Vikan


Vikan - 29.11.1990, Side 40

Vikan - 29.11.1990, Side 40
ÍSLENSK ROKKTÓNLIST VITLAUSIR MENN Á VITLAUSUM STAÐ Á RÉTTUM TÍMA Eftir langa mæðu er íslensk rokk- tónlist að verða að einhverju sem talandi er um. Ástæðan er sú að loksins er komið nógu mikið af nógu geggjuðum mönnum sem láta sér detta það í hug að eyða tíma, peningum og orku í þann yfirmáta ópraktíska hlut að spila rokktónlist. Niðurstöður vett- vangsrannsóknar birtast hér á eftir. HINN KANTURINN Á ROKKGEIRANUM íslensk rokktónlist hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarið og virðist ætla að halda áfram þá leiðina sem fær mann næstum til að garga af gleði. Þó hefur ein og ein hljómsveit verið á róli gegnum tíðina þannig að þetta hefur ekki verið alger eyðimörk fram að þessu. Bootlegs er vafalaust þekktasta rokkhljómsveitin f þyngri kantinum hér á landi enda búin að starfa í rúm fjögur ár, hef- ur sent frá sér plötu og er með aðra á leiðinni. Þeir í Bootlegs spila svokallað „Thrash Metal" eins og alþjóð ætti að vita og eru algjörir frurcjjsvöðlar á því sviði hérlendis. Ég er reyndar frekar hissa á að fleiri slíkar hljómsveitir skuli ekki vera búnar að koma sér á framfæri því þessi tónlistarteg- und á sér öflugan aðdáendahóp. Svo maður færi sig frá Boot- legs og í hinn kantinn á rokkgeir- anum þá er þar Exist sem búin er að starfa í allnokkurn tíma og hef- ur innanborðs menn sem eru búnir að vera í þessum bransa í sautján ár eins og segir í kvæð- inu. Frá músíkbænum Keflavík § kemur hljómsveitin Pandóra sem $ reyndar hefur, eins og Exist, kom- m ið afurðum sínum á framfæri Q bæði á plasti og myndbandi. n. Meira er svo væntanlegt frá þeim o í náinni framtíð. £ Af nýjustu hljómsveitunum má ^ nefna Sororicide sem er líklega « fyrsta „Death Metal“ hljómsveitin 3 á íslandi, Nabblastrengi sem unnu sfðustu músfktilraunir, Hydra sem lenti í öðru sæti f hljóm- sveitakeppni í Húnaveri í sumar, Edrú sem er skipuð ungum og efnilegum strákum úr Hafnarfirði en mætti gjarnan vera með meira frumsamið efni. Svo er það Bone- yard sem hefur komið hvað mest 40 VIKAN 24. TBL. 1990 Bootlegs er vafalaust þekktasta hljómsveitin í þyngri kantinum. á óvart af þessum nýju hljóm- sveitum og er kannski sprengjan sem íslenskt rokk þarf á að halda til að komast á verulegan skrið. Til að kynna mér þessa bombu nánar og fá innanbúðarálit á tón- listarl ífinu á íslandi fékk ég hljóm- sveitarmeðlimi í eilítið spjall eitt þónokkuð gott föstudagskvöld. Boneyard er í dag skipuð þeim Halli Ingolfssyni trommuleikara með meiru, Sigurði Gíslasyni sem sér alfarið um gítarleik, bassann plokkar eða lemur Guð- mundur Þ. Sigurðsson og hinn handóði könnuður Viihjálmur Friðriksson sér um söng og önn- ur búkhljóð. Þeir hafa allir spilað í hinum ýmsu hljómsveitum áður, bæði hér heima og erlendis, og eru því ekki alveg blautir bak við eyrun. BEINT FRÁ HJARTANU Stofnendur hljómsveitarinnar, Siggi og Gummi, komu sér sam- an um að upphafið hefði verið það að þeir tveir, ásamt Guð- mundi Bjarna gítarleikara (hann hefur nú hætt), hafi ákveðið að koma saman bandi. Þeir höfðu mikinn áhuga á að fá Hall til liðs við sig en hann var þá trommu- leikari í Ham. Þeir gerðu honum því tilboð sem Hallur segist hafa hugleitt, rétt svona lauslega, eða allt þar til Siggi gerði sér ferð

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.