Vikan


Vikan - 13.12.1990, Blaðsíða 18

Vikan - 13.12.1990, Blaðsíða 18
// Á margan hátt tóku íslendingar betur við sér en Norðurlandaþjóð- irnar og ef til vill höfðu unglingarnir hér betri fjárráð. Það kom strax upp viðleitni til að gera rokkið íslenskt með því að semja texta sem sameinuðu áhriffrá bandaríska rokkinu og því sem var að gerast á íslandi. // UÓSM: KRISTJÁN LOGASON alaði VIÐ áannað HUNDRAÐ anns VIÐTAL VIÐ GEST GUÐMUNDSSON eðal útgáfubóka hjá Forlaginu nú fyrir jól- in er Ftokksaga ís- lands 1955-1990 sem Gestur Guðmundsson félagsfræðing- ur hefur tekið saman og fært f letur. í þeim tilgangi að forvitn- ast lítillega um sögu rokksins heimsótti ég Gest á heimili hans við Baldursgötuna í Fteykjavík. Gestur bjó um tíma í Kaupmannahöfn eða i heilan áratug. Var þar við nám í félagsfræði og síðar stundaði hann kennslu við Kaupmanna- hafnarháskóla. Gestur hefur jafnframt því að hann ritaði rokksöguna verið að fást við ritstörf og rannsóknir á sögu atvinnulýöræðis á íslandi, norrænt samanburðarverkefni um atvinnulýðræði. Innan tíð- ar kemur út á dönsku ritgerð eftir Gest Guðmundsson, byggð á þeim rannsóknum. Gestur kveðst hafa ánægju af að vinna að ólíkum verkefnum og hann hefur áður staðið að útgáfu bókar. Árið 1987 kom út bók Gests og sambýliskonu hans, Kristínar Ólafsdóttur, 68, hugarflug úr viðjum vanans, saga hinnar svoköll- uðu 68 kynslóðar. - Hver var aðdragandi þess að þú hófst að rita rokk- söguna? „Ég hafði áður fengist við rannsóknir á alþjóðlegri ungl- ingamenningu og hafði hug á því að fjalla um Island. Hef alltaf verið áhugamaður um rokkið. Ég skil rokkið sem hjartslátt æskunnar á hverj- um tírna." - Þú hefur auðvitað orðið að afla þér heimilda víða? „Já, ég tók viðtöl við starf- andi rokktónlistarmenn. Talaði við á annaö hundrað manns og tók þar af lengri viðtöl við tuttugu manns. Ég hef hlustað mig í gegnum rokksöguna j sem er mikil vinna. Fór yfir dagblöð, vikublöð, dægurlaga- texta og unglingablöð." - Þú rekur söguna frá því j fyrstu tónar rokksins bárust til (slands? „Það var svolítið erfitt að finna hvenær fyrstu tónarnir bárust til landsins. Það var þó töluvert í gegnum Kanaútvarp- ið og herinn á Keflavíkurflug- velli. Sjómenn komu með plöt- f ur erlendis frá og þannig barst nokkuð af tónlistinni um | landið. ( Fyrri hluta árs 1957 skellur rokkið svo yfir sem æði. Plötur fara að berast f plötubúðir, helstu danshljómsveitir taka rokkið inn á prógrammið og fá til liðs við sig unga rokksöngv- ( ara, Óla Presley, Sigga Johnnie. í upphafi voru gagn- fræðaskólarnir helstu uppeld- j ismiðstöðvar rokksins. Og árið 1957, í febrúar, mars, koma fyrstu rokkmyndirnar til Is- 1 lands til dæmis Rock around the Clock í Stjörnubíó." ( - Að hvaða leyti er saga rokksins á Islandi frábrugðin sögu rokksins erlendis? I „Á margan hátt tóku íslend- ingar betur við sér en Norður- landaþjóðirnar og ef til vill höfðu unglingarnir hér betri fjárráð. Það kemur strax upp viðleitni til að gera rokkið ís- lenskt með því að semja texta sem sameinuðu áhrif frá ( bandaríska rokkinu og þvi sem var að gerast á Islandi. Jón Sigurðsson bankamaður skrifaöi texta um upplausn bændasamfélagsins, saman- ber Lóa litla á Brú og Óli rokk- ari, og svo geröi hann líka texta um líf og fjör æskunnar, æsku að skemmta sér, sjó- mannatextar hans voru einnig öðruvísi. Þessi viöleitni lá á bftlaárunum, þá voru menn aðallega að stæla bresku bítl- ana, en kemur aftur um 1975 með textum Megasar, Stuð- manna og Þorsteins Eggerts- sonar. I upphafi voru það fyrst og fremst reyndir dægurlaga- flytjendur sem áttu uppruna í annarri tónlist en rokkinu. Frá og með Hljómum taka þeir við sem alast upp með rokkinu. Á árunum upp úr 1975 eru bæði komnir lagahöfundar og texta- höfundar. Það er til dæmis leyndardómurinn á bak við velgengni Sykurmolanna að þeir eru ekki að líkja eftir því sem er að gerast úti í heimi heldur standa föstum rótum í félagslegu umhverfi sínu á ís- landi... “ 1 8 VIKAN 25. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.