Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 69

Vikan - 29.11.1990, Page 69
1. SÚKKULAÐIBOLLUR Uppskrift: 75 g mjúkt smjör, 90 g púðursykur, 2 tsk. vanillusykur, 2 msk. kakó, rommdropar, 3 dl haframjöl, súkkulaðikorn til skrauts. Hrærið saman smjör, sykur, vanillusykur og kakó og bragðbætið með rommdropunum. Hrærið síðan haframjölinu saman við. Látið blönduna standa á köldum stað í smátíma en hnoðið svo úr henni smákúlur sem velt er upp úr súkkulaðikominu. 2. MARSfPANBRAUÐ Uppskrift: 250 g möndlur, 250 g sykur, eggjahvítur, sérrí eða vatn, 10-12 kokkteilber, 50 g Ijóst suðusúkkulaði, 100 g hjúpsúkkulaði, valhnetukjarnar. Takið utan af möndlunum. Hakkið þær í kvörn, fyrst einar sér og síðan aftur og þá með sykrinum. Hnoðið þessu saman með svolitlu af hálfþeyttri eggjahvítu (2 tsk.) og smávegis sérríi eða vatni þar til deigið er orðið mjúkt. Hnoðið nú saman við gróft hökkuð kokkteilber og saxað súkkulaði og búið til rúllu úr deiginu. Bræðið hjúpsúkkulaðið og smyrjið því á rúli- una. Skreytið með valhnetukjörnunum. 3. SÚKKULAÐIKARAMELLUR Uppskrift: 3 dl rjómi, 725 g púðursykur, 2 dl dökkt síróp, 2 msk. kakó, 1 tsk edik (7%). Blandið saman í potti rjóma, sykri, sírópi og kakói og látið suðuna koma upp. Setjið edikið út í og látið karamellublönduna malla i um það bil eina klukkustund án þess að hafa lok á pott- inum. Kannið hvort blandan sé orðin nógu vel soðin. Það er gert með því að láta hana drjúpa af skeið á disk eða blað. Ef hún stirðnar er hún hæfilega soðin. Þá er blöndunni hellt á olíuborinn pappír og þegar hún hefur stífnað nægilega er hún skorin í stykki. Vefjið sellófan- pappfr utan um hverja karamellu og geymið þær svo á köldum stað. 4. GAMALDAGS RJÓMAKARAMELLUR Uppskrift: 75 g smjör, 3 dl rjómi, 350 g púðursykur, 2 dl Ijóst síróp, 1/2 tsk. salt, 1/2 tsk. edik (7%), 1 1/2 dl gróft hakkaðar möndlur eða heslihnetukjarnar. Bræðið smjörið I potti með þykkum botni. Setjið rjóma, sykur, síróp og salt út í og látið blönduna sjóða en hrærið vandlega í á meðan. Setjið edikið út í og sjóðið blönduna í um það bil 50 mínútur og hrærið jafnt og þétt í henni. Kannið á sama hátt og hér á undan hvort blandan sé orðin nógu stíf. Setjið möndlur eða hnetukjarna út í, hellið blöndunni á olíuborinn pappír og leyfið henni að stífan. Skerið í hæfi- lega bita. 5. SÚKKULAÐIBITAR MEÐ KORNFLÖGUM Uppskrift: 100 g suðusúkkulaði, 2 msk. jurtafeiti, 1 dl kornflögur, 1/2 dl rúsínur. Blandið saman súkkulaði og jurtafeiti í skál sem sett er yfir vatnsbað. Það verður að gæta þess að ekki komist vatn eða gufa að súkku- laðinu á meðan það er að bráðna. Þegar súkkulaðið er bráðið er hrært út I það rúsínum og kornflögum. Setjið þetta svo I lítil mislit ál- form og hafið þau á köldum stað þar til bitarnir eru orðnir hæfilega harðir. 6. SYKURHJÚPAÐAR MÖNDLUR Uppskrift: 60 g möndlur, 300 g púðursykur, 100 g glykóse (fæst í lyfjabúðum), 1 1/4 dl vatn og rauður matarlitur. Skolið og þurrkið möndlurnar. Sjóðið saman sykur, glykóse og vatn þar til blandan er farin að stífna. Bætið nokkrum dropum af rauðum matrlit út í. Hellið blöndunni í skál og hrærið í henni þar til hún er orðin köld og farin að þykkna. Setjið nú möndlurnar út í og haldið áfram að hræra I þar til blandan hefur þykknað enn meira. Gætið þess að möndlurnar séu vel huldar með sykurblöndunni. Leggiö þær á olíuborinn pappír og látið þær biða þar til syk- urhúðin hefur harðnað utan á þeim. 7. MJÚKAR SÚKKULAÐIKARAMELLUR Uppskrift: 60 g kakó, 500 g púðursykur, 1/2 dl Ijóst síróp, 2 dl rjómi, 2 msk. smjör, 2 dl hakkaðir heslihnetukjarnar, 1 msk. vanillusykur. Sjóðið kakó, sykur, síróp og rjóma þar til blandan er farin að stffna (um það bil hálf- tíma.) Hrærið smjörinu saman við. Þeytið súkkulaðiblönduna með rafmagnsþeytara í um það bil 10 mínútur. Því næst er hnetunum og vanillusykrinum blandað saman við. Hellið blöndunni á olíuborinn pappír og hafið hana 2 cm þykka. Kælið og skerið í hæfilega stóra bita. 24. TBL 1990 VIKAN 69

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.