Vikan


Vikan - 29.11.1990, Síða 35

Vikan - 29.11.1990, Síða 35
TVÖFALDA BEAT-IÐ Stefán Hilmarsson syngur með nýrri soul- og fönkhljómsveit Adögunum var í Reykja- vík stofnuð ný hljóm- sveit, hljómsveit sem rriun hafa það að eindreginni stefnu sinni að hefja á loft merki taktfastrar soul- og fönk- tónlistar á íslandi. Sveitin hef- ur hlotið nafnið Tvöfalda beat-ið og er skipuð þeim Stefáni Hilmarssyni, sem sér um söng og upphrópanir, Jóni Ólafssyni, sem leikur á Hammondorgel, Eiði Arnars- syni, sem plokkar bassann, Stefáni Hjörleifssyni, sem handleikur gítarinn, og Ólafi Hólm, sem situr við trommu- Þeir félagar munu að mestu leyti snúa sér til föðurhúsa, í orðsins fyllstu merkingu, hvað varðar lagaval á efnisskrá. í því sambandi hafa einkum nöfn eins og James Brown, Wilson Picket og Steve Win- wood verið nefnd til sögunnar, ásamt mörgum fleiri sem þóttu skara fram úr á því tímabili þegar soul-tónlistin stóð í blóma - tímabili þegar enginn var maður með mönnum nema geta farið kórrétt með vers og viðlög laga eins og Out of Sight, Papa’s Got a Brand New Bag, I Got You, In the Midnight Hour, Funky Broadway, Show Me, Must- ang Sally, A Man and a Half, Respect, Heatwave og ótal margra annarra. Reyndar eru nú margir þessara flytjenda ennþá í fullu fjöri og senda reglulega frá sér efni og mun Tvöfalda beat-ið að sjálfsögðu gera hinu nýja efni skil eftirföngum. Einnig er það ætlun þeirra félaga að gefa nýrri flytjendum á þessari línu gaum að svo miklu leyti sem efni standa til. Eins og áður sagði eru margir frumherjanna enn á fullri ferð. Þó situr einn þeirra (og líklega sá sem hvað dýpst spor hefur markað í sögu þessarar tónlistarstefnu) um þessar mundir í fangelsi. Þaö er foringinn sjálfur, James Brown. Þetta þykir meðlimum Tvöfalda beat-sins súrt í broti og afskaplega óviðunandi. Tvöfalda beat-ið mun því hafa það að langtímamarkmiði sínu að beita sér fyrir því að James verði sleppt úr haldi þannig að hann geti snúið sér að tónlist- arsköpun og tónleikahaldi á nýjan leik sem allra fyrst. Með frelsisbyr í brjósti og fönk-kippi í fingrum hélt Tvö- falda beat-ið sína fyrstu tón- leika í Púlsinum við Vitastíg. ( desember leikur síðan hljóm- sveitin meðal annars á Gauki á Stöng, Tveimur vinum og Hótel íslandi. POUR HOMMES! JOOP!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.