Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 14
VIÐTALIÐ
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL:
„Forréttindi að fá
að vera til óskertur"
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN
Pótt ég befði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma
og œtti alla þekking,
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú,
að fœra mœttifjöll úr stað,
en hefði ekki kœrleika,
vceri ég ekki neitt.
1. Korintubréf 13-2.
Hún hefur margþætta dulræna
hæfileika sem eru á því stigi að
hún getur ekki bægt þeim ffá
sér þó hún hafi reynt það. Hún
er skyggn en hefur aðallega verið kölluð
sannana- og skyggnilýsingamiðill auk þess
að vera þjálfaður transmiðill. Hún segist
þó fyrst og fremst vera komin í Vikuviðtal
sem áhugamanneskja um betra mannlíf.
Hún getur ekki talað mikið um sín verk
því þau varða einkalíf annarra og þar ríkir
trúnaður en nefnir að hún hafi áhuga á
manngerðinni en ekki á umbúðunum.
Hún er hávaxin, með stór, sérkennileg
augu og þykkt og mikið hár. Hún á líka
auðvelt með að koma orðum að því sem
hún vill sagt hafa. Hún heitir Jóna Rúna
Kvaran og tekur á móti okkur að heimili
sínu í austurbænum í Reykjavík.
„Ég hef þurft að þroska persónuleika
minn mikið því fólk eins og ég er
viðkvæmt. Ég þurfti að herða mig upp til
að geta lifað svona næm,“ segir hún í kapp
við fjöldann allan af suðrænum fúglum
sem eiga eftir að láta vel til sín heyra fyrsta
klukkutímann sem viðtalið stendur.
„Ég er alin upp í fjölskyldu sem er næm
og á móður sem er mjög dulræn og margt
af mínu fólki er meira og minna dulrænt.
Ég varð ekki fyrir áreitni í fjölskyldunni
eins og oft er um börn sem eru þessum
gáfúm gædd. Svona barn upplifir heiminn
öðruvísi en fólk á að venjast; það finnur,
skynjar og jafhvel sér. Slíkt getur virkað
svolítið skelfilega á annað heimilisfólk en
mitt fólk hafði fullan skilning á þessum
málum.
Við móðir mín sáum til dæmis stundum
sömu hlutina sem er ffekar óvenjulegt.
Sálrænt fólk þarf ekki endilega að hafa
sömu skynjun á því sem í kringum okkur
er.“
Hverjir voru mestu áhrifavaldar
þínir? ■
„Ég er alin upp í mjög trúuðu andrúms-
lofti og það sem ég er að gera núna er bein
afleiðing af þeim áhrifúm sem móðir mín
hafði á mig. Hún mótaði mína þróun með
bæninni og jákvæðri hugsun og að gera
aldrei neinum neitt illt. Sá grunnur sem
hún lagði varð síðan enn skýrari þegar ég
stóð frammi fýrir vali síðar á lífsleiðinni.
Ég tel það ómetanlegt veganesti að finnast
ekki sjálfsagt að sjá og heyra og hafa skýra
hugsun. Það eru forréttindi að fá að vera
til óskertur. Þess vegna held ég að það sé
nauðsynlegt að eiga á hverjum degi litla
hljóða stund með sínum innri manni og
líta á þessi mál.
Ég var orðin unglingur er ég gerði mér
ljóst að mínir hæfileikar voru firábrugðnir
annarra. Ég hef verið að fága þessa hæfi-
leika, sem eru þarna, síðan þá því þeir eru
lítils virði ef hugsun manns og breytni ger-
ir ekki að verkum að þeir verði til góðs
fýrir aðra.“
Jóna Rúna náði í endann á blómabarna-
byltingunni. Hún var sextán ára sumarið
góða ’68. „Hipparnir áttu sér ákaflega
fallegar hugsjónir og trúðu því að við
þyrftum að breyta viðhorfum okkar á já-
kvæðan og friðsamlegan hátt; alls staðar
var fólk syngjandi um frið á jörð. En þau
fóru rangt að: völdu leið þess aðila sem
veikir sjálfan sig með deyfilyfjum. Þau
hefðu getað haft mikil áhrif hefðu þau ekki
notað eiturlyf og áfengi en haldið fram
hugsjónum sínum og trú á það sem leggja
bæri rækt við. Um leið og maður veikir sig
frá lífinu er maður að koma sér undan
ábyrgð og velta henni yfir á einhvern
annan.
Sá sem hefur trú á því góða má vel eiga
von á því að grjót verði sett í götu hans.
Honum standa ekki allar dyr opnar. Það
þarf því mikið hugrekki til að eiga hugsjón
og trú á betra mannlíf og þora að fylgja
því eftir án tillits til þess hvaða skoðun
aðrir hafa á því.
Ef maður skoðar líf stórmenna sögunnar
hafa þau þurft að mæta þvílíku mótlæti,
erfiðleikum og öfúgstreymi í alls kyns
myndum — auk fyrirstöðu í meðbræðrum
sínum — að það er ekki fyrr en löngu eftir
að þessir menn eru farnir af jörðinni að
þeir eru metnir einhvers. Bæði Albert
Schweitzer og móðir Teresa neituðu að
lifa því lífi sem hæfileikar þeirra og greind
buðu upp á. Þau kusu bæði að gefa líf sitt
því fólki sem ekki eygir sér viðreisnar von
án stuðnings. En heimurinn tók ekki eftir
móður Teresu fyrr en hún var orðin full-
orðin og heilsuveil og upphaflega stóðu
henni alls ekki allar dyr opnar.“
Jóna Rúna er í bogmannsmerkinu
en sagt er að dæmigerður bogmaður
sé kærulaus, mælskur og bjartsýnn.
Kannast Jóna Rúna við þessa lýsingu?
„Ég fann fyrir ótta við ábyrgð á mínum
yngri árum en ég plokkaði hann af mér.
Mér er þó meinilla við orðið kæruleysi en
það kann að vera af því að maður hafi til-
hneiginguna til þess. í mínu tilfeili held ég
líka að þar sé óöryggi um að kenna, að
maður treysti sér ekki til að ráða við
málið. En svo er ég óhóflega bjartsýn og
vil gjarnan reyna að takast á við hluti sem
aðrir hafa gefist upp á. Rökhugsun mína
hef ég orðið að þjálfa upp með öllum til-
tækum ráðum því ég tek fyrst inn í gegn-
um innsæið, svo fer ég að skoða.
Það þarf að skoða kosti sína og galla og
rækta manneskjuna því ef um er að ræða
dulræna hluti og áhrif þeirra þá skiptir
miklu máli að verkfærið sé vel hæft til að
taka á móti skynjuninni. Ef dómgreindar-
leysi eða röng lífsstefna háir sálrænni
manneskju geta gáfur viðkomandi aldrei
orðið nein blessun, hvorki fyrir hana sjálfa
né þá sem verða á vegi hennar."
Jafnvægislögmálið
„Það er ekki nóg að hafa hæfileika ef
hugurinn, sem beitir hæfileikunum, er
ekki í takt við þau andlegu lögmál sem við
búum við og þar á ég við lögmál Guðs.
Andlegu lögmálin koma meðal annars
fram í því að manneskja, sem vill hrifsa til
sín hluti sem henni eru ekki ætlaðir, getur
átt von á því að jafnvægislögmálið grípi í
taumana síðar. Lögmál góðs og ills eru
tengd mannssálinni og þessum andlegu
þáttum sem eru virkir í lífinu í kringum
okkur en því vill maðurinn líta framhjá.
Sá sem ekki byggir
á réttum grunni
getur ekki tekið
þeirri andlegu
veðurhæð sem lífið
hefur upp á að
bjóða.
14 VIKAN 3. TBL. 1990