Vikan


Vikan - 13.07.1939, Page 6

Vikan - 13.07.1939, Page 6
6 VIK A N Nr. 28, 1939 George lirent og Olivia de Haviland i kvikrayndinni „Vængir t'lotans“. Myndin fjallar um nýjustu framfarir og viðbúnað flughers ameríska sjóliðsins. Flugíþróttin nýtur geysilegra vinsælda í Ame- ríku, og nú er það markmið flestra drengja þar í landi að verða flugmenn, þegar þeir verða stórir. Yœngir flotcans. Nýjasta hernaðarkvikmynd Bandaríkjamanna. Kvikmyndatökumenn í Ameríku eru fljótir að átta sig á því, hvað fólk vill sjá og heyra. Þeir hafa heldur ekki látið standa á því að gera hverja kvikmyndina á fætur annari um vörn John Payne, ný kvikmyndahetja. Ameríku, ef til styrjaldar dragi. Eins og gefur að skilja hefir yfirstjórn hers og flota ekki legið á liði sínu um að rétta kvikmyndatökumönnunum hjálparhönd til að gera myndirnar vel úr garði, því í Bandarikjunum er engin herskylda, heldur aðeins sjálfboðaliðar, og því um að gera að vekja áhuga æskufólks fyrir hernaði sem fagurri íþrótt. Til þessa eru hernaðarkvikmyndirnar sérlega vel fallnar, og ekki sízt á allra siðustu tímum, þegar hvarvetna dregur ófriðarbliku á loft. Nýjasta myndin i þessari hernaðarkvikmyndaframleiðslu er „Vængir flotans“, og er hún að efni til gerð yfir hernaðarflugvélar ameríska sjóliðsins og tek- in að mestu á flugæfingarstöðum herskipaflotans í Pensacola, Florida og St. Diego í Californíu. Við töku myndarinnar hafði félagið sjö hundruð Böð af hemaðarflugvélum ameríska flotans, eins og þær eru sýndar í myndinni „Vængir flotans“. Myndatökufélagið fekk til umráða 700 slíkar flug- vélar frá hernum, til að vekja athygli á starfsemi hans, og hversu mætti treysta honum, ef til styrjaldar kæmi, og til að glæða hernaðaranda æskunnar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.