Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 35

Vikan - 29.11.1990, Page 35
TVÖFALDA BEAT-IÐ Stefán Hilmarsson syngur með nýrri soul- og fönkhljómsveit Adögunum var í Reykja- vík stofnuð ný hljóm- sveit, hljómsveit sem rriun hafa það að eindreginni stefnu sinni að hefja á loft merki taktfastrar soul- og fönk- tónlistar á íslandi. Sveitin hef- ur hlotið nafnið Tvöfalda beat-ið og er skipuð þeim Stefáni Hilmarssyni, sem sér um söng og upphrópanir, Jóni Ólafssyni, sem leikur á Hammondorgel, Eiði Arnars- syni, sem plokkar bassann, Stefáni Hjörleifssyni, sem handleikur gítarinn, og Ólafi Hólm, sem situr við trommu- Þeir félagar munu að mestu leyti snúa sér til föðurhúsa, í orðsins fyllstu merkingu, hvað varðar lagaval á efnisskrá. í því sambandi hafa einkum nöfn eins og James Brown, Wilson Picket og Steve Win- wood verið nefnd til sögunnar, ásamt mörgum fleiri sem þóttu skara fram úr á því tímabili þegar soul-tónlistin stóð í blóma - tímabili þegar enginn var maður með mönnum nema geta farið kórrétt með vers og viðlög laga eins og Out of Sight, Papa’s Got a Brand New Bag, I Got You, In the Midnight Hour, Funky Broadway, Show Me, Must- ang Sally, A Man and a Half, Respect, Heatwave og ótal margra annarra. Reyndar eru nú margir þessara flytjenda ennþá í fullu fjöri og senda reglulega frá sér efni og mun Tvöfalda beat-ið að sjálfsögðu gera hinu nýja efni skil eftirföngum. Einnig er það ætlun þeirra félaga að gefa nýrri flytjendum á þessari línu gaum að svo miklu leyti sem efni standa til. Eins og áður sagði eru margir frumherjanna enn á fullri ferð. Þó situr einn þeirra (og líklega sá sem hvað dýpst spor hefur markað í sögu þessarar tónlistarstefnu) um þessar mundir í fangelsi. Þaö er foringinn sjálfur, James Brown. Þetta þykir meðlimum Tvöfalda beat-sins súrt í broti og afskaplega óviðunandi. Tvöfalda beat-ið mun því hafa það að langtímamarkmiði sínu að beita sér fyrir því að James verði sleppt úr haldi þannig að hann geti snúið sér að tónlist- arsköpun og tónleikahaldi á nýjan leik sem allra fyrst. Með frelsisbyr í brjósti og fönk-kippi í fingrum hélt Tvö- falda beat-ið sína fyrstu tón- leika í Púlsinum við Vitastíg. ( desember leikur síðan hljóm- sveitin meðal annars á Gauki á Stöng, Tveimur vinum og Hótel íslandi. POUR HOMMES! JOOP!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.