Vikan


Vikan - 13.07.1939, Page 16

Vikan - 13.07.1939, Page 16
16 VIKAN Nr. 28, 1939 — Aðeins pabbi og ég. Anna segir frá fjölskyldu sinni. — Heyrðu, segir István, hugsandi, þeg- ar hún hefir lokið frásögninni, — ég held, að það sé betra fyrir ykkur að vera í Frakklandi. Hér verður maður að hafa hugmyndaflug. 1 útlöndum kemst maður áfram með vinnu. Hér verður maður að vera hugmyndaríkur. Þau tala um börnin. István er bersýni- lega hrifinn af því, að Jani verði verkfræð- ingur, og Klárí læknir. Hann hæhr KÍárí sérstaklega mikið. — Taktu eftir því, sem ég segi. Hún verður eitthvað mikið. István talar eins og spámaður. Nú kemur röðin að kunn- ingjum þeirra í París. — Er Bardichinov gamli enn á lífi? Hafið þið frétt nokkuð frá Hallay? Og Cathrina ? Hún var ágæt, þó að hún væri kommúnisti. Hún hafði prýðilega lyndis- einkun. Og Lithauinn leiðinlegi? Hvað hét hann nú aftur? Anna svarar samvizkusamlega. Vinirnir í París ganga fram hjá þeim í röðum. Það er aðeins eitt nafn, sem ekki er nefnt. — Sko, segir István rólega eins og hann sé að svara hugsunum Önnu, — mér þykir ákaflega vænt um konu mína. Hún er góð kona og ástúðleg. Þú getur ekki trúað því, hvíllík fyrirmyndar kona hún er. En ég hefi aðeins elskað eina konu . . . elskað hana af öllu mínu hjarta og allri minni sál . . . þú veitz, hvað ég á við . . . og það er litla, ítalska stúlkan. Anna fær svolítinn hjartslátt,.ekki mik- inn. Það er eins og mannshendi hafi rétt sem snöggvast þrýst á hjarta hennar. — Ég held, að hún hafi aldrei kært sig neitt um mig, heldur István áfram. — Nú getum við talað um það. Þú ert vinur minn og hefir sagt mér, að þú elskir mig ekki. Ég elskaði hana. Er hún alltaf jafn falleg ? Anna kinkar rólega kolli. — Ákaflega falleg. — Segðu mér allt um hana, — nei, ann- ars, það er betra, að þú látir það vera. Mig langar ekkert til að hlusta á það, að henni þyki vænt um einhvern annan. Þau hafa lokið að tala um kunningj- ana í París. Um sig sjálf hafa þau talað hæfilega. Nú sitja þau þögul. Tala öðru hvoru, en eru dauf. Síðan borgar István kaffið og biður um bíl. 1 Bethlengötu kveður hann Önnu með bróðurlegum kossi og lofar að hringja bráðlega til hennar. En hún sér hann aldrei framar. 23. KAPÍTULI. Anna og faðir hennar hafa dvahð í þrjá mánuði í Budapest. Það er sunnudagur, en þau hreyfa sig ekki úr litla herberginu í Bethlengötu, því að vorhryðjurnar þjóta yfir göturnar fyrir utan. Það er ekkert gönguveður, og aðrar skemmtanir sækja þau ekki. Barabás gæti reyndar farið inn í vínstofu við Nefelejtsgötu, þar sem hann hittir alltaf gamla kunningja, sem hann þekkir rétt í sjón, eða aðra, sem hafa heyrt hann nefndan (venjulega í sambandi við einhverja lygasögu um það, að hann hefði grætt óhemju fjár í París, og þess vegna horfa þeir vonsviknir á hann), en hann verður ekki var við hina sönnu hvíld í samræðunum við þá. Samt er Barabás ósvikinn Ungverji, sem langar til að ræða um stjórnmál, eins og sönnum Ungverja sæmir. Og þeir voru tímarnir, að hann skammaðist út af stjórninni og sköttun- um. Nú kann hann ekki við andrúmsloftið í ungversku vínstofunni. Hann hefir verið rifinn burt frá hinum sírennandi, eilífa straumi hinnar opinberu gagnrýni, og hann hefir ekkert að segja viðvíkjandi at- vinnubótum ríkisins atvinnuleysingjunum til handa. Þar að auki hefir mál hans og orðalag breytzt. Landar hans skilja hann ekki, svo að hann situr heima í herbergi sínu í rökkrinu. Honum leiðist, og hann er önugur. Hann heyrir, að húsmóðir hans er á sínu sunnudagsrjátli í eldhúsinu. 1 Budapest býr fólk ekki í veitingahúsum. Það býr í herbergjum með húsgögnum í. Það er ekki auðvelt að sætta sig við að búa þannig, þegar maður er vanur meira frjálsræði. Anna stendur við gluggann og horfir á blautar göturnar. Síðan snýr hún sér aft- ur hægt að dimmri stofunni. Hún sér ekki framan í föður sinn, en hvernig hann sit- ur leynir sér ekki, hvað hann er að hugsa. — Pabbi, ég fer aftur til Parísar. Barabás hrekkur við. Hann sér ekki heldur framan í dóttur sína. Hann sér að- eins móta fyrir henni við gluggann. Hún stendur grafkyrr. — Ætlarðu að fara, Anna? — En þú hefir atvinnu . . . — Ég fer samt, pabbi . . . — Er það mín vegna? hugsar Barabás. Vegna þess, að ég fæ ekkert að gera, segir hún það, sem ég hefi ekki þorað að segja í marga mánuði? Eða er það vegna þessa: „Sko, stúlka mín“? Stúlkan virðist ekki geta sætt sig við lífið hér. Það er kynlegt, að heimþráin, þessi þrá- láta suða niðri í djúpunum, er ekki hætt, þó að þau séu komin heim. Kannske hefir hún þagnað fyrstu þrjá dagana, þegar þau reikuðu um göturnar og sögðu: Sko, hér er Andrássygata! Og sjáðu strætisvagn- ana! Þeir voru hér ekki, þegar við fórum. Manstu það? Síðan hófst gamla suðan á ný, óljóst þó. Guð minn góður, hvernig stendur á þessu ? Þau eru komin heim, hvers vegna færist friðurinn ekki yfir þau ? Hvers sakna þau ? Er það Mezötur? hugsar Barabás. Eða eitthvað enn f jarlægara, eitthvað frá djúpi bernskuáranna í Kenderes? Anna hugsar ekkert um örnefni. Hér tala allir ungversku. Það er ákaflega þægi- legt. Það var kynlegt í fyrstu. Anna sneri sér við í hverju spori til þess að horfa á vegfarendur, eins og hún gerði í París, þegar hún heyrði ungversku talaða. Nafn hennar er borið rétt fram hér og verður ekki breytt í frönsku. En hvað amar að? Þau eru döpur, heimilislaus eins og þau væru lokuð inni í hinni þéttu einveru Argentínu. — Ég fer líka heim, segir Barabás. Anna vissi svarið fyrir fram. — Þér er óhætt að treysta því, að við björgum okkur einhvern veginn, segir hún hughreystandi. Sama daginn skrifa þau bréf. Ef frú Barabás hefir orðið fyrir vonbrigðum, sést það ekki á bréfi hennar. Hún biður þau aðeins að heimsækja ættingjana, áður en þau fari. Þau gera það. Þau skemmta sér vel í tvo daga í Mezötur, og Barabás lang- ar aftur til að vera kyrr. En innst inni veit hann, að hann getur það ekki. Hann getur ekki unnið fyrir sér hér. Það eru að- eins trén, sem standa í blóma, er freista hans. — Hefði ég haft nóga peninga og sett á stofn verzlun . . . byrjar hann að segja við Önnu, en hann lýkur ekki við setning- una. Jafnvel í þessu tilfelli . .- . Lestin brunar af stað með þau. Nú ljóma fjöllin í Sviss, björt og tignarleg. Snjór- inn glitrar. Furutrén mæna til himins. Hin gamla sársaukablandna þrá Önnu er horf- in og hefir blandazt tilfinningu, sem er ekkert annað en ásökun, og samt er hægt að túlka tilfinninguna með þessum orðum: Ef hægt væri að lifa eins og fjallatindar og tré . . . Þau hafa farið yfir frönsku landamærin. Lestin brunar gegnum nóttina. — Það er ekkert fyrir þig, segir Bara- bás. — Þú kemst kannske heim aftur. En ég verð að deyja hér. — Vitleysa, pabbi. — Ég veit, að ég er ekki gamall nú. Sextíu og fjögur ár eru ekkert hér. En heima var ég talinn gamall. Þegar ég hélt, að ég fengi vinnu, svipuðust þeir um eftir ungum mönnum. Það var alveg sama, þó að hann hefði verið í París og þó . . . sex- tíu og f jögra . . . Hvað get ég unnið lengi ? Fimmtán ár í mesta lagi. Get ég sparað, svo að ég komist heim, geti keypt hús og- lifað áhyggjulausu lífi? — Það getur þú áreiðanlega. — Já, kannske. Það er eina leiðin til þess að komast heim. Hér þarf fólk ekki að svelta. Það fær styrk frá verkamanna- samtökunum. — Og við, pabbi? Við þrjú. — Jani verður ríkur. — Já, guð gefi það. Þið eruð góð börn, Anna, öll, jafnvel Klárí litla. — Ég er viss um, að hún er bezt af okkur, pabbi. — Stundum hefir mér dottið það í hug, en ég get ekki fundið neitt að neinu ykk- ar. Ég er ekki eins og aðrir feður. Ég er ekkert hræddur við að lifa á náð barna minna. I ókunnu landi þörfnumst við hvers annars. En . . . aðeins í ókunnu landi, Anna! Anna veltir orðunum fyrir sér um stund. Barabás bindur enda á samtahð. — Og þess vegna held ég, að ég deyi hér.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.