Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 24

Vikan - 29.11.1990, Page 24
TEXTI, TEIKNINGAR OG LJÓÐAPÝDING: ÞORSTEINN EGGERTSSON STJÖRNUMERKIN ÍKORNINN (Átt: Norður (N), ár: 1900, 1912, 1924, 1936, 1948, 1960, 1972, 1984, 1996) Ég er safnarinn sjálfskapaði. Ég er hlekkur en virka sem heild. Ég stefni upp í víðsýnar hæðir og næ markmiðum mínum með vissu. Lífið er mér skemmtiferð. Hver leit verður að enda á nýrri spurningu. Ég er framför, könnun og innsæi. Ég er vagga framkvæmdanna. Ég er íkorninn. NAUTIÐ (Átt: Norðnorðaustur (NNA), ár: 1901, 1913, 1925, 1937, 1949, 1961, 1973, 1985, 1997) Ég bý yfir aflinu stöðuga sem viðheldur hringrás lífsins. Ég stend óhagganlegt á móti tilraunum andstæðingsins, einbeitt og flekklaust. Ég leitast við að þjóna ráðvendninni og bera byrðar réttlætisins. Ég hlýði lögmálum náttúrunnar - þoka örlagahjólinu með þolinmæði. Þannig vef ég örlög mín. Ég er nautið. TÍGRISDÝRIÐ (Átt: Austnorðaustur (ANA), ár: 1902, 1914, 1926, 1938, 1950, 1962, 1974, 1986, 1998) Ég er þversögnin yndislega. Allur heimurinn er leiksvið mitt. Ég uppljóma nýjar slóðir; leita þess ófáanlega og reyni það óreynda. Ég dansa eftir tónlist lífsins í glaðværu hömluleysi. Komdu með mér í hringekjuakstur. Sjáðu margbrotna litadýrðina, flöktandi Ijósin. Allir hylla mig, óviðjafnanlegan leikarann. Ég er tígrisdýrið. KÖTTURINN (Átt: Austur (A), ár: 1903, 1915, 1927, 1939, 1951, 1963, 1975, 1987, 1999) Ég lifi í takt við púls alheimsins. í hljóðri einsemd minni heyri ég hljómkviður sálarinnar. Ég er hafinn yfir hversdagslegt andóf og hnignun. Ég yfirbuga með aðlögunarhæfni minni. Ég lita orð mín með viðkvæmum, fölum litbrigðum. Ég er dæmigerður fyrir samræmi og innri frið. Ég er kötturinn. DREKINN (Átt: Austsuðaustur (ASA), ár: 1904, 1916, 1928, 1940, 1952, 1964, 1976, 1988, 2000) Ég er eldurinn óslökkvandi, miðpunktur allrar orku, hetjuleg hugdirfskan. Ég er sannleikur og Ijós. í sveiflu minni er máttur og dýrð. Návist mín tvístrar dimmum skýjum. Ég hef verið valinn til að temja örlögin. Ég er drekinn. SNÁKURINN (Átt: Suðsuðaustur (SSA), ár: 1905, 1917, 1929, 1941, 1953, 1965, 1977, 1989) Ég bý yfir vísdómi aldanna. Ég held lyklinum að leyndardómum lífsins. Ég dreifi sæði mínu í frjóa mold og fóstra það með tilgangi og festu. Sjón mín er hnitmiðuð. Augnaráð mitt er óhagganlegt. Ósveigjanlegur, staðfastur og djúpur nálgast ég á stöðugu, markvissu skriði trausta jörðina undir mér. Ég er snákurinn. 24 VIKAN 24. TBL.1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.