Vikan


Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 25

Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 25
ar án þess að vita af hverju ég valdi einmitt það nafn en ekki eitthvert annað. Hún dó um 1790. 7. Grete dó af hitasótt aðeins fimm ára gömul. 8. í einu lífi mínu var ég ung stúlka, fædd árið 1860, í smábæ í Úkraínu. Líf þessarar ungu stúlku var að mörgu leyti líkt minni eigin æsku og líka ekki ósvipað því sem kemur fram í sögunni um stúlkuna með silfurhárið. Þessi unga stúlka drekkti sér og vel má vera að ótti minn við að drukkna sé þaðan kominn. Tilvísanir til fyrri tilverustiga Eins og þarna kemur fram hef ég oftar en einu sinni endurholdgast sem karlmað- ur. Núverandi líf mitt er uppfullt af tilvís- unum til fyrri tilverustiga og þar gæti ég nefht mörg dæmi. Þetta eru atriði sem ég hef ekki minnst á hér og mér gekk lengi erfiðlega að finna haldbærar skýringar á. Eftir að mér varð ljóst hversu oft ég hef lif- að skil ég hins vegar betur samhengið þarna á milli. Margir læknar og sálfræðingar nota þessi fyrri tilverustig til að hjálpa sjúkl- ingnum út úr andlegri og sálarlegri kreppu. Oft er það nefnilega svo að rót vandans liggur einmitt þarna, hann er eitthvað illt sem maður hefur tekið með sér frá fyrri tilverustigum. Fyrir mér er það hins vegar stærri spurning hvort maður verði betri mann- eskja við hverja endurfæðingu. Búddistar halda þessu fram en ég er alls ekki viss um að þeir hafi rétt fyrir sér í þessu efni. Ég er á hinn bóginn sannfærð um að maður get- ur ekki endurfæðst sem dýr og stöðugt verið að færast nær fullkomleikanum við hverja endurfæðingu þar til maður hefur náð fullkomnun sem búddistar kalla nirv- ana og þýðir „staður þar sem engir vindar blása". En þetta eru aðeins mínar eigin vangaveltur og ég er enginn sérfræðingur í þessum efnum. Hver getur líka verið sér- fræðingur í lífinu eftir dauðann? Þrátt fýrir þetta hef ég upplifað ýmislegt sem styrkir trú mína á annað líf en ég ætla að koma að því í næstu grein minni. Mitt á milli tveggja líffa Meðan á leit minni að fýrri tilverustig- um stóð kom það fyrir oftar en einu sinni að sænski læknirinn nefndi ákveðið ártal. Þetta var árið 1560 en þá gerðist það merkilega að ég var mitt á milli tveggja lífa hér á jörðinni. Ég upplifði þannig það til- verustig sem maður er á meðan beðið er eftir því að fæðast aftur. Þetta var mjög þægilegt ástand. Alger friður og ró ríkti og það var hálfrökkur. Þetta var þó alls ekki eins og að vera dáinn. Ég var svo sannarlega lifandi og um- hverfið var rólegt og fallegt, skýin voru margbreytileg að lögun og lit og ég var í fullkominni sátt við sjálfa mig. Ég vildi ekki fýrir nokkurn mun fara frá þessum stað og tilhugsunin um að fæðast upp á nýtt var vægast sagt óskemmtileg. En við skulum snúa okkur aftur að tal- inu um lækninn. Eftir fýrri daginn höfðum við uppgötvað fimm endurholdganir og ég var orðin svo uppgefin og niðurdregin eft- ir alla þessa hryllilegu dauðdaga sem ég hafði þurft að upplifa að við urðum að hætta. En læknirinn vildi alltaf að ég upp- lifði dauðastund þess endurholdgaða og þetta var það versta við þessar könnunar- ferðir mínar til fyrri tilverustiga. Hann gerði þetta þó ekki að gamni sínu heldur bæði til að reyna að finna út hvernig ég upplifði dauðann en líka til að reyna að koma í veg fyrir að ég segði ósatt og það get ég svarið að ég gerði ekki. Ég veit það vegna þess að ég framkvæmdi síðar sjálf slíka tilraun. Sænska konan með kristalkúluna var heldur ekki að blekkja mig því hún sagði mér svo margt sem hafði þýðingu fýrir mig í þessu lífi. Flest af því voru atriði sem hún hefði ekki haft nokkra möguleika á að vita um fyrirfram. Uppruni sögunnar um ísfólkið Margar sögur eru til um börn sem tala við foreldra sína um hluti sem þeir skilja hvorki upp né niður í. Börn geta lýst fjar- lægum stöðum mjög nákvæmlega og stundum staðhæfa þau jafhvel að þau heiti eitthvað allt annað en þau raunverulega heita. í mörgum tilfellum er það raunar svo að þetta ákveðna nafh er til eða hefur verið til og þegar grafist er fyrir um hvar þessi tiltekna persóna hefur átt heima passar lýsing barnsins á staðháttum full- komlega. Hæfileikar eins og þessir til að upplifa fyrri tilverustig hverfa hins vegar oftast þegar barnið er nokkurra ára gamalt. í einni af fýrri greinum mínum hér í Vik- unni sagði ég frá reynslu minni þegar sænski læknirinn leiddi mig yfir í þann heim sem ég hef kosið að kalla gráa heim- inn. Þar er meðal annars að finna mörg dularfull fýrirbæri úr þjóðtrúnni. Þetta var sameiginleg tilraun okkar beggja því til- gangur hennar var að reyna að komast að því hvaðan sögurnar um ísfólkið væru upprunnar. Ég hafði sérstaklega mikinn áhuga á að vita það því að alltaf þegar ég skrifa fell ég í eins konar dá. Þegar það ger- ist skrifa ég oft svo hratt að það er eins og penninn stjórni ferðinni sjálfur og ég á oft í miklum erfiðleikum með að fylgja hon- um eftir því allt gerist svo hratt. Læknirinn hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður þann- ig að aðferðirnar voru nokkuð einkenni- legar. Þetta tók heilan dag og ég hef ekki mikinn áhuga á að endurtaka það. Ég skalf og nötraði í heila viku á eftir. Hvað það var sem gerðist ætla ég ekki að segja frá hér, bæði vegna þess hversu erfið reynsla þetta var og líka vegna þess að ég þarf að nota það í síðustu söguna mína um ísfólkið. En ég fékk að vita hvaðan sögurnar eru komn- ar, svo mikið er víst. 3. TBL. 1990 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.