Vikan


Vikan - 13.12.1990, Blaðsíða 27

Vikan - 13.12.1990, Blaðsíða 27
ÞORGERÐUR TRAUSTADÓTTIR SKRIFAR: Alltaf yljar þaö mér um hjartaræturnar þegar ég heyri um konur sem vilja komast áfram á eigin verðleikum og gera sig gild- andi í sinni heimabyggð. Þetta virðist alltaf vera að færast f vöxt, sem betur fer, þótt ýmsir verði til að opna þverrifuna og andmæla „þessu kvenna- brölti". Þessir sömu segja ekki margt þegar forsetinn okkar, hún Vigdís, kemur fram á sjónarsviðið, hvort heldur er heima eða erlendis. Það þarf ekki að fjölyrða um vinsældirn- ar og virðinguna sem hún nýtur. Oft er gaman að vera Is- lendingur en þó aldrei eins og þegar maður er virkilega hreykinn af forsetanum sínum. Það hefur annars margt breyst í þessum jafnréttismál- um á skömmum tíma. Ég man þá tíð þegar fyrsti kvenoddvit- inn var skipaður. Það var raun- ar í sveitinni okkar fyrir norðan sem sá merki atburður átti sér stað. Þessi umrædda kona hét Herborg og hafði búið í sveit- inni um nokkurra ára skeið án þess að mikið færi fyrir henni. En svo höguðu forlögin því þannig að hún varð oddviti - eiginlega óvart. Flestir karlarn- ir í sveitinni fussuðu því og sveiuðu og sögðu að nú væri hreppurinn verr kominn heldur en hefði hann verið oddvita- laus. Kona við stjórnvölinn væri algjört skaðræði og ekki fyrirséð hvaða afleiðingar slíkt fyrirkomulag myndi hafa. Líklega yrði þessi blómlega og gjöfula sveit komin í eyði fyrir næstu fardaga. Það var ekki fyrr en hún Herborg gerði sér lítið fyrir og lagði einn gildasta bóndann í sveitinni flatan á þorrablóti í samkomuhúsinu sem karlarnir tóku hana í sátt. Að vísu fóru þeir varlega í sakirnar en seinna var eins og enginn hefði vit í kollinum nema oddvitinn. Það var alveg sama fram úr hvaða málum þurfti að ráða, allir leituðu til Herborgar. Það var ekki laust við að örlaði á öfundsýki hjá ýmsum konum í sveitinni - og þá sérstaklega hjá formanni kvenfélagsins. En hún sá nú að sér, konan sú, eftir að hún var gerð að endurskoðanda dvalarheimil- isnefndarinnar á staðnum og fór að hafa eitthvað annað við tímann að gera en að einblína á verkin hjá öðrum. En mikil voru þau ósköp sem hún gat talað illa um hana Herborgu í þann tíð. Og nú slást blessaðar kon- urnar við karlana og hver við aðra í pólitíkinni. Þær eru komnar á fulla ferð í kosninga- baráttunni enda ekki seinna vænna. Ég hafði nú ákveðið að kjósa Flokkinn og styðja hana Bjarghildi mína inn á þing, enda hef ég fylgst með henni í fjarlægð og séð hana gera margan góðan hlutinn í starfi sínu. Ég var meira að segja farin að semja lista yfir fólk, sem ég ætlaði að hringja í til að „aggitera“ fyrir henni í prófkjörinu, þegar síminn hringdi skyndilega. Á línunni var einn mótframbjóðenda Bjarghildar, kona á fimmtugs- aldri. Hún fór að ræða við mig um væntanlegan lista fyrir al- þingiskosningarnar og hvern ég myndi styðja á hann. Ég sagðist nú hafa hugsað mér að styðja hana Bjarghildi. „Það myndi ég ekki gera í þínum sporum," sagði fram- bjóðandinn með miklum al- vöruþunga. „Hvers vegna ekki?“ spurði ég. „Hún hefur svoddan óorð á sér.“ „Hvaða vitleysa, það hef ég ekki heyrt. Og hvað er svo sem verið að segja um hana?“ sþurði ég heldur höstug. „Það er nú svo margt talað,“ svaraði frambjóðandinn varkár. „En manni skilst af því sem fólk er að segja að hún sé bara fyrirgreiðslumanneskja. Hún lætur stefnumál Flokksins lönd og leið ef henni býður svo við að horfa. Og svo er ómögulegt að vinna með henni af nokkru viti. Hún fer bara eigin leiöir og skellir skoll- eyrum við því sem aðrir hafa fram að færa. En þú manst kannski eftir mér þegar þú rað- ar á kjörseðilinn. Ég er fyrir fólkið og fólkið fyrir mig.“ Þar með lauk símtalinu. Ég ætla nú ekkert að vera að eltast við þetta bannsetta prófkjörsvesen. Hins vegar þarf ég á kjörstað í vor til að skila auðu. Mér dettur ekki til lifandi hugar aö fara að kjósa lista þar sem allt logar í inn- byrðis illindum, eins og dæmin sanna. Það er annars skaði að kon- ur skuli ekki geta glímt sig til embættis, eins og hún Her- borg í sveitinni forðum. 25. TBL. 1990 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.