Vikan


Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 5

Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 5
HUGGY FYRIRSÆTUKEPPNIN URSLITIAPRIL ÁkVÍ A kveðið hefur ver- ið að Hugrún Ragnarsdóttir, Huggy, komi hingað til lands í fyrstu viku aprílmánaðar til að velja Ijósmyndafyrirsætu (jafnvel fleiri en eina) úr hópi þeirra fjöldamörgu stúlkna sem sent hafa inn myndirtil SAM-út- gáfunnar að undanförnu. Huggy rekur sem kunnugt er umboðsskrifstofuna Premier í London ásamt eiginmanni sínum og fara Ijósmyndafyrirsaetur á þeirra vegum til starfa út um allan heim. Má þar m.a. nefna borgir eins og Mílanó, Los Angeles, París, London og New York. Á þessum stöðum bíða við- skiptavinir Premier spenntir eftir að fá að líta á myndir af nýjum, íslenskum Ijósmyndafyr- irsætum að sögn Hugrúnar, sem hefur m.a. útvegað þeim Berthu Waagfjörð og Sigrúnu Eyfjörð fyrirsætustörf víða. Sjálf starfaði Hugrún um nokkuð skeið sem Ijósmyndafyrirsæta í Bandaríkjunum. Núna hefur hún skipt um hlutverk og starfar við að finna Ijósmyndafyrirsætur og ýmist Ijósmyndar þær sjálf eða kemur þeim á framfæri við aðra. Síðustu jólum eyddi Huggy í Kaliforníu. í verslun einni sem hún kom þá í veitti hún at- hygli stúlku, sem henni fannst eiga mögu- leika á að gera það gott sem Ijósmyndafyrir- sæta. Hún spurði stúlkuna umbúðalaust hvort hún hefði áhuga á að spreyta sig á slíku. Stúlkan hafði aldrei kynnst fyrirsætu- störfum en var til i að reyna. Huggy kom henni á framfæri við umborðsskrifstofu á staðnum og stúlkan fékk þegar í stað sitt fyrsta verkefni - hjá bandarfsku útgáfu tískublaðsins Vogue. Þess má geta að Huggy mun koma hing- að til lands síðar í þessum mánuði til að taka þátt í vali Ijósmyndafyrirsætu Samúels, sem valin verður um leið og fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar og sólarstúlka Urvals/Utsýn á krýningarhátíð sem haldin verður á Hótel fslandi 25. febrúar. ÞÚ G/ÍTIR ORÐIÐ MEÐAL HINNA HEPPNU Kóngur og drotfning - EINA HELGI í BOÐIVIKUNNAR, FLUGLEIÐA OG HÓTEL ÍSLANDS Þætti þér ekki freistandi aö þiggja gistingu fyrir tvo á notalegu hóteli í höfuð- borginni eina helgi, hafa glænýjan bílaleigubíl til afnota og njóta síðan veislukrása og skemmtunar á Hótel íslandi um kvöldið? Og ekki nóg með það, flugfarseðlar til og frá höfuð- borginni eru að sjálfsögðu innifaldir. Svo gæti farið að einmitt þú, les- andi góður, yrðir svo heppinn að fá slíkt boð. Vikan, Flugleiðir og Hótel ísland munu þrívegis standa að slíku í sameiningu. Leikurinn fer þannig fram að I þrem tölublöðum Vikunnar birtast nafnalistar, en nöfnin eru valin af handahófi úr þjóðskránni. Sé nafnið þitt á listanum þarftu ekki að gera annað en að hringja til Vikunnar í síma ritstjórnarinnar og gera vart við þig viljir þú vera með í pottinum þegar nafn vinningshafans verður dregið út. Býrðu á Austfjörðum, Norðurlandi eða Vestfjörðum? Ef svo er skaltu fylgjast með næstu tölublöðum Vik- unnar, nafnið þitt gæti verið á ein- hverjum þeirra þriggja nafnalista sem birtast. Eins og fyrr segir fá hinir þrír heppnu hver um sig tvo flugfarseðla í boði er gisting á annað hvort Hótel Loft- leiðum eða Hótel Esju. til og frá Reykjavík, gistingu á Hótel Esju, bílaleigubíl af Toyota-gerð hjá Bílaleigu Flugleiða og loks kvöldverð Hinum heppna er bpðið að sjá glæsilega rokkóperu á Hótel íslandi og borða þar veislumat. Glæný Toyota frá Bílaleigu Flugleiða verður vinningshafanum til ókeypis af- nota þessa helgi. á Hótel íslandi á laugardagskvöldinu þar sem glæsileg rokkópera er nú sýnd við miklar vinsældir. ER NAFhlÐ ÞITT Á LI5TANUM? 3.TBL. 1990 VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.