Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 11
UF5REYM5LA
rslur daglegt brauð
konum. Þetta fólk sat inni ýmist íyrir
stjórnmála- eða trúarskoðanir sínar eða
fyrir venjulega glæpi, svo sem þjófhað, rán
og morð. „Að vera skyndilega sett í fang-
elsi er auðvitað hræðileg lífsreynsla," sagði
Rudi. „Öllum í fangelsinu var stjórnað
með harðri hendi en við vorum saman
nokkrir bahá’íar og við reyndum að stappa
stálinu hvert í annað.“ í fangelsinu átti
Rudi þátt í að skipuleggja lærdóms- og
bænastundir bæði kvölds og morgna þar
sem einhver fanganna, sem meiri mennt-
un hafði en hinir, miðlaði af þekkingu
sinni.
„Við vissum aldrei hvenær við yrðum
send í yflrheyrslu en á hverjum degi var
þó eitthvert okkar tekið til yfirheyrslu eða
pyntinga." Pyntingarnar voru fyrst og
fremst barsmíðar með grönnum prikum
eða svipum. „Þeir bundu okkur niður og
börðu um allan líkamann en sérstaklega á
bakið og neðan í iljarnar og stundum
neyddu þeir okkur til að ganga um gólf á
alblóðugum fótunum." í fangelsinu var
enga læknishjálp að fá en Rudi sagði að
fangarnir hefðu sjálfir haft vasilín-smyrsl
sem blandað var í volgt vatn og það hefði
verið notað sem sárasmyrsl. Og ástæðan
fyrir öllum þessum hörmungum var þessi:
„Þeir voru bara að reyna að fá okkur til að
afheita trú okkar og ekkert annað.“
Svívirtu okkur á alla lund
Þegar talið berst að aðbúnaðinum í
fangelsinu segir Rudi að hann hafi auðvit-
að ekki verið góður en að fangarnir hafi í
það minnsta alltaf fengið nóg að borða.
„Hins vegar móðguðu verðirnir okkpr og
svívirtu á alla lund. Flest okkar bahá’íanna
voru betur menntuð en þeir og það fór
Hér á landi var á
dögunum stödd 27
ára gömul írönsk
kona, Ruhiyyih Jo-
hanpour að nafni, I
boði bahaá’í. Hún er
ein þeirra fjölmörgu
írana, sem neyðst
hafa til að flýja land
til þess að bjarga lífi
sínu. Hér segir hún
sögu sína.
mikið í taugarnar á þeim.“ Ekki voru fang-
arnir í algerri einangrun í fangelsinu og
heimsóknir náskyldra ættingja voru leyfð-
ar en aðeins aðra hverja viku og þá í tíu
mínútur í senn. Þegar Rudi er spurð hvort
ekki hafi verið hættulegt fyrir ættingjana
að koma í heimsókn og hvort ekki hefði
komið fyrir að þeir hefðu þá verið hand-
teknir svarar hún að bragði: „Auðvitað
lagði þetta fólk sig í mikla hættu við að
heimsækja okkur en hvort það var hand-
tekið þá eða einhvern tíma seinna skipti
ekki máli. Það var hvort sem var hægt að
grípa það hvenær sem var.“
Tíu konur teknar af lífi á einum degi
Báðir foreldrar Rudiar voru handteknir
um leið og hún þegar henni var varpað í
fangelsi í seinna skiptið. Þeim var hins veg-
ar sleppt fljótlega aftur en Rudi sat eftir
ásamt nokkrum hópi kvenna. Sú yngsta var
aðeins sextán ára gömul en sú elsta hátt á
sextugsaldri. Allar þessar konur voru ba-
há’ítrúar og allar áttu þær það sameigin-
legt að vilja ekki afneita trúnni. Af þeim
sökum áttu ellefu þeirra eftir að enda líf
sitt í gálganum, þar af tíu þann 18. júní
1983. Þegar þessi lífsreynsla berst í tal
þagnar Rudi, grípur fyrir andlitið á sér og
á greinilega í erfiðleikum með að segja ffá.
„Mér hafði verið sleppt úr fangelsi þegar
þetta gerðist og ég var vitni að aftökunum.
Yngsta fórnarlambið var Mona sem var
aðeins sextán ára gömul. Auk kvennanna
tíu voru tveir karlmenn teknir af lífi þenn-
an sama dag. Allt þetta fólk var bahá’ítrú-
ar.“ Rudi leggur mikla áherslu á að það
fólk sem þannig láti lífið fyrir trúna sé bara
venjulegt fólk. „Þetta er ekki neitt ofsa-
trúarfólk sem gefur líf sitt fyrir ekkert en
þegar það þarf að velja milli trúarinnar og
lífcins velur það trúna. Það er ósköp eðli-
legt, því hvers virði er lífið ef búið er að af-
neita því sem hjartað segir að sé rétt?“
3. TBL. 1990 VIKAN 11