Vikan


Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 34

Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 34
5MA5AGA EFTIR W.W. JACOBS Eru til hlutir sem hafa töframátt? Ekkert hinna þriggja sögupersóna i þessari hrollvekjandi sögu trúði því — Samt gerðu þau tilraun Ioftið var kalt og rakt þessa nótt en í litla húsinu í Lakesham voru glugga- J tjöldin dregin fyrir og eldur brann í arninum. Feðgarnir sátu og tefldu en móð- irin drap tímann með því að hekla og sat í stól við arininn. — En það veður, sagði herra White, aðallega til að breiða yfir að hann hafði leikið af sér og vildi beina athygli sonarins frá því. — Já, það má nú segja, sagði sonurinn án þess að taka augun af taflborðinu. Hann rétti fram höndina. - Skák! — Það er varla sennilegt að hann komi í kvöld, sagði faðirinn og fálmaði með hend- inni yflr borðið. Svo lék hann. - Mát, sagði sonurinn. — Það er andstyggilegt að búa svona afckekkt, sagði faðirinn allt í einu og rödd- in var reiðileg. — Hugsið ykkur bara veginn hingað. Þeim finnst víst að ekki þurfi að halda honum við þar sem svo fátt fólk býr hér og aðeins þessi tvö hús. — Svona, svona, taktu þessu rólega, elskan, sagði konan hans glaðlega. — Þú vinnur kannski næst. Herra White leit niður en náði því samt að sjá mæðginin gjóa kímnislega augunum hvort til annars. Orðin dóu á vörum hans og hann hló niður í skeggið eins og til að afcaka óþolinmæði sína. Nokkru síðar var barið að dyrum. — Þetta er hann! hrópaði Herbert White. Hann stóð upp og gekk fram til að opna. Þau sem inni voru heyrðu að hann byrjaði strax að kvarta yfir veðrinu og að- komumaður tók í sama streng. Frú White sagði: — Nei, vitið þið hvað, þetta ætti að vera nóg! Maðurinn hennar kom aítur inn í stof- una og í fylgd með honum var feitlaginn maður. Augu hans voru eins og svartar perlur í veðurbörðu andlitinu. — Þetta er Morris fánaberi, sagði herra White. Fánaberinn heilsaði móður og syni og settist svo á stólinn sem settur var fram handa honum við arininn. Hann var ánægður á svipinn þegar hann sá húsbónd- ann taka fram viskíflösku og nokkur glös og setja lítinn koparpott með vatni yfir eldinn. Þegar hann hafði drukkið þriðja glasið fór að birta yfir honum og hann tók til máls. Litla fjölskyldan hlustaði ákaft á hann segja frá ferðum sínum og ævintýrum. Fánaberinn hallaði breiðum öxlunum upp að stólbakinu og sagði frá einkennilegum siðvenjum, hreystiverkum, stríði, drep- sóttum og óvenjulegu fólki. - Hann hefúr verið í þjónustunni í tutt- ugu og eitt ár, sagði herra White við konu sína og son. — Þegar hann lagði af stað út í heiminn var hann aðeins vikadrengur sem tók þá vinnu sem bauðst. Og sjáið hann núna. Ég hefði líka viljað skoða öll þessi hof, fakírana og allt þetta fúrðufólk, sagði gamli maðurinn. — Já, eftir á að hyggja, hvað varstu að segja um apaloppu þegar ég hitti þig um daginn? Frh. á bls. 36 34 VIKAN 3. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.