Vikan


Vikan - 29.11.1990, Síða 24

Vikan - 29.11.1990, Síða 24
TEXTI, TEIKNINGAR OG LJÓÐAPÝDING: ÞORSTEINN EGGERTSSON STJÖRNUMERKIN ÍKORNINN (Átt: Norður (N), ár: 1900, 1912, 1924, 1936, 1948, 1960, 1972, 1984, 1996) Ég er safnarinn sjálfskapaði. Ég er hlekkur en virka sem heild. Ég stefni upp í víðsýnar hæðir og næ markmiðum mínum með vissu. Lífið er mér skemmtiferð. Hver leit verður að enda á nýrri spurningu. Ég er framför, könnun og innsæi. Ég er vagga framkvæmdanna. Ég er íkorninn. NAUTIÐ (Átt: Norðnorðaustur (NNA), ár: 1901, 1913, 1925, 1937, 1949, 1961, 1973, 1985, 1997) Ég bý yfir aflinu stöðuga sem viðheldur hringrás lífsins. Ég stend óhagganlegt á móti tilraunum andstæðingsins, einbeitt og flekklaust. Ég leitast við að þjóna ráðvendninni og bera byrðar réttlætisins. Ég hlýði lögmálum náttúrunnar - þoka örlagahjólinu með þolinmæði. Þannig vef ég örlög mín. Ég er nautið. TÍGRISDÝRIÐ (Átt: Austnorðaustur (ANA), ár: 1902, 1914, 1926, 1938, 1950, 1962, 1974, 1986, 1998) Ég er þversögnin yndislega. Allur heimurinn er leiksvið mitt. Ég uppljóma nýjar slóðir; leita þess ófáanlega og reyni það óreynda. Ég dansa eftir tónlist lífsins í glaðværu hömluleysi. Komdu með mér í hringekjuakstur. Sjáðu margbrotna litadýrðina, flöktandi Ijósin. Allir hylla mig, óviðjafnanlegan leikarann. Ég er tígrisdýrið. KÖTTURINN (Átt: Austur (A), ár: 1903, 1915, 1927, 1939, 1951, 1963, 1975, 1987, 1999) Ég lifi í takt við púls alheimsins. í hljóðri einsemd minni heyri ég hljómkviður sálarinnar. Ég er hafinn yfir hversdagslegt andóf og hnignun. Ég yfirbuga með aðlögunarhæfni minni. Ég lita orð mín með viðkvæmum, fölum litbrigðum. Ég er dæmigerður fyrir samræmi og innri frið. Ég er kötturinn. DREKINN (Átt: Austsuðaustur (ASA), ár: 1904, 1916, 1928, 1940, 1952, 1964, 1976, 1988, 2000) Ég er eldurinn óslökkvandi, miðpunktur allrar orku, hetjuleg hugdirfskan. Ég er sannleikur og Ijós. í sveiflu minni er máttur og dýrð. Návist mín tvístrar dimmum skýjum. Ég hef verið valinn til að temja örlögin. Ég er drekinn. SNÁKURINN (Átt: Suðsuðaustur (SSA), ár: 1905, 1917, 1929, 1941, 1953, 1965, 1977, 1989) Ég bý yfir vísdómi aldanna. Ég held lyklinum að leyndardómum lífsins. Ég dreifi sæði mínu í frjóa mold og fóstra það með tilgangi og festu. Sjón mín er hnitmiðuð. Augnaráð mitt er óhagganlegt. Ósveigjanlegur, staðfastur og djúpur nálgast ég á stöðugu, markvissu skriði trausta jörðina undir mér. Ég er snákurinn. 24 VIKAN 24. TBL.1990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.