Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 5
HUGGY FYRIRSÆTUKEPPNIN
URSLITIAPRIL
ÁkVÍ
A
kveðið hefur ver-
ið að Hugrún
Ragnarsdóttir,
Huggy, komi
hingað til lands í fyrstu
viku aprílmánaðar til að
velja Ijósmyndafyrirsætu
(jafnvel fleiri en eina) úr
hópi þeirra fjöldamörgu
stúlkna sem sent hafa inn myndirtil SAM-út-
gáfunnar að undanförnu. Huggy rekur sem
kunnugt er umboðsskrifstofuna Premier í
London ásamt eiginmanni sínum og fara
Ijósmyndafyrirsaetur á þeirra vegum til starfa
út um allan heim. Má þar m.a. nefna borgir
eins og Mílanó, Los Angeles, París, London
og New York. Á þessum stöðum bíða við-
skiptavinir Premier spenntir eftir að fá að líta
á myndir af nýjum, íslenskum Ijósmyndafyr-
irsætum að sögn Hugrúnar, sem hefur m.a.
útvegað þeim Berthu Waagfjörð og Sigrúnu
Eyfjörð fyrirsætustörf víða.
Sjálf starfaði Hugrún um nokkuð skeið
sem Ijósmyndafyrirsæta í Bandaríkjunum.
Núna hefur hún skipt um hlutverk og starfar
við að finna Ijósmyndafyrirsætur og ýmist
Ijósmyndar þær sjálf eða kemur þeim á
framfæri við aðra.
Síðustu jólum eyddi Huggy í Kaliforníu. í
verslun einni sem hún kom þá í veitti hún at-
hygli stúlku, sem henni fannst eiga mögu-
leika á að gera það gott sem Ijósmyndafyrir-
sæta. Hún spurði stúlkuna umbúðalaust
hvort hún hefði áhuga á að spreyta sig á
slíku. Stúlkan hafði aldrei kynnst fyrirsætu-
störfum en var til i að reyna. Huggy kom
henni á framfæri við umborðsskrifstofu á
staðnum og stúlkan fékk þegar í stað sitt
fyrsta verkefni - hjá bandarfsku útgáfu
tískublaðsins Vogue.
Þess má geta að Huggy mun koma hing-
að til lands síðar í þessum mánuði til að taka
þátt í vali Ijósmyndafyrirsætu Samúels, sem
valin verður um leið og fulltrúi ungu kyn-
slóðarinnar og sólarstúlka Urvals/Utsýn á
krýningarhátíð sem haldin verður á Hótel
fslandi 25. febrúar.
ÞÚ G/ÍTIR ORÐIÐ MEÐAL HINNA HEPPNU
Kóngur og drotfning
- EINA HELGI í BOÐIVIKUNNAR, FLUGLEIÐA OG HÓTEL ÍSLANDS
Þætti þér ekki freistandi aö
þiggja gistingu fyrir tvo á
notalegu hóteli í höfuð-
borginni eina helgi, hafa glænýjan
bílaleigubíl til afnota og njóta síðan
veislukrása og skemmtunar á Hótel
íslandi um kvöldið? Og ekki nóg með
það, flugfarseðlar til og frá höfuð-
borginni eru að sjálfsögðu innifaldir.
Svo gæti farið að einmitt þú, les-
andi góður, yrðir svo heppinn að fá
slíkt boð. Vikan, Flugleiðir og Hótel
ísland munu þrívegis standa að
slíku í sameiningu.
Leikurinn fer þannig fram að I
þrem tölublöðum Vikunnar birtast
nafnalistar, en nöfnin eru valin af
handahófi úr þjóðskránni. Sé nafnið
þitt á listanum þarftu ekki að gera
annað en að hringja til Vikunnar í
síma ritstjórnarinnar og gera vart
við þig viljir þú vera með í pottinum
þegar nafn vinningshafans verður
dregið út.
Býrðu á Austfjörðum, Norðurlandi
eða Vestfjörðum? Ef svo er skaltu
fylgjast með næstu tölublöðum Vik-
unnar, nafnið þitt gæti verið á ein-
hverjum þeirra þriggja nafnalista
sem birtast.
Eins og fyrr segir fá hinir þrír
heppnu hver um sig tvo flugfarseðla
í boði er gisting á annað hvort Hótel Loft-
leiðum eða Hótel Esju.
til og frá Reykjavík, gistingu á Hótel
Esju, bílaleigubíl af Toyota-gerð hjá
Bílaleigu Flugleiða og loks kvöldverð
Hinum heppna er bpðið að sjá glæsilega
rokkóperu á Hótel íslandi og borða þar
veislumat.
Glæný Toyota frá Bílaleigu Flugleiða
verður vinningshafanum til ókeypis af-
nota þessa helgi.
á Hótel íslandi á laugardagskvöldinu
þar sem glæsileg rokkópera er nú
sýnd við miklar vinsældir.
ER NAFhlÐ ÞITT Á LI5TANUM?
3.TBL. 1990 VIKAN 5