Vikan


Vikan - 13.12.1990, Blaðsíða 39

Vikan - 13.12.1990, Blaðsíða 39
voru aö vinna fyrir. Rödd hennar var biðjandi þegar hún sagöi nafnið, rétt eins og þaö gæti gert misgerðina skiljanlegri, kannski jafnvel afsakanlegri. Hún reyndi aö draga hann inn í samsæri sitt. Þau höföu verið í burtu. Þau höfðu drukkið of mikið. Svona líka heimskulegt. Svona líka fyrirgefanlegt. „Þú veist hvernig þetta er,“ sagði hún. Þau höfðu reynt að hætta. Auðvitað höfðu þau reynt að hætta. Hans vegna. Söndru vegna. Og auðvitað vegna barnanna. En þau höfðu ekki getað það. Þetta hafði verið of sterkt. Of mikilvægt. Of sérstakt. Þegar hér var komið sögu var hún drukkin af kampavíninu. Hún gerði þá reginskyssu að reyna að segja honum hvers virði þetta hefði verið fyrir sig, hvernig henni hefði fundist það í fyrsta skipti. Hún leitaði fyrir sér innan um klisj- ur og klaufalega orðaleppa. Hún sagði að þetta hefði verið eins og að koma heim, eins og eitthvað sem hún hefði beðið eftir lengi. Hún sagði að það hefði verið öðruvísi. Og svo, eins og hún áttaði sig á flónsku sinni, tæmdi hún síðustu kampavínslöggina, lét flöskuna frá sér á náttboröið og gerðist stutt í spuna. Hún sagði að sér þætti fyrir þessu. En hún þyrfti á Ray að halda. Og hún var viss um að þau þyrftu hvort á öðru að halda. „Ég þarf á þér að halda,“ sagði Michael þá, og opnaði nú munninn í fyrsta skipti um leið og síðasti kampavínssopinn kom af staö ólgu í höfði hans og tárunum af stað bak við augun. „Ég þarfnast þín og Andy þarfnast þín og Andy þarfnast okkar beggja,“ lauk hann máli sínu lymskulega. Þá leit hún á hann og það var harka og tor- tryggni og reiði í augum hennar. Hún vissi hvað hann ætlaði að segja. Hún vissi að hon- um lá málamiðlun á hjarta og sneri sér burt og vildi ekki hlusta á það. Og þá fóru þau niður til að borða því að þótt þau væru í uppnámi voru þau bæði svöng eftir ferðina. Við kvöldverðarborðið var hann blíður og fullorðinslegur. Kannski var þetta hans stærsta stund, besta framlag hans til almannatengsla fyrr og síðar. Hann dró upp úr leynivasa falið tromp þeirr- ar sjö ára visku og reynslu sem hann hafði fram yfir hana og allt í einu var hann ekki eig- inmaður lengur heldur gamall vinur sem hélt með hvorugum aðila, átti engra harma að hefna, maður sem mátti treysta. Hann valdi vínið, kom umhyggjusamur með tillögur um grænmeti, breiddi úr servíettunni hennar eins og hún væri dálítið ung, eða kannski dálítið lasin. Þegar hún gerðist drukknari tók hann að leika hlutverk málsvara myrkrahöfðingjans. Hann þóttist leika það til þess eins að leita sannleikans, til að finna lausn sem gæti hent- að þeim báðum, sem gæti orðið til þess að þau yrðu bæði fyrir eins litlum sárindum og mögu- legt væri. „Tjóntakmörkun," sagði hann, brosti vin- gjarnlega og lyfti glasi til að skála við hana á kynlausan, hreinlífan hátt. Þegar hann sá að hún var orðin afar drukkin lét hann það vaða beint á milli augnanna á henni. Hann sagði að Ray mundi aldrei fara frá strákunum. Hann sagði að, já, hann væri viss um það væri rétt hjá henni ef hún héldi að Ray væri orðinn leiður á Söndru. Auðvitað var Ray leiður á Söndru. Enginn greindur maður gæti annað en verið leiður á Söndru. En Sandra átti strákana. Og þess vegna átti hún Ray. Ray, sagði hann aftur, næstum í léttum dúr og sneri sér burt um leið og hann lét skeiðina detta ofan í karamellurjómaröndina eins og ekkert skipti máli nema þetta, Ray, sagði hann, mundi aldrei fara frá strákunum. Hún reyndi að streitast á móti en það var eins og barn væri að kasta snjóboltum í stálhurð og þeir festast með smelli þegar þeir lenda á henni og byrja næstum strax að leysast upp, verða slabbkenndir og blautir og renna að lok- um niður í mjóum taum af köldu, gráleitu vatni. Hún reyndi. Hún endurtók ýmislegt sem hún hafði sagt áður, svo sem eins og „Ég elska Ray,“ og „Ray elskar mig,“ eins og þetta væru töfraþulur eða áhrínsorð. En að lokum bar lit- leysið í rödd hans hana ofurliði, litleysið sem var einhvern veginn miklu verra en litleysið i hennar eigin rödd áður. Því að það hafði verið ögrandi litleysi. Hún hafði sagt setningar eins og „Ray elskar mig og ég elska Ray,“ litlaust og án geðshræringar einmitt í þeirri von að ef hún segði þær þannig, blátt áfram, eins og hún væri bara að leggja málið fyrir, mundi hún einhvern veginn geta þeytt atburðarásinni framávið, fengiö hana til að hrynja saman og byggt hana aftur upp að eigin geðþótta. En það var eitthvað endanlegt við litleysi hans. Orðin komu út úr honum hljómmikil og djúp og styrkt af sjálfsöryggi. Þau geröu hana varnarlausa. Það sem verra var, þau minntu hana á það sem hana langaði ekki til að muna. Þau minntu hana á að hún hafði engin haldgóð rök til að sýna fram á að hann hefði á röngu að standa. Þau minntu hana á aö Ray hafði enn ekki sagt að hann ætlaði að fara frá Söndru. Og þannig tókst Michael að telja hana á að reyna aftur. Að loknum kvöldverði gekk hún á undan honum upp breiðar, glæsilegartröppurnar eins og barn sem er geðvont út af því að vera sent of snemma í rúmið, dró á eftir sér lappirnar og dró líka höndina þrákelknislega eftir handrið- inu. Þegar þau voru komin í rúmið reyndi hann að innsigla samkomulag þeirra með sakleysis- legum kossi, vinarkossi, en hún rangtúlkaði gerðir hans, sneri sér snöggt frá honum og hörfaði út á hina hlið eikarrúmsins stóra. Þau voru í hálft ár að reyna aftur. Andrúmsloft- ið i húsinu varð kaldara og dimmara með hverjum degi sem leið. Skuggar birtust undir augum Helenar eins og sótflögur frá mengun eymdarinnar í kringum hana. Hún andaði þungt þegar Michael var nálægt henni, hreytti í hann ónotum þegar hann talaði við hana, en þaö versta var að á eftir fór hún inn í svefnher- bergi, læsti að sér og grét, og neitaði að tala við hann. Eitt kvöldið þegar þau voru ein og Andy var hjá ömmu sinni og afa æpti hún upp í opið geðið á honum. „Ég held framhjá þér. Skilurðu það ekki? Ég elska hann. Ég elska hann. Af hverju ferðu ekki?“ Hún var drukkin og lá á rándýrum leðursóf- anum með viskíflösku og sódasprautara á gólfteppinu við hliðina á sér. Hún var í slopp þó að það væri ennþá snemma kvölds. Málningin 25. TBL 1990 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.