Vikan


Vikan - 31.08.1939, Qupperneq 4

Vikan - 31.08.1939, Qupperneq 4
* 4 hús eru tvílyft, byggð úr múrsteini, sem einu sinni hefir verið rauður, en er nú kolugur og óákveðinn á lit eins og húsin í Hull eða Leeds. Á breiðu torgi stendur mergð af nautgripum og ullþéttu, kollóttu sauðfé. Kindurnar eru bundnar saman í kringlótta, þétta hnappa. Á þeim eru ýms merki, máluð á lend eða rass, — dauða- dómur þeirra, fangamark kaupandans, sem ætlar að leiða þær til slátrunar fyrr eða síðar. — Kálfar, tarfar og kýr híma þarna hundruðum saman. Sumt af þeim fénaði baular raunalega, eins og verið sé að biðja um vægð. — Nautgriparækt er stór liður í landbúnaði íra, og flytja þeir til Eng- lands mikið af ,,fé á fæti“, eins og það var einu sinni kallað á Islandi. Rösklegir sveitabændur, með óbirkta og langa við- arlurka í hendi, eru að spígspora innan um þennan fénað, sem til slátrunar er leiddur. Sumir þeirra hafa auðsjáanlega komið við í knæpunni, ef til vill gert út um kaup og sölur yfir glasi af viskýi John Jamessons eða Powers, sem er unnið úr bygginu af þeirra eigin ökrum og hitar, í bili að minnsta kosti, holdvotum og þreyttum mönnum, sem komnir eru með reksturinn um langan veg. Gegnum Athlone rennur áin Shannon, lygn og breið. Með skipastigum komast þangað skip sunnan af hafi. I vatninu Ree eru eyjar og hólmar vaxnir skógi. Þarna fæddist söngvarinn frægi, John McCor- mack, sem hefir sungið sig inn í hjörtu milljóna og aftur milljóna og mun lifa á grammófónplötum, þótt hann deyi. Þó að útvarpsstöð íra sé kennd við At- hlone, þá er hún í rauninni ekki þar í borg, heldur á stað, sem nefnist Moydrum, þar í grenndinni, og útvarpsefni stöðvarinnar er flutt austur í Dublin, 78 mílur frá. I stórum, gömlum kastala vestan árinnar er setuliðsstöð, og á götunum í Athlone mor- ar allt af einkennisbúnum mönnum, í græn- gráum ullarfötum, eins og þýzkt þegn- skyldulið. Svo yfirgefum við góðu vegina um stund til þess að komast til Clonmacnoise og sjá þar turna, kirkjurústir og kastala, krossa og legsteina, sem sumt er tahð mikið eldra en Islandsbyggð. Á ömurlegri kvöldstund reikum við þar milli mosavaxinna og grárra rústa og hneykslumst á því, að fén- aður skuli vera látinn ganga sjálfala á þessum sögufrægu slóðum. Þarna stofnaði heilagur Ciaran klaustur á því herrans ári 548, og var þar viðfrægt menntaból á 8. öld. Hér herjuðu víkingar á 9. öld og rændu dýrum munum og brenndu kirkjur. Samt komu hér friðsæhr tímar. Þá rituðu munk- ar í Clonmacnoise fræga annála. Þar var líka rituð bókin Leabhar na hUidre (Book of the Dun Cow), sem Irar geyma eins og sjáaldur auga síns á safni einu í Dublin. Hefir hún að geyma bæði sögu- fróðleik og skáldskap, á bókfelli brúnu af elh. I því sama safni (Royal Irish Aca- demy Library) er einnig geymd messubók frá 10. og 11. öld, sem mun vera að nokk- uru leyti afrit enn þá eldri heimilda. VIK A N nOHIhhhihiihhihhiihhiihhihhhihhhhhiihihihhhiiiihhhiihhhihhhimh r/, Saga. \ Vakir vor í lofti, \ \ vermir gola hlý. i i Blómin gróa, börnin fæðast, — byrjar saga ný. i Sumar! Sífelt glóir i sól á vanga mér. i Ilmar hey í hlöðu og galta I — hálfnuð sagan er. í \ Gengur haust að garði, i geisar hríð um völl. \ Þiggur hvíld hinn þreytti gróður — þá er sagan öll. í Gils Guðmundsson. \ ......................mmmiim.mmmm....... Það standa þarna í Clonmacnoise rústir sjö kirkna. Veggjabrot og dyrabogar bera mikilli listfengi vott. Háir, sívalir turnar gnæfa yfir hæðina, þar sem þetta stendur, en spölkorn álengdar er kastali, sem ein- hverntíma hefir verið sprengdur svo ræki- lega, að stórt stykki af honum hefir lagzt á hliðina. Það var þetta kvöld, sem við báðumst gistingar niður við Shannonbrú og fengum þá frétt, að þar í þorpinu væri ekkert gisti- hús. Samt var okkur ráðlagt að drepa á dyr hjá frú Larkin, því að hún tæki á móti gestum. Það sér ekki í neitt af því húsi nema dyrnar og gluggana, svo þétt sam- fella af vafningsviðum og rósum þekur framhlið þess. Og írska húsfreyjan tekur okkur opnum örmum alveg eins og íslenzk sveitakona gerir, þegar holdvota gesti ber að garði. Nokkrum mínútum síðar sitj- um við þar ásamt heimilisfólkinu í stóru eldhúsi og yljum okkur við skæran móeld, sem logar í opnu eldstæði, ,,kaminu“ eins og það er stundum kallað. Hann er hita- mikill, þessi brúni mór, og þegar dimmir að kvöldi, biðjum við fólkið að kveikja ekki á lampanum, því að birtan af svarð- areldinum er svo viðkunnanleg. Eini lamp- inn, sem logar á, lýsir dag og nótt. Það er lítill, rauður lampi, sem logar við Maríu- mynd á þilinu. 1 þessari birtu er gott að sitja og skeggræða við fólkið. Fyrir allt, sem það segir okkur af Irlandi, verðum við að segja því margt frá íslandi, sem það hefir fremur óljósar hugmyndir um. Það segir okkur frá vöxtunum miklu, sem stundum koma í Shannonfljótið, svo að það verður eins og breiður flói. Stórir landflákar með fram því eru því mýrlend- ar engjar, þar sem engu húsi er stætt, og víða, þar sem mór er í jörðu,**verður hon- um ekki náð vegna vatnsaga. En eftir Nr. 35, 1939 Shannonfljótinu ganga skip. Þegar þau fara fram hjá, er brúnni lyft, sem þetta þorp er kennt við. Handan við aðalgötuna standa stein- veggir af stærðar húsi. Þakið vantar og gluggar og dyr gína ömurlega opin við vegfarendum, og ef betur er að gáð, grær arfi og gras og eitthvað af smárunnum inni í tóftinni. — Þetta var setuliðsstöð árið 1922. Það var barizt um hana í borgara- styrjöldinni, sem þá geisaði á Irlandi. Þá voru háðar orustur á götunum við Shann- onbrú, og þá var það sem þetta hús stóð í björtu báli. Það bál er ein fyrsta bernsku- minning sonar hennar frú Larkin, og skot- drunurnar, sem kváðu við hvaðanæfa í þessu byggðarlagi, sem nú er friðsælt og í mesta máta meinleysislegt. Talið berst hér eins og víðar að spreng- ingunum í Englandi, sem kenndar eru við I.R.A., Irska lýðveldisherinn. Menn hrista höfuðið. Við heyrum aftur og aftur at- hugasemdir eins og þessa: „Þeir, sem fremja þessi ofbeldisverk, vinna Irlandi tjón en ekki gagn. Og þeir hafa ekki al- menningsálitið á írlandi á sínu bandi, — þvert á móti.“ Og við getum ekki betur séð, en fólk sé hér víðast hvar rostalaust, viðfeldið og friðelskt í öllu sínu tah. Meðan móeldurinn í stónni rénar og glóðin tekur á sig rauðan lit, er brugðið upp fyrir okkur myndum af írskri lífs- baráttu og írskum hugsunarhætti, og ekki sízt írskum þjóðarmetnaði. Það veit það, þetta írska alþýðufólk, að í landi þess lifði fyrir óralöngum tíma hámenning, sem ljómaði af langt út um lönd Norðurálfu. Það elskar ljóð og æfintýr og „söng og sögu“. Það veit það líka og getur þess án hroka, að á öldunum síðan ensk tunga varð ríkjandi meðal Ira, hafa þeir lagt enska bókmenntaheiminum til menn, sem sýndu hvað býr í írsku blóði. Með réttu eða röngu, sem ekki skal hér umdæmt, af því að írar og Bretar hafa svo oft blandað blóði sam- an, er hér talað um þá sem íra, Jonathan Suift, höfund „Ferða Gullivers til Puta- lands“, Oliwer Goldsmith, sem samdi „Prestinn á Vökuvöllum", — sem sjálfur Goethe á að hafa sagt um á sinni tíð, að væri einhver bezta skáldsaga, sem skrifuð hefði verið, — Thomas Moore og Oscar Wilde. — Og móeldurinn er falinn og geymdur til næsta dags. Litli, rauði lampinn varpar Ijósi sínu á Maríumyndina. Það er kvöld- bæn hins írska heimilis, — þar sem okkur reyndist ekki síður hjartarúm en húsrúm. —1 Uti í myrkrinu rennur Shannonfljótið í þögulum mikilleik. Við hvísl regndrop- anna, sem falla þungir niður af laufi vafn- ingsviðanna, er klæða þetta hlýlega hús, sofnum við svo, og látum okkur dreyma „Tandem“, sem snýst, gljáandi , regnvota vegi, skuggsæl kastaníutré, steingráa asna, státin kalkúnhænsn, sem vappa kringum bæi með stráþökum. Og það er enn löng leið til Tipperary. Við komumst þangað ekki á morgun, en við komumst þangað samt!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.