Vikan


Vikan - 13.07.1939, Page 20

Vikan - 13.07.1939, Page 20
/ 20 V IK A N Nr. 28, 1939 Reingelder og þýzki fáninn! Hans Breitmann skjögraði yfir þil- farið í ljósrauðum náttfötum með tebolla í annarri hendi og vínglas í hinni. Gufuskipið sigldi með fram strönd- inni á leið til Singapore. Hann þjóraði öl alla daga og allar nætur og spilaði spil, er hann kallaði „Scairt“, við þrjá landa sína. — Ég var að þvo mér, sagði hann þrum- andi raust, — en hvað þýðir að þvo sér úr þessum bölvuðum sjó? Sko, — ég er rennandi blautur og sveittur. Það er te- inu að kenna. Láttu mig fá ískaldan bjór, drengur! — Ef öl er drukkið fyrir mat, er dauð- inn vís, sagði einhver samferðamaðurinn. — Ö1 er það versta, sem til er fyrir . . . — Gott, ég veit það . . . fyrir lifrina. Ég hefi enga lifur, og ég dey ekki. Að minnsta kosti dey ég ekki á eins hrörlegu skipi og þessu, er ekki hefir öl, sem hægt er að drekka. Ef ég gæti dáið af því, væri ég fyrir löngu dauður í Þýzka- landi, Japan, Assam og víðar. Þar að auki væri ég dauður á Jamaica eða Siam, en hér er ég, og þarna eru orkidíumar mín- ar, sem ég hefi leitað að um allan heim. Hann benti á stýrið, en þar stóðu tveir stórir trékassar, fullir af fölnuðum blóm- um, sem allir um borð héldu, að væri óskaplega dýrar orkidíur frá Assam. Orkidíur vaxa ekki á þjóðvegunum, og Hans Breitmann hafði farið langa leið til þess að sækja sínar orkidíur. — Hlustið þið nú á, sagði hann, þegar hann hafði talað í rúmar tíu mínútur án þess að draga andann. — Hlustið þið nú á með athygli, þá skal ég segja ykkur sögu, sem sýnir, hve gífurlega hættulegt það er að safna einhverju og trúa því, sem aðrir rannsóknarmenn hafa skrifað. Þetta gerð- ist í Uruguay, sem er í Ameríku, — þið vitið auðvitað hvar í Ameríku, — en þar var ég að safna orkidíum og öllu öðru, sem ég kom í kistur mínar. Ég var með manni, Reingelder hét hann, og var að safna kóralslöngum, aðeins frá Uruguay. Þær eru ákaflega fallegar, eins og þið líklega vitið, — rauðar og hvítar eins og kórallar, sem eru dregnir á band utan um hálsinn á ungri stúlku. Þar á meðal er slanga, sem við kölluðum, okkar á milli, þýzka fánann, því að hún er rauð, svört og hvít á lit. Reingelder var dýrafræðingur, — dugleg- ur maður, — drakk mikið, — meira en ég! — Guð minn góður, sagði Reingelder, — annað hvort finn ég þýzka fánann eða ég dey. Og við ferðuðumst fram og aftur um alla Uruguay vegna þýzka fánans. Smásaga eftir Rudyard Kipling. Dag einn, þegar við vorum, ja, guð má vita hvar, og lágum í hengirúmunum okk- ar úti í skógi, kom innfædd kona með þýzka fánann í safnflösku, er ég átti. Við hentumst fram úr rúmunum af tómri gleði. Ég var nú líka að safna orkidíum og vissi, að þessi þýzki fáni var markmið og tilgangur lífsins fyrir Reingelder. Þess vegna herti ég mig upp og sagði: — Reingelder, þessi slanga er þín. — Herzens- freund und guter Mann, sagði Reigelder og opnaði flöskuna, en kvenmaðurinn æpti. — Gott! Hún bítur, sagði ég — því að í Uruguay verða menn að fara gætilega með furðuverk náttúrunnar —. — Deyfðu hana með alkóhóli, Reingelder, þá gerir hún ekkert. — Nein, sagði Reingelder. — Ég rannsaka slönguna. Það er ekkert að ótt- ast. Kóralslöngur hafa ekki eiturtennur. En ég leit á haus hennar, og það var ósvik- inn eiturslönguhaus. — Það er betra að fara varlega, sagði ég. — Ef hún bítur, þá erum við fimm hundruð kílómetra frá öllu! Sæktu alkóhólið og svæfðu hana strax. Reingelder hélt á slöngunni í lófa sínum. Þar skreið hún um, — helmingi hægara en ormur. — Þvaður, sagði Rein- gelder. — Yates segir, að engin kóral- slanga hafi eiturkirtla. I Suður-Ameríku trúðu allir á Yates. Hann hafði skrifað bók. Þið kannist auðvitað ekkert við hann, en hann var greindur og mikill maður. Ég glápti á þýzka fánann, sem skreið um lófa Refligelders. Haus slöngunnar var ekki beint sakleysislegur. — Gott góði! sagði ég. — Gættu þín, annars færðu farmiða með hraðlest frá jörð til himna! — Þá færð þú slönguna, sagði Rein- gelder og klappaði á hausinn á henni. — Nú skaltu lesa sjálfur það, sem Yates skrif aði! Því næst gekk hann inn í tjald sitt og sótti stóru bókina eftir Yates. Þýzki fán- inn skreið um lófa hans. — Hér segir Yates, byrjaði Reingelder og sló upp í bók- inni, þar sem sannað var, að bit kóralslöng- unnar væru aldrei hættuleg. Síðan skellti hann bókinni aftur, og því næst kreisti hann þýzka fánann, sem beit hann einu sinni og síðan aftur. — Kvikindið beit mig, sagði Reingelder. Mér varð nú ekki um sel. — Láttu utan um handlegginn, Rein- gelder, sagði ég. — Og hvolfdu síðan í þig einsmiklu viský og þú þolir. — Ég drekk og borða, sagði Reingeld- er og lagði slönguna frá sér. Hann var eldrauður af heift. Við borðuðum súpu, hrossakjöt og baun- ir, en áður en við höfðum lokið að borða súpuna, greip Reingelder utan um handlegginn á sér og æpti: — Hann er máttlaus! Ég er dauðans matur! Yates hefir logið á prenti! Satt að segja, var þetta ákaflega ömur- legt, því að einkennin voru svo greinileg. Hann hnipraði sig saman, rétti úr sér aft- ur, hnipraði sig enn meira saman og froðu- felldi. Ég var hjá honum og sagði: — Rein- gelder, þekkirðu mig? En hann var alveg meðvitundarlaus og þess vegna vissi ég, að hann hafði engar kvalir. Síðan hnipraði hann sig eins mikið saman og unnt var og dó — aleinn hjá mér. Ég varð hryggur, því að mér þótti vænt um Reingelder. Ég jarðaði hann og tók síðan kóralslönguna — þýzka fánann —, sem var vond og miskunnarlaus, og ég drap hana. Þannig eignaðist ég slönguna — og þannig missti ég Reingelder. 1 LANDNÁMI AUÐAR DJÚPÚÐGU. Frh. af bls. 5. auðn — og hamingjan hjálpi nunnu- klaustrinu þá. Vonandi fá þó hin íslenzku húsfreyjuefni að Staðarfelli heimsókn frá Hákoni, áður en hönd eyðileggingarinnar hefir rifið annan helminginn af hinni fögru umgjörð meyjarskemmunnar. Þá er það Ytrafellsbrún.------Hér er gott að dvelja og gaman að láta sig dreyma — fagran og hugljúfan draum. — Sólin gyllir fjörðinn, sem liggur fyrir fótum manns með sínar óteljandi eyjar. — Breiðafjörður virðist reglulegt sann- nefni, er maður stendur hér. Alstaðar haf og eyjar. — Hvað hefir hér gerzt í sköp- unarsögunni ? Hafa hér horfið iðgræn lönd í djúpan sæ — og skilið eyjarnar litlu eft- ir, sem sára en óteljandi vitneskju um þann þunga skapadóm? Eða hefir guð al- faðir í örófi alda sett þennan eyjaklasa hér, til að sjá mismun láðs og lagar, á undan tilorðningu hinna eiginlegu landa? Þannið spyr hugur okkar, án þess þó að • krefjast svars. Hitt er okkur allt: Sólvaf- ,inn fjörður og eyjar — há og hrikaleg IfjöU lauguð sumri og sól. ---- _ Sólin er að kveðja. Síðustu geislar henn- ' ar teygja sig yfir Barðastrandarf jöllin, og f jallablærinn svalur og hreinn vekur okkur bráðum til meðvitundar um: ,,að gangi hún undir gerist kalt, þá grætur líka allt.“ Við kveðjum Ytra-Fell, með fögnuði þess sem fundið hefir eitthvað lengi þráð. — Eitthvað, sem aðeins þessi staður átti einn. Og meðan söngfuglinn syngur sín kvöld- ljóð og Ijósálfar dagsins festa blundinn, höldum við heim, um undralönd hinnar frægu landnámskonu, Auðar djúpúðgu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.