Vikan


Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 47

Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 47
FERÐALÖC5 ...og agnarsmair maurar sóttu stíft í neftóbakið sem íslenskur verkalýðs- leiðtogi jós út um veröndina framan við Pullman-hótelið. urinn svissneskur en viðmót starfsfólks franskt, þurrpumpulegt og löðrandi í yfir- læti. Fyrir utan gluggana, handan við hraðbrautina, voru skjöldóttar kýr á beit með bjöllurnar klingjandi frá morgni til kvölds og agnarsmáir maurar sóttu stíft í neftóbakið sem íslenskur verkalýðsleið- togi jós út um veröndina framan við Pullman. Fuglar sungu í trjánum og á tveggja og þriggja mínútna fresti fóru stór- ar flugvélar á loft frá Genfarflugvelli með gríðarlegum drunum. Eitt kvöldið var brúðkaup og þá spilaði sæmilegasta hippahljómsveit langt ffam á nótt og hélt vöku fyrir þeim sem bjuggu á tveimur neðstu hæðunum. Önnur kvöld spilaði og söng miðaldra Englendingur á barnum þar sem jafnan var fámennt. Það brást þó aldrei að einhvern tíma kvölds kom inn roskinn ítali, gestur á hótelinu, með hund sinn í bandi, hellti bjór í ösku- bakka og gaf hundinum að drekka. Við þekktum hundinn umsvifalaust, hann var enginn annar en Tobbi úr Tinnabókunum og líklega hefur karlinn verið Tinni sjálfur, kominn á efri ár og orðinn drykkfelldari en Kolbeinn kafteinn sjálfur. Eitt kvöldið, eftir að hafa borðað dýrind- is kanínukjöt og snigla í vodkasósu á veit- ingastaðnum Le Chandelier í gamla bæn- um í Genf, hitti ég rallhálfan Hollending á barnum á Pullman. Hann var að selja plast- vörur fyrir belgískt fyrirtæki og var afskap- lega upptekinn af væntanlegum innri markaði Evrópubandalagsins 1992, eins og manni virðist raunar öll Evrópa vera. Vandræðamenn, Frakkar og Þjóðverjar Þessi plastsölumaður batt ekki einasta vonir við að hann myndi selja ennþá meira plast eftir 1992 heldur einnig að þá yrði kannski tekið af alvöru á umhverfismálum álfunnar. „Við erum að drepa okkur,“ sagði hann. „Hvorki meira né minna en 75% af hollensku lofti er mengað og mest kemur úr austurátt — frá Balkanlöndunum. Það þarf að kenna þeim skröttum einhverja mannasiði." — Og hvað, spurði ég, verða þá allir Evrópumenn orðnir miklir vinir ffá og með 1. janúar 1992? „Ha ha ha!“ Þessi fannst honum góður. „Nei, vinur minn,“ sagði hann. „Það má vel vera að allar áætlanir standist og að 1992 verði að veruleika ög allt verði gott í tvö eða allt að flmm ár. En ég skal segja þér að svo líða ekki nema í mesta lagi fimm ár til viðbótar þangað til allt verður farið til andskotans, then all hell breaks loose. Tuttugu og fimm árum síðar, tiltölulega snemma á næstu öld, verða menn farnir að átta sig á hver er nauðsyn málsins og hver er hinn raunverulegi vandi. Vandamálin eru allt of mörg og allt of stór og það eru allt of mörg landamæri sem þarf að losna við og það tekur tíma. Pólitískt á hin sameinaða Evrópa eftir að fara í hundana framan af - en svo endar Evrópa náttúrlega sem sósíaldemókratísk álfa.“ Hann pantaði annan Heineken og staup af séniver. Þegar franski þjónninn var far- inn firá borðinu hallaði Hollendingurinn sér að mér og sagði í trúnaðarrómi: „Fjandans Frakkarnir verða erfiðastir og þar á eftir Þjóðverjar. Það eru svo margir sem hata þá. Holland keppti við V-Þýska- land í fótbolta fyrir nokkrum dögum og þá kom hatrið upp á yfirborðið. Jafnvel ungir Hollendingar, 25-27 ára, voru brjálaðir í að Holland ynni V-Þýskaland og hefndi fyr- ir hernámið í heimsstyrjöldinni. Þetta fólk hafði engan áhuga á fótbolta en það hafði áhuga á að veita Þjóðverjum ráðningu. Mesta vandamál Evrópu verður að vinna bug á hatrinu." Mér varð hugsað til belgískrar vinkonu minnar, Miu Doomaert, sem er forseti Al- þjóðasambands blaðamanna. Hún kom til íslands til að fylgjast með leiðtogafundin- um forðum og við fóram saman í Duus- hús til að drekka bjórlíki. Þá um vorið hafði verið sett á laggirnar sérstök „Evr- ópunefnd" innan sambandsins til að -efla samvinnu blaðamanna í Mið-Evrópu. Ég sagðist ekki skilja nauðsyn þess að stofna formlega nefnd af þessu tagi innan sam- bandsins og minnti á samstarf blaða- mannafélaganna á Norðurlöndum. Þá brosti Mia Doornaert vingjarnlega og sagði: „Þú skilur þetta ekki, you don’t get the point. Þið Norðurlandabúar hafið ekki farið tvisvar í tíð núlifandi kynslóða í margra ára styrjaldir eins og við hér í Evr- ópu. Það gæti tekið margar kynslóðir að eyða tortryggninni og vantraustinu." Á barnum á Pullman suður í Frakklandi virtist hollenski plastsölumaðurinn vera að tala um svipaða hluti. Það var þó ekki lengur alveg ljóst, því hann var búinn að panta miklu fleiri Heineken og séniver. Þegar ég kvaddi hann og varð samferða Tinna og Tobba upp í lyftunni voru þeir augljóslega báðir drukknir. Umferðarskiltin þvegin með sápu og vatni í þjóðhátíðarboði hjá Klásmann konsúl dúkkaði allt í einu upp gamall kunningi úr íslenskri blaðamannastétt, Jón Björgvins- son, fféttaritari Ríkisútvarpsins í Sviss, sól- brunninn á nefinu eftir að hafa verið að taka myndir fyrir svissneska sjónvarpið úti á Genfarvatni allan daginn. Hann lét vel af sér og sagðist hafa verið að fá græna spjaldið sitt (held ég að hann hafi kallað það) - sem gerði hann að föstum búsetu- manni í landinu og veitti honum öll sömu réttindi og Svisslendingi — nema hvað hann fengi ekki að kjósa og ekki að ganga í herinn. Hvorugt virtist valda honum miklum áhyggjum. Við dásömuðum veðrið og dáðumst að rósarunnunUm, sem teygðu sig upp um alla veggi konsúlsvillunnar. Ég hafði orð á því að mér þætti snyrtilegra í Svisslandi en Frans og að ekki þyrfti annað en að fara yfir landamærin til Ferney-Voltaire til að sjá muninn. — Snyrtilegt! sagði Jón Björgvinsson. —Já, það er sko snyrtilegt. Þeir senda karla með sápuvatn í fötu og svamp út á götur til að þvo umferðarskiltin hvað þá annað. Hér sést aldrei drasl. — Og símaklefarnir eru allir í lagi, sagði ég. - Þeir eru alls staðar í lagi nema á Is- landi. — Merkilegur andskoti þetta í íslensku þjóðarsálinni, sagði ég í 17. júní skapinu mínu, að geta aldrei látið símaklefa í friði. — Mér finnst þó ennþá dýrlegra hérna, sagði Jón Björgvinsson, að þegar maður fer í strætó á morgnana liggur morgun- blaðapakkinn á götuhorninu og maður tekur sér blað og skilur eftir peninga á diski. — Eru þá engir villingar í hverfinu sem stela peningunum? — Það virðist ekki vera. Svona hefúr þetta verið árum saman. - Og borga allir? — Allir. Annað hvarflar ekki að manni. Ég man eftir einu sinni að ég átti ekki smápeninga og tók blaðið samt. Ég var með samviskubit allan daginn og alveg þangað til ég var búinn að borga tvöfalt síðar í vikunni. Yoko Ono og ég Daginn eftir fór ég í gönguferð um Genf, drakk kaffi og djús á útiveitingahúsum — sem eru mýmörg og dýrleg rétt eins og í París — og skoðaði í búðarglugga. Allt var heldur dýrt. Þar kom að ég var staddur við gamla ráðhúsið langt uppi í brekku og vissi varla hvert skyldi halda næst. Þar á horninu var enn einn veitingastaðurinn og þar sátu nokkrar amerískar stúlkur og töluðu um Frh. á bls. 48 3.TBL. 1990 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.