Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 6
6
Jólablað Vikunnar 1949'
^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiri/^
| JÓLA-
pósturinn.
''J .111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
Kæra Vika!
Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég
skrifa þér og vona ég að röðin komi
einhverntíma að mér.
1. Viltu gera svo vel og birta fyrir
mig nafn á góðu svitameðali
2. Fást skautar í Reykjavík?
3. Hvað kosta þeir?
4. Hvernig er skriftin og réttrit-
unin. Með fyrirfram þökk. Dísa.
Svar: Bezta meðferð fótsvita er að
þvo fæturna úr heitu formaldehyd-
vatni (1 tsk. af 40% formaldehyd-
upplausn í 1 litra vatns). Þessi fóta-
böð á að taka 4 daga í röð og hvíla
sig svo frá þvi aðra 4 daga. Hvert
bað á ekki að taka lengri tíma en
10 mínútur. Eftir því sem svitinn
minnkar á að fækka fótaböðunum,
og þegar svitinn er horfinn, nægir að
þvo fæturna einu sinni í viku upp úr
formaldehydvatni. Eftir böðun er 5%
salísyldufti stráð á fæturna og innan
í framleistinn á sokkunum.
Við handsvita og svita undir hönd-
um má ekki nota eins sterk lyf og
við fótsvita. Nota má samt formalde-
hyd, en veika blöndu. Bezt er að "þvo
sér um hendur og undir höndum dag-
lega úr heitu álúnsvatni (1 matskeið
af álúni í þvottaskálina) Á nóttinni
á að sofa með prjónavettlinga (tri-
kot), sem 5% salísylduft er stráð
innan í.
2.—3. Við höfum hringt i nokkrar
helztu verzlanirnar hérna, en þeir
fást ekki núna.
4. Skriftin er fremur léleg, en rit-
villur ekki aðrar en spurningamerkja-
skekkjur.
Kæra Vika!
Eg var að lesa bókina Kvennabúr-
ið, eftir Pearl Buck og sá þá setn-
inguna „ísköld gleði heltók hana“.
Hvað er meint með þessu? Hvernig
getur gleöi verið ísköld?
Hvað er meint með þvi að vera
fröH-tryggur ?
Er lýti g,ð hafa langan háls
(kvenm.)?
Ja, Vika mín, ef að ég mætti spyrja
þig að öllu, sem mig langaði til að
vita þá yrðir þú fljótt „gráhærð".
g
Hvernig er skriftin ?
Svar: Það er ekki gott að segja,
hvað þýðandi á við með þessu, en
menn gætu freistazt til þess að halda,
að gleðin hafi verið eitthvað bland-
in. — „Tröiltryggur" og „tryggur
sem tröll" er mjög gamalt og gott
mál, sbr. orðið tryggðatröll, sem er
daglegt mál um allt land. Þetta merk-
ir að vera framúrskarandi tryggur.
— Það er töluvert atriði, að hálsinn
sé í samræmi við aðra líkamshluta,
en okkur finnst það ekkert sérstak-
lega ljótt að vera hálslangur. •-—
Skriftin er ekki falleg.
Elsku Vika mín!
Þú ert alltaf svo dásamlega
skemmtileg og þolinmóð að veita svör
þeim, sem spyrja þig. Nú ætla ég að
spyrja þig fáeinna spurninga og
þætti mér afarvænt um, ef þú gætir
svaraði þeim bráðlega.
Hvenær eru þau fædd: Haídís
Ragnarsdóttir, Torfi Bryngeirsson,
Guömundur Lárusson, og Skúli Guð-
mundsson? ösköp værir þú væn, ef
þú gætir birt fyrir mig myndir af
þeim, sérstaklega Guðm. Lárussyni.
Hvernig er skriftin?
Með fyrirfram kæru þakklæti.
Un^ og áhugasöm.
Skriftin er ekki sem verst.
Ástkæra Vika!
Ég hef skrifað þér þrisvar áður,
en aldrei fengið svör, og vona ég, að
þú leysir úr þessum spurningum sem
ég þrái svo að fá svar við.
1. Hvað á ég að gera við systur
mína, sem er svo lauslát, og meiri
partur karlkynsins er að verða vit-
laus hennar vegna? Hún er með öll-
um strákum og flýgur svo frá þeim,
þegar þeir eru búnir að fá ást á henni.
2. Er ég nokkuð of ung til að vera
með strákum, ég er 14 ára?
5. Hvað er Bjöm R. Einarsson
gamall ?
6. Er hann kvæntur, þá hverri?
7. Syngur Björn betur en Haukur
Morthens ?
Vonast eftir svari sem fyrst..
Með fyrirfram þökk.
„Birgitta vongóða"
Svar: 1. Það er ekki efnilegt að
tarna! En anzi erum við hræddir um,
að þú getir lítið gert í þessu alvar-
lega máli, nema reynt með skynsam-
legum fortölum að leiða systur þinni
fyrir sjónir, að lauslæti hennar sé
hin mesta skömm fyrir hana og
vandamenn hennar. Svo verður þú
líka að hafa orð á þessu við foreldra
ykkar og fá þá til þess að gangast
í því, að systir þín láti af manngirn-
inni, eða byndi sig þá einhverjum
traustum og góðum manni, sem fær
er um að halda henni í skefjum.
2. Já, þú ert næstum fimm árum
of ung! Það er ekkert vit í því, að
fermingarstúlkur séu að eltast við
karlmenn. Þær ættu ekki einu sinni
að hafa leyfi til þess að fara á dans-
ieiki. Og taktu nú fram systur þinni!
3. —4. Þvi miður getum við ekkert
ráðlagt, sem gagn er að.
5. Björn R. Einarsson er fæddur
16. maí 1923.
6. Kona hans heitir Ingibjörg
Gpnnarsdóttir.
7. Það er álitamái, eins og margt
annað. ;i
Halló Vika!
Eg er einn af mörgum, sem les
alltaf Vikuna, því þar er alltaf ein-
hvern fróðleik að finna. Eg á heima
nálægt flugvellinum og horfi oft hug-
fanginn á hinar glæsilegu flugvélar,
sem við íslendingar höfum eignast
hin síðari ár, koma og fara. Eg hef
mikinn áhuga á að læra flug, en ég
hef enga menntun framyfir barna-
skólamenntun, og nú langar mig til
að leggja fyrir þig eftirfarandi spurn-
ingar:
1. Er ekki hægt að fá nauðsynlega
menntun hjá Bréfaskóla S. I. S. undir
flugnám ?
2. Hvar er hægt að fá kennslubók
í loftsiglingafræði á ensku eða
dönsku ?
3. Getið þér gefið mér utanáskrift
einhvers flugskóla i Ameríku ?
4. Á hvaða bylgjulengd skipta flug-
vélar við flugumferðarturninn á
Reykjavíkurflugvelli ?
Svar: Ekki mun krafizt neinnar
sérstakrar menntunar eða prófs, en
enskukunnátta virðist mjög mikið
atriði, þar sem helzt er að leita til
Englands eða Ameríku til flugnáms.
1. Nei.
2. Bækur í loftsiglingafræði mætti
nefna „Flight Navigator Rating“
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilis-
fangi kostar 5 krónur.
Birgir Haraldsson (við stúlku 12—14
ára), Unastöðum, Kolbeinsdal,
Skagafirði.
Bjarnþór Valdimarsson (við stúlkur
18—22 ára, æskilegt að mynd
fylgi), Astúni, Fáskrúðsfirði.
Friðrik Jóhannesson (við stúlkur 18
—22 ára, æskilegt að mynd fylgi),
Hoffelli, Fáskrúðsfirði.
Esther Vilhjálmsdóttir,
Ósk Guðbjartsdóttir, ,
Guðrún Hafliðadóttir,
Hlif Ragnarsdóttir,
(við pilta 18—30 ára), allar á Hús-
mæðraskólanum Hallormsstað,
Suður-Múlasýslu.
Þórunn Stefánsdóttir,
Halldóra Guðmundsdóttir,
Steinunn Kolbeinsdóttir,
(við pilta 20—24 ára, mynd fylgi
bréfi), allar í húsmæðraskólanum
Varmalandi, Borgarfirði.
Páll Þorkelsson (við stúlkur 16—20
ára, mynd fylgi),
Páll Cecilsson (við stúlkur 14—18
ára, mynd fylgi), báðir til heimilis
Grafarnesi, Grundarfirði, Snæfells-
nessýslu.
Högni Ingimarsson (við stúlkur 16—
18 ára),
Jón Karlsson (við stúlkur 17—19
ára),
Júlíus Ágústsson (við stúlkur 15—18
ára), allir i Hólmavík, Stranda-
sýslu.
Framhald á bls. 44.
eftir Zweng. Kostar 3 dollara og fæst
hjá Pan American Navigation Ser-
vice, 12021 Ventura Blvd. F6, North
Hollywood, California, U. S. A.
Ennfremur „Air Navigation" sam-
in fyrir Royal Air Force, gefin út af
His Majesty’s Stationery Office. Ut-
anáskrift York House, Kingsway,
London, W. C. 2. Kostar 7s. 6d. Þessi
bók hefur verið notuð af flugmála-
stjórninni til kennslu í loftsiglinga-
fræði á islenzku námsk. fyrir flug-
nema. Þessar bækur eru ófáanlegar
hér á landi.
3. Spartan School of Aeronautics
dept F.—69, Tulsa, Oklahoma, U. S.
A. Embry-Riddle School of Aviation,
Miami 30, Florida, U. S. A.
1 fyrrnefnda skólanum hafa marg.
ir íslenzkir námsmenn dvalið, og enn-
fremur brezka skólanum, Air Ser-
vice Training, Hamble, Southampton.
Á vegum flugmálastjórnarinnar
hafa verið haldin námskeið árlega.
I bóklegum fræðum fyrir einkaflug-
próf (A próf) og farþegaflugpróf
(B-prófi). Enn sem komið er verða þó
þeir, sem ætla að ljúka blindflug-
prófi, að taka það erlendis. Sigurður
Jónsson c/o Loftferðeftirlitið, mun
fúslega veita allar nánari upplýs-
ingar.
4. Á 6440 Kiloriðum eða ca.
46 metrum, og 116.1 megariðum
eða ca. 2% metra (næst ekki á
venjuleg viðtæki. — Einnig hægt að
nota 3270 kilorið, 6543 kilorið og 5435
kilorið).
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 356.