Vikan - 31.08.1939, Qupperneq 8
8
VIKAN
Nr. 35, 1939
Félagssamtök
í Flatahreppi.
Sagan hefst á því, að í sveitina kom
landsfrægur nautgripafræðingur,
kallaði saman almennan hreppsfund
og stofnaði Nautgripafélag Flatahrepps.
Það gekk þó ekki alveg hljóðalaust, nei,
maður reis þar á móti. Hreppsstjórinn,
lítill, búralegur bóndi með feiknastórt,
sköllótt höfuð og ekki svo litlar gáfur í
því, reis á fætur að framsöguræðu lokinni
og sagði:
— Ég er ekki á móti búnaðarframför-
um eins og allir, mér kunnugir, vita, síður
en svo. Annað mál er það, að hér er komið
nóg af félögum í sveitinni, það ég bezt veit.
Ég hygg, að flestir, sem hér eru staddir,
séu flæktir við fleiri eða færri félög, það
hygg ég. Öll baka þau mönnum útgjöld,
meira og minna, og hanga þó á heljarreim-
inni. Þessu til stuðnings, vil ég benda á
kaupfélagið, sem var í undirballans síðast-
liðið ár. Strákurinn, sem er fyrir því, hann
Kalli, kaupfélagsstjóranefnan, er þó víst
ekki ánægður með að sjá eitt félag veslast
upp, því í hittiðfyrra átti hann upptökin
að því, að ungmennafélagið hérna var
stofnað, sem hver strákur og stelpa er svo
gengin í, til þess að eyða þar aurunum sín-
um. Síðan helzt þessi lýður ekki heima um
nokkra helgi. Það þykist vera að undirbúa
einhverja sementslaug til að baða sig í
allsbert! — Hvað ætli það geti, bláfátækt
og nærri því á sveitinni? En þessum fáu
aurum sínum fleygir það í einhverja sjóði,
sem það þykist vera að stofna. — Og fleiri
félög eru hér, stærri og smærri. Hér er
kvenfélag, hestakynbótafélag og búnaðar-
félag. Búnaðarfélaginu fylgi ég, það borg-
ar manni fyrir túnasléttur og haughús. Ég
tel nóg að vera í búnaðarfélaginu, og þeir
sem vilja vera í slátursfélaginu, og gefa því
uppbótina, mega það mín vegna, þó ég
fyrir mitt leyti muni halda áfram að selja
til Hafnarfjarðar. Nei, ég álít, að við höf-
um ekkert að gera við fleiri félög. Mínar
kýr eru kelfdar, það ég bezt veit, þó ekkert
sé hér nautgripafélagið. Ég gef mínum
tudda vel, og þeir sem leitt hafa undir
hann, hafa ekki kvartað. Svo ætla ég ekki
að segja meira.
Það varð talsverður þys í fundarhúsinu,
þegar hreppsstjórinn þagnaði. Menn vildu
ýmist hafa félög eða ekki félög, félagsnaut
eða einstaklingsnaut. Eldri bændur hölluð-
ust almennt að skoðun hreppstjóra síns,
hinir yngri mæltu með nýjunginni og rök-
studdu mál sitt með tilvitnunum í merka
ritlinga, sem þeir höfðu lesið. Auk þess
voru þama 'margir háttsettir menn og
stjórnarmeðlimir úr ýmsum hinna félag-
anna og voru af þeirri ástæðu yfirleitt
hlynntir félagsskap. Og að síðustu voru
þeir til, þarna inni, sem þóttust hafa farið
varhluta af embættisveitingum sveitarinn-
Eftir öuðmund Daníelsson.
ar, og eygðu nú allt í einu nýjan mögu-
leika til að hækka í mannfélagsstiganum.
Svo steig þá hinn landsfrægi nautgripa-
fræðingur í annað sinn upp í ræðustólinn
og hélt sína úrslitatölu. Það var ekki hægt
að neita því, hann var afar sniðugur ræðu-
maður, og rök hans voru svo þræl sláandi,
að þau hlutu að sannfæra. Hann sýndi
meðal annars í línuritum og nákvæmum
tölum mismun þess að hafa umræddan
félagsskap og hafa hann ekki. Sá saman-
burður varð ekki hreppsstjóranum í vil.
Það var líka auðséð á stemningunni í saln-
um, að nú fór að hallast á hann. — Þegar
ræðumaður þóttist vera búinn að slá öll
hugsanleg og óhugsanleg andmæli í rot,
þagnaði hann, settist á bekk og geispaði.
Hreppsnefndaroddvitinn, sem kosinn
hafði verið fundarstjóri, stóð nú á fætur.
Þetta var skjálfhentur, gamall maður,
ótrúlega lítill og mjór, en hann hafði á
sínum tíma verið góður í hugarreikningi og
glímu, enda fleiri íþróttum.
— Ég sé nú ekki, góðir drengir, byrjaði
hann fljótmæltur og rámur — að það sé
nokkur bein þörf að vera að teygja þenn-
an fund út í það óendanlega. Fyrst og
fremst u-u-u er það nú illa gert við bless-
aðan nautgriparæktarráðunautinn að tef ja
tímann, því hann ætlar að heimsækja ná-
granna okkar hér fyrir austan ána í sömu
erindagjörðum áður en sól er af lofti. Ogi
— ogi í öðru lagi, þá þurfa kannske ein-
hver önnur af félögum þessa hrepps að
grípa tækifærið og nota húsið til fundar-
halds núna á eftir u-u-u til þess að ræða
sín framfaramál. Ég persónulega tek enga
afstöðu til þessa nautgripamáls, því aði —
aði þar er ég meiri kálfur en allir aðrir.
Ogi-i sannleikurinn er nú sá, að ég veit
ekki mitt rjúkandi ráð. Ojá, ojá, ojá. Viljið
þið þá ekki, drengir góðir, ganga til at-
kvæða um það, hvort þið viljið stofna þetta
félag eða ekki ?
Atkvæðagreiðslan fór þannig, að góður
helmingur fundarmanna sat hjá, en af
þeim, sem kosningarréttar síns neyttu, var
meiri hlutinn með félagsstofnuninni. Á
næsta hálftíma var svo nautgriparæktarfé-
lagið stofnað með um tuttugu meðlimum.
Ráðunauturinn hélt með þeim stuttan fund
á eftir, útbýtti hverjum félagsmanni kýr-
bók og góðum leiðbeiningum, og setti hina
nýkosnu þriggja manna stjóm inn í
embætti sitt. Það voru allt ungir bændur,
sem hana skipuðu og óvanir embættisverk-
um, en engu skyldi kvíða, þeir voru nám-
fúsir og höfðu óbilandi trú á sjálfum sér
og málefninu. Fyrir haustið áttu þeir að
vera búnir að festa kaup á þeim bezta tarfi,
sem völ er á. Þá ætlaði ráðunauturinn að
koma aftur og halda nautgripasýningu
fyrir öll félög sýslunnar, verðlauna beztu
dýrin og svo framvegis. Sömuleiðis lofaði
hann félaginu 50 króna styrk á ári, fyrst
um sinn, frá Búnaðarfélagi Islands til þess
að standast kostnað af girðingu fyrir
nautið.
Því næst var fundi slitið.
— Ja, þá kemur nú fyrst til Teits og
Siggu að útvega bola, sagði formaður naut-
griparæktarfélagsins við meðstjórnendur
sína. Hann hafði kallað þá afsíðis bak við
fjós fundarstaðarins til þess áð ráðslaga
eitthvað um framkvæmdirnar.
— O, ætli það klunni sig ekki einhvern
veginn. Vitið þið ekki af einhverjum væn-
um tarfi hér á bæjunum? sagði gjaldker-
inn og strauk sitt rauðgula, snotra yfir-
skegg til beggja hliða. Ritarinn snýtti sér
og sneri sér undan, því nú ætlaði hann að
leggja sitt til málanna.
— Það er ekki gaman að því að vita
þetta sona seint, ég segi fyrir mig, ég hefði
ekki lógað vetrungskúðanum mínum í vor
hefði ég vitað þetta þá. Ég hefði ekki orðið
dýrari á honum en aðrir, en mér finnst,
að bezt hefði verið, að okkar félagsmenn
hefðu fengið að sitja fyrir þessum við-
skiptum. Svo sagði hann ekki meira og
sneri sér aftur að hinum tveimur.
— Já, náttúrlega er það satt, sem hann
segir, byrjaði gjaldkerinn á ný. — Það
væri náttúrlega bezt að þurfa ekki að leita
út fyrir félagið. En ég hefi nú verið að
velta þessu fyrir mér og náttúrlega þarf
þetta að vera vænt naut upp á sýninguna
og verðlaunin að gera, en þá get ég ekki
munað eftir öðrum en hreppstjóranum og
kaupfélagsstjóranum, þeir eiga fallega
tudda báðir tveir, en náttúrlega eru þeir
ekki í félaginu.
— Skítt og helvízkt! sagði formaðurinn,