Vikan


Vikan - 29.11.1990, Side 72

Vikan - 29.11.1990, Side 72
MISLITT MARSÍPANSÆLGÆTI Mislit marsípanlögin tolla vel saman ef þau eru pensluö meö vatni áður en þau eru lögö saman. Uppskrift: 250 g marsípan, kakó, rauður og grænn matarlitur. (Aðra liti má einnig nota ef vill.) Skiptið marsípanstykkinu í fjóra hluta. Einn hlutinn á að vera í sínum upprunalega lit, ann- ar er litaður rauður, sá þriðji grænn og sá fjórði brúnn með kakóinu. Gætið þess að setja ekki nema einn og einn dropa í einu af matarlitnum saman við marsípanið. Annars getur það orðið of lint og líka of dökkt. Nú eru allir hlutarnir flattir út í hæfilega þykkt og hvert lagið lagt ofan á annað, grænt, brúnt, hvít og rautt. Gleymið ekki að þensla með vatni svo stykkin haldist betur saman. Þrýstið létt á um leið og hvert lagið er lagt ofan á annað. Loks eru skornir út hæfilega stórir bitar og marsípansælgætið er tilbúið. Best er að geyma þetta munngæti í lokuðu íláti á köldum stað. KÓKOSKÚLUR Þessar kúlur eru bragðgóðar og svo er gaman að bíta í sundur hnetukjarnana sem leynast innan í þeim. Uppskrift: 100 g smjör, helst ósalt, 150 g sykur, 1 msk. skyndikaffi, 2 msk. kakó, 1 tsk. vanillusykur, 100 g heslihnetukjarnar, 100 g kókosmjöl. Hrærið saman smjör og sykur. Bætið kaffi- duftinu út í og sömuleiðis kakóinu. Bragðbætið með vanillusykrinum. Hakkið hnetukjarnana gróft og hrærið þeim saman við og eins miklu af kókosmjöli og hægt er að látatolla í deiginu. Hnoðið litlar kúlur sem að lokum er velt upp úr kókosmjöli. Setjið kúlurnar í pappírsform. ROMMKÚLUR Konfektið verður betra ef notað er í það ekta romm en sé notast við rommdropa verður að gæta þess að láta ekki of mikið af þeim í einu. Þeir eru sterkir og geta eyðilagt framleiðsluna ef ekki er farið aö öllu með gát. Uppskrift: 50 g kúrennur, 3 msk. romm, 100 g suðusúkkulaði, 50 g jurtafeiti, 100 g sykur, súkkulaðikorn. Látið kúrennurnar liggja í 2-3 tíma í romm- inu. Ef ekki er hægt að fá kúrennur má notast viö gróft saxaðar rúsínur. Bræðið súkkulaðið, jurtafeitina og sykurinn saman við vægan hita. Hrærið kúrennunum og romminu út í, smátt og smátt. Takið pottinn af plötunni og látið blönd- una kólna áður en henni er hellt í álformin eða búnar eru til úr henni litlar kúlur. Kúlunum má velta upp úr súkkulaðikornum og einnig má strá súkkulaðikornum yfir sælgætið þegar það er komið í formin. 72 VIKAN 24. TBL.1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.