Vikan


Vikan - 13.12.1990, Blaðsíða 34

Vikan - 13.12.1990, Blaðsíða 34
MINNISSTÆÐASTA GJOFIN SEM EG GAF Flest munum við þær jóla- gjafir sem við fáum, í það minnsta í einhvern tíma eftir aö hátíðinni lýkur. Við minnumst þess til dæmis hver gaf okkur plötuna eða geisladiskinn þegar við spilum hann, hver gaf okkur peysuna góðu þegar við setjum hana yfir höfuðið á köldum vetrar- morgni og svo framvegis. Lík- lega eru þeir þó færri sem minnast lengi jólagjafanna sem þeir gáfu sjálfir enda þær farnar frá okkur og minna sjaldnast beint á sig. Við fengum þess vegna þrjá lesendur Vikunnar til þess að rifja upp hverjar væru minnis- stæðustu jólagjafirnar sem þeir hefðu gefið. Eins og við mátti búast voru flestum efst f huga jólagjafir gefnar í æsku. öllum nöfnum höfunda sagn- anna hefur verið breytt. undir rúminu mínu. Nú voru góð ráð dýr. Langt liðið á jólin og ég hafði gleymt að gefa mömmu jólagjöfina - fyrstu jólagjöfina sem ég hafði sjálfur valið henni. Eftir að hafa hugsað málið ákvað ég að pakka jólasvein- unum inn í jólapappír og gerði það. Síðan laumaðist ég fram í eldhús. Þar var mamma að ganga frá eftir hádegismatinn. Ég gekk til hennar með pakk- ann og laumaði honum í hönd hennar en þorði ekki að segja neitt. - Nei, elsku drengurinn minn, ertu að gefa mér jóla- gjöf? Mikið er það gaman. Ég sá ekki betur en mamma væri bæði hrærð og glöð yfir þessu og víst er um það að jólagjöfin sem gleymdist er sú besta og jafnframt minnisstæðasta f mínu lífi. Kristján, Selfossi LAUMAÐI HENNI TIL MÖMMU Á JÓLADAG Gjöfin, sem mér er minnis- stæðust, er jólagjöfin sem ég gaf mömmu þegar ég var sex ára. Sjálfur er ég kominn til ára minna og þetta var á fjórða áratugnum, miðjum kreppuár- unum. Úrvalið var vfst ekki mikið í verslununum þá en það vafðist ekkert fyrir mér varðandi gjöfina til mömmu. Fyrir valinu urðu fjórir jóla- sveinar, hvítir og rauðir og gerðir úr pípuhreinsurum. Systir mín aðstoðaði mig við valið en síðan þóttist ég fullfær um að sjá um málið sjálfur og afþakkaði alla hjálp við inn- pökkun á gjöfinni. Við vorum mörg í heimili og fjölskyldan auk þess stór svo ég fékk margar jólagjafir. í öll- um látunum við að skoða þær á aðfangadagskvöld gleymdi ég alveg jólagjöfinni til mömmu. Hún var alveg horfin úr huga mér. Það var ekki fyrr en um var farið að hægjast upp úr hádegi á jóladag að ég fann pakkann með jólasvein- unum úr pípuhreinsurunum BRENNIVÍNSSTAUP MEÐ HUNDSHAUS FYRIR MÖMMU Jólin, þegar ég gaf bestu jóla- gjöfina, voru þegar ég var átta ára gamall. Reyndar vissi ég ekkert um það fyrr en nokkrum árum síðar hversu góð og minnisstæð þessi jólagjöf átti eftir að reynast okkur mömmu. Við bjuggum þá í kauptúni nokkuð frá Reykjavík. Vorum aðeins tvö í heimili og satt að segja fannst mér aö við hefð- um það ágætt. Að vísu fannst mér stundum leiðinlegt þegar mamma varð of drukkin þegar hún var að drekka en það var mjög sjaldan. Ég var búinn að safna svolitlu af peningum sem ætlunin var að nota til að .. kaupa jólagjöf handa mömmu. 8 Það var síðan daginn fyrir % Þorláksmessu að ég brá mér 3 niður í kaupfélag til að skoða i og finna einhverja heppilega | gjöf. Eftir að hafa gengið þar 3 um gjafavörudeildina í drjúgan ö tíma leist mér ekkert orðið á 1 blikuna. Allir þeir hlutir, sem £ mér þóttu við hæfi, voru dýrari en svo að ég ætti fyrir þeim. Þá mundi ég eftir hinni versl- uninni í kauptúninu og ákvað að fara þangað. Viti menn, þegar ég leit í gluggann á versluninni sá ég sex staup og verðið var innan þeirra marka sem ég réð við. Ekki sakaði að á hverju staupi stóð skýrum stöfum - brennivín. Þetta hlaut að vera alveg kjörin gjöf handa mömmu, hugsaði ég og vatt mér inn í verslunina. Þegar kom að mér sagði ég afgreiðslukonunni að ég ætl- aði að fá þessi staup. Henni hafa vafalaust þótt þetta skrít- in kaup hjá svo ungum pilti og fékk að vita hjá mér hvað ég ætlaði að gera við þau. Eftir nokkrar fortölur fékk þessi kona talið mig á að kaup frekar önnur staup til aö gefa mömmu minni. Þau voru með heljarmiklum og Ijótum hunds- haus á. Konunni hefur vafa- laust þótt skárra að ég gæfi mömmu þau staup heldur en þau brennivínsmerktu. Ég var síðan bæði uppveðr- aður og ánægður þegar mamma tók við gjöfinni á að- fangadagskvöld. Hún þakkaði mér innilega fyrir og virtist ósköp glöð við. Seinna, nokkr- um árum síðar, sagði hún mér að henni hefði þó ekki verið hlátur í huga. Einhvern veginn varö það þannig að þessi staupagjöf frá syni hennar barnungum fór illa í hana. Þó svo ég vissi það ekki þá var mamma farin að drekka áfengi meira en hún sjálf vildi. Staup- in, sem ég - barnið hennar - gaf henni á jólunum, urðu síð- an einn af þeim mörgu dropum sem holuðu steininn og að lok- um uröu til þess að mamma hætti alveg að drekka áfengi. En þetta vissi ég ekkert um þegar ég barnungur, glaður og hamingjusamur gaf mömmu brennivínsstaupin sex. Óskar, Reykjavík BRÚÐARMYND MEÐ BÖRNUNUM ÞREMUR Það var fyrir löngu. Mamma og pabbi bjuggu enn saman en það var komið að því að pabbi flytti frá okkur. Jólin nálguðust en ekkert virtist vera eins og áður. Ég var á þrettánda ári en bræður mínir tveir nokkrum árum yngri. Ég varð ekki vör við neinn jólaundirbúning og allt var dauft og drungalegt heima. Svo ég ákvað að taka til minna ráða. Ég átti svolítið af peningum og fyrir þá keypti ég ýmsar gjafir og þá helst handa bræðrum mínum. Því þó svo sjálf hefði ég auðvitað nokkrar áhyggjur af því að fá engar gjafir mátti ég alls ekki til þess hugsa að þeir ættu engin jól. Þegar ég var búin að kaupa gjafir handa bræðrunum datt mér skyndilega í hug að gefa mömmu og pabba eina gjöf. Ég tók stóra brúöarmynd af þeim úr rammanum. Síðan tók ég tvær myndir af okkur systkinunum þrem og setti þær í tvö horn stóru myndar- innar. Að því loknu setti ég myndirnar aftur í rammann og pakkaði honum inn f jóla- pappír. Ótti minn um að engin jól yrðu haldin hátíðleg heima hjá okkur reyndist ástæðulaus. Allir fengu gjafir og jólahátíðin gekk í garð. Hins vegar mun ég aldrei gleyma svipnum á fullorðna fólkinu þegar tekið var utan af gjöfinni til mömmu og pabba. Þarna stóð ramm- inn með myndinni af allri fjöl- skyldunni á stofuborðinu. Ein mynd af fjölskyldu sem var um það bil að tvístrast, hvort sem mér, tólf ára telpugopa, líkaði betur eða verr. Ég man að mamma fór að gráta og fór fram og pabbi sat lengi, lengi án þess að segja nokkurt orð. Seinna sögðu þau mér bæði, sitt í hvoru lagi, að þessi jóla- gjöf hefði þó orðið til þess að þrátt fyrir skilnað þeirra hefðu þau ávallt verið samtaka um að láta hann koma eins lítið niður á okkur börnunum og nokkur kostur var. Kristín, Reykjavík 34 VIKAN 25. TBL. 1990 TEXTI: ÓLAFUR GEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.