Vikan


Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 40

Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 40
ÍSLENSK ROKKTÓNLIST VITLAUSIR MENN Á VITLAUSUM STAÐ Á RÉTTUM TÍMA Eftir langa mæðu er íslensk rokk- tónlist að verða að einhverju sem talandi er um. Ástæðan er sú að loksins er komið nógu mikið af nógu geggjuðum mönnum sem láta sér detta það í hug að eyða tíma, peningum og orku í þann yfirmáta ópraktíska hlut að spila rokktónlist. Niðurstöður vett- vangsrannsóknar birtast hér á eftir. HINN KANTURINN Á ROKKGEIRANUM íslensk rokktónlist hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarið og virðist ætla að halda áfram þá leiðina sem fær mann næstum til að garga af gleði. Þó hefur ein og ein hljómsveit verið á róli gegnum tíðina þannig að þetta hefur ekki verið alger eyðimörk fram að þessu. Bootlegs er vafalaust þekktasta rokkhljómsveitin f þyngri kantinum hér á landi enda búin að starfa í rúm fjögur ár, hef- ur sent frá sér plötu og er með aðra á leiðinni. Þeir í Bootlegs spila svokallað „Thrash Metal" eins og alþjóð ætti að vita og eru algjörir frurcjjsvöðlar á því sviði hérlendis. Ég er reyndar frekar hissa á að fleiri slíkar hljómsveitir skuli ekki vera búnar að koma sér á framfæri því þessi tónlistarteg- und á sér öflugan aðdáendahóp. Svo maður færi sig frá Boot- legs og í hinn kantinn á rokkgeir- anum þá er þar Exist sem búin er að starfa í allnokkurn tíma og hef- ur innanborðs menn sem eru búnir að vera í þessum bransa í sautján ár eins og segir í kvæð- inu. Frá músíkbænum Keflavík § kemur hljómsveitin Pandóra sem $ reyndar hefur, eins og Exist, kom- m ið afurðum sínum á framfæri Q bæði á plasti og myndbandi. n. Meira er svo væntanlegt frá þeim o í náinni framtíð. £ Af nýjustu hljómsveitunum má ^ nefna Sororicide sem er líklega « fyrsta „Death Metal“ hljómsveitin 3 á íslandi, Nabblastrengi sem unnu sfðustu músfktilraunir, Hydra sem lenti í öðru sæti f hljóm- sveitakeppni í Húnaveri í sumar, Edrú sem er skipuð ungum og efnilegum strákum úr Hafnarfirði en mætti gjarnan vera með meira frumsamið efni. Svo er það Bone- yard sem hefur komið hvað mest 40 VIKAN 24. TBL. 1990 Bootlegs er vafalaust þekktasta hljómsveitin í þyngri kantinum. á óvart af þessum nýju hljóm- sveitum og er kannski sprengjan sem íslenskt rokk þarf á að halda til að komast á verulegan skrið. Til að kynna mér þessa bombu nánar og fá innanbúðarálit á tón- listarl ífinu á íslandi fékk ég hljóm- sveitarmeðlimi í eilítið spjall eitt þónokkuð gott föstudagskvöld. Boneyard er í dag skipuð þeim Halli Ingolfssyni trommuleikara með meiru, Sigurði Gíslasyni sem sér alfarið um gítarleik, bassann plokkar eða lemur Guð- mundur Þ. Sigurðsson og hinn handóði könnuður Viihjálmur Friðriksson sér um söng og önn- ur búkhljóð. Þeir hafa allir spilað í hinum ýmsu hljómsveitum áður, bæði hér heima og erlendis, og eru því ekki alveg blautir bak við eyrun. BEINT FRÁ HJARTANU Stofnendur hljómsveitarinnar, Siggi og Gummi, komu sér sam- an um að upphafið hefði verið það að þeir tveir, ásamt Guð- mundi Bjarna gítarleikara (hann hefur nú hætt), hafi ákveðið að koma saman bandi. Þeir höfðu mikinn áhuga á að fá Hall til liðs við sig en hann var þá trommu- leikari í Ham. Þeir gerðu honum því tilboð sem Hallur segist hafa hugleitt, rétt svona lauslega, eða allt þar til Siggi gerði sér ferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.