tírni" þegar um
hjónaskilnað er að ræða. Börn
skilja miklar tilfinningar að
ákveðnu marki. Tilfinninga-
kulda eiga þau hins vegar mjög
erfitt með að þola. Hann er
niðurdrepandi fyrir börn. Það
er hartnær ógerningur að lag-
fera síðar á lífsleiðinni tiffinn-
ingu barns að vera „yfirgefið".
Talaði við börnin
Morten Nissen bendir á að
flestar skýrslur byggist á við-
tölum við foreldra, uppeldis-
lfæðinga, sálfræðinga og fé-
lagsráðgjafa. Nissen sneri
dæminu við og ræddi við
börnin. Hann kannaði hvernig
þau upplifðu sínar aðstæður
tveim mánuðum eftir hjóna-
skilnaðinn og átján mánuðum
eftir skilnaðinn og þremur
árum síðar. Börnin voru á aldr-
inum 6—12 ára og hann mun
væntanlega fylgjast með þeim
þar til þau verða fullorðin.
Nú þegar er Morten Nissen
alveg ljóst að börn búa yfir
miklum hæfileikum til að kom-
ast í gegnum erfiðar aðstæður.
Þau eru raunsæ og bjartsýnis-
fólk.
Ættingjarnir mega
ekki hverfa
Nissen leggur mikla áherslu
á hlutverk ættingjanna. Til að
börn geti upplifað hjónaskiln-
að sem rökrétta afleiðingu á
slæmu ástandi verður að varð-
veita tengslin við móður- og
föðurforeldra og aðra nána
ættingja.
Hjón, sem skilja, upplifa oft í
því sambandi þá tilfinningu að
hafa mistekist, biturleika og
reiði í furðulegu samblandi við
létti. Síðar víkja hefndartilfinn-
ingarnar til hliðar og í staðinn
kemur sú tilfinning að hafa
tekið rétta ákvörðun. Þetta á
einnig við um börnin, sam-
kvæmt könnun Nissens.
í upphafi eiga börnin erfitt
með að skilja hvers vegna for-
eldrarnir skildu og urðu fýrir
mikilli sorg, þrátt fýrir allar út-
skýringarnar. Hjá því verður
aldrei komist. Ef börnin gátu
treyst því að eiga aðgang að
hinu foreldranna eftir sem
áður og að breytingin á
daglegum högum barnsins
varð ekki umtalsverð dró
verulega úr spennunni og að-
stæður afdramatíseruðust á
þrem árum. Að þeim tíma liðn-
10 góð róð
Á grundvelli þeirra kann-
ana sem Morten Nissen
sálfræðingur hefur gert á
undanförnum árum hefur
hann útbúið lista yfir þær
kröfur sem börn eiga rétt á
að setja fram við hjóna-
skilnað. Það ber ekki að
líta yfir þennan lista til að
fá slæma samvisku heldur
eru hér á ferðinni tíu góð-
ar ráðleggingar. Mæðra-
hjálpin í Danmörku og
Bjargið börnunum í Sví-
þjóð hafa nú viðurkennt
þennan lista sem eðlilega
viðmiðun. Kröfurnar eru
þessar:
1 Öll börn eiga rétt á
góðum undirbúningi fýrir
hjónaskilnað varðandi af-
leiðingar hans og foreldrar
eiga að vera opinskáir gagn-
vart börnum sínum.
2 Það ber að sannfæra
börnin um að hjónaskilnaður-
inn sé ekki þeim að kenna.
3 Lögð skal áhersla á að
gera barninu skiljanlegt að
hjónaskilnaðurinn er til kom-
inn og nauðsynlegur til að
leysa vandamál milli foreldr-
anna.
um fannst flestum þessara
barna það svolítið „óþægilegt"
að hitt foreldranna bjó annars
staðar.
Það er ljóst samkvæmt
könnunum Mortens Nissen að
hæfileikar barna til að aðlagast
nýjum aðstæðum eru miklir og
mun meiri en foreldranna.
Ekki sunnu-
dagspabba
Það er mikilvægt að láta
börn heimsækja hitt foreldr-
anna til skiptis í miðri viku og
um helgar. Það er ekkert snið-
ugt að börn upplifi tíma sinn
með til dæmis pabba sem „bíl-
túr og ís“. Barnið á að fá að
heimsækja föður sinn á vinnu-
stað og fara með honum
heim að loknum vinnudegi
eða fara með í búðarferðina í
föstudagsösinni. Annars er það
bara mamma sem er á þönum,
þreytt og stressuð í miðri viku.
Börn vilja ekki láta koma ffam
við sig eins og sjaldséða gesti.
4 Að barnið verði ekki
látið velja hjá hvoru foreldr-
anna það vill vera.
5 Að barnið verði fýrir
eins lítilli röskun og unnt er
varðandi búsetu, dagheimili,
skóla, félagslega umgengni
o.s.frv.
6 Að barnið hafi aðgang
að báðum foreldrum eftir þörf-
um (og öfúgt) og að barnið á-
kveði smám saman í auknum
mæli sjálft hjá hvorum aðilan-
um það vill dvelja langdvölum.
7 Að barnið varðveiti
áfram góð tengsl við fjölskyld-
ur beggja foreldra, sérstaklega
ömmur og afa.
8 Að foreldrarnir haldi
börnunum utan við eigin deil-
ur, tali ekki illa hvort um ann-
að í þeirra eyru og noti þau
ekki sem sendla eða njósnara.
9 Að ekki sé komið fram
við barnið eins og fullorðinn
einstakling eða því afhent fúll-
orðinshlutverk, t.d. gagnvart
yngri systkinum.
10 Að foreldrarnir stofhi
ekki til nýrrar sambúðar án
þess að undirbúa börnin fyrir
hana.
„Pegar fullorðnir rífast segjast
þeir vera að rœða málin. Þeg-
ar böm rceða málin segja full-
orðnir að þau séu að rífast. “
Malene, 10 ára.
3.TBL 1990 VIKAN 23