Vikan


Vikan - 13.12.1990, Blaðsíða 88

Vikan - 13.12.1990, Blaðsíða 88
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Sérrí - tælandi tækifærisdrykkur Sérrí hefur þá sérstööu meðal eöaldrykkja að vera ýmist notað á undan mat, með mat eða á eftir mat. Að vísu ekki sama sérríið. Þegar minnst er á sérrí kemur borgarnafnið Bristol upp í hugann hjá mörgum enda er eitt- hvert þekktasta sérií heimsins þaðan komið. Árið 1794 stofnaði William nokkur Perry vín- framleiðslufyrirtæki og festi kaup á stórum kjallara nálægt höfninni í Bristol. Kjallarinn var frá þrettándu öld og þar voru fyrstu sérríflösk- urnar geymdar. Hann er ennþá í eigu fyrir- tækisins og hýsir nú fyrsta flokks veitingahús og heilmikið vínsafn en John Harvey kom til sögunnar árið 1822. Afkomendur Harveys hafa síðan framleitt eitthvert frægasta sérrí sem um getur fram á þennan dag. ■ Sir Francis Drake, sem fyrstur Englendinga sigldi umhverfis hnöttinn, kynnti löndum sínum sérrí. Hann hafði flutt það inn frá Cadiz á Sþáni. Nú á dögum er sérrí orðið að dæmi- gerðum enskum drykk, þótt það sé spænskt að uppruna, á sama hátt og koníak er franskt þótt það hafi verið fundið upp á ftalíu. Sérríi er skipt í ýmsar tegundir eftir aldri og vinnslu- aðferðum og heita helstu tegundirnar ennþá latneskum nöfnum; Fino og Oloroso (frb. Fíno, olöROSSo). ■ Fino er þurrt, ferskt, Ijúft, létt og Ijóst. Bestu tegundirnar eru ræktaðar við Atlantshafs- strönd Spánar og sumar þeirra hafa mildan saltkeim. Amontillado (frb. amontíJAðo), svo sem Bristol Medium Dry, heitir ákveðin tegund sem brúar bilið á milli Fino og Oloroso. Það er gjarnan framleitt úr sérstaklega völdu Fino- sérríi sem hefur verið látið eldast en er nokkru þyngra og dekkra. Oloroso, svo sem Bristol Milk, er safaríkt, gullið á lit og töluvert bragð- ríkara en Amontillado. Það getur verið þurrt en er þó að jafnaði sætt. Light Medium, til dæmis John Harvey, er nýleg tegund, létt, Ijós og sér- lega mild. Cream er milt og bragðljúft sérrí með djúpum, gullnum lit, venjulega sætt. John Harvey & Sons voru fyrstir til að framleiða Cream sérrí. Þær tegundir sem komu í kjölfar- ið eru byggðar á framleiðslu Harveys. ■ Fino ætti alltaf að bera fram kælt og helst í rausnarlegu glasi, hálffylltu. Hefðbundið túlípanalagað glas, eins og tíðkast á Spáni, hentar líka vel. Fino er upplagt með sjávarrétt- um, ólífum, hnetum og öðru nasli. í rauninni ætti alltaf að bera Fino fram með mat þar sem það örvar matarlystina. ■ Amontillado gæti verið borið fram kælt, til að undirstrika þurr einkenni vínsins, eöa í samræmi við stofuhita. Drykkurinn fer vel við súpur og kæfur (paté) á undan aðalrétti. Sum- ar tegundir af Amontillado fara vel á eftir mat, sérstaklega ef þær hafa náð háum aldri og dýpt í lit og bragði. ■ Oloroso hentar vel sem fordrykkur, sérstak- lega fyrir þá sem njóta sætra drykkja, en er sannarlega frábær sen ábætir á eftir mat. Drykkurinn er líka tilvalinn sem tækifæris- drykkur, með eða án kaffis, og er þá venjulega borinn fram í svokölluðum sérríglösum. ■ Light Medium sérrí er ágætt kælt úr ísskáp, til dæmis John Harvey. ■ Cream er ekki einungis sérlega Ijúffengt sem ábætisdrykkur, heldur einnig kælt með fs (sbr. mynd), sem lystauki á undan mat. x Best er að geyma sérrí þannig að flöskurn- ar standi uppréttar, fjarri sólarljósi eða miklum hita. Eins og öll önnur vín geymist sérrí ekki mjög lengi eftir að flaskan hefur verið opnuð. Fino geymist þannig í tvær vikur. Eftir þann tíma fer það að tapa ferskleika sínum. Amont- illado og Light Medium halda sér ágætlega í átta til tólf vikur eftir að flaskan hefur verið opnuö. Oloroso og aðrar sætartegundirgeym- ast mun lengur þótt ekki sé hægt að geyma þær endalaust. 88 VIKAN 25. TBL1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.