Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 35
Jólablað Vikunnar 1949
35
ALPAKLAIJSTRIÐ
Grein og myndir eftir
Sven Gillsater.
Bylurinn æddi um klaustrið í fimm sólar-
hringa án þess að rofaði til. Mönnunum fimm í
svörtu kuflunum þótti slíkt ekki umtalsvert. „Viö
erum ekki svo vanir sól og heiðríkju, að við
tökum þetta nærri okkur.“ — En fyrir mynda-
tökumann, sem hefur hugsað sér að taka áhrifa-
miklar fréttamyndir af munkum og hundum uppi
í Stóra St. Bernharðsskarði í glampandi sól og
skuggum Alpana, er það meir en lítil vonbrigði,
að geta ekki tekið upp myndatökuáhöld sín án
þess að ætla að kafna í snjókófi.
Þarna sátu þeir Lucien Gabioud, ábóti, og -ljós-
myndarinn hvor gegnt öðrum við matborðið, inni
í hinni 800 ára gömlu hvelfingu með einum iitl-
um klausturglugga, sem dauf dagsskíman smaug
í gegnum, þegar allt i einu brá fyrir ljósbliki i
vínkönnunni á borðinu. Sólargeisli hefur brotizt
gegnum gluggann og myndar ljósrák í hálfrökkr-
inu. Hann hverfur ekki meðan hveitistengunum
er vafið upp á gaffalinn með æ meiri hraða og
öryggi. Manni liggur við að halda, að ábótinn
fari að tala um kraftaverk. Samkvæmt veður-
skýrslum eru tveir heilir sólardagar hér á ári.
Fyrir utan klausturhliðið er hið söguríka lands-
lag baðað í sól. Umhverfið, sem áður var ekki
unnt að greina, er nú í hrikalegri nálægð. Odd-
hvassir Alpatindarnir teygjast upp í skýjað him-
inhvolfið, eins og þeir ætli sér að reka .;at á
það. Fannirnar, sem hafa hlaðizt upp við hvert
horn hinnar stóru byggingar, blinda augun.
Þegar maður hefur náð sér eftir hina hrikalegu
sýn, bruna skíðin áfram. Báðumegin við klaustr-
ið, sem stendur í hinu 350 m. breiða skarði milli
Sviss og Italíu i 2472 m. hæð, gnæfa tveir tígu-
legir Alpatindar eins og verndarvættir klaust-
ursins, Chenadette 2888 m. og Mont Mort, „Fjall
dauðans". 1 hlíðum þeirra æfa munkarnir skíða-
stökk og göngu, klæddir skósíðum kuflum og
með krossa dinglandi um hálsinn, en tröllslegir
St. Bernharðshundar ólmast og leika sér í slóð-
inni. Ábótinn kemur þjótandi niður brekkuna með
hundinn sinn, Barry, á hælunum. Barry, risinn
meðal hinna stórvitru hunda, er eftirlæti Luciens.
Stærsti hundurinn í klaustrinu heitir raunar allt-
af Barry eftir samnefndum hundi frá því um
1800, sem bjargaði 40 mannslífum, en var að lok-
um stunginn til bana af Itala einum, sem varð
Líf munkanna fimm er ekki ti’.orf'tinga-
laust. Þeir eyða dögunum í nytsöm stór.f og
fræðiiðkanir. Þar eru sjö þúsund bindi bóka,
þar á meðal handskrifuð biblía frá 1475. Þessi
munkur er sérfræðingur í kirkjusögu miðalda.
Hann er að blaða í gömlu bibliunni.
hræddur viö hann. Það eru til óta; sögur um
afrek hundanna. Til dæmis má nefna Norðmann-
inn, sem hafði klifið upp í hættulegt snjóflóða-
svæði og lenti í snjóflóði. Munkarnir höfðu enga
hugmynd um manninn, en einn af hundunum
fann hann, og gróf hann upp úr fönninni. Hann
lagðist yfir kaldan líkama mannsins til þess
að verma hann, teygði fram vinkútinn, sem liann
bar alitaf á hálsinum, fann þefinn af þurrkaðri
kanínu, sem maðurinn var með í bakpoka sínum,
leysti bandið af pokanum, fékk undrandi ferða-
langinum kanínuna, enda hresstist hann brátt.
Munkarnir eru engir eftirbátar hundanna á
þessu sviði, eins og sannast af afreki þeirra um
jólin í fyrra. Frönsk kona hafði lagt af stað upp
að skarðinu og ætlaði að dvelja í klaustrinu um
jólin, en munkunum hafði verið gert aðvart um
Stærsti hundurinn í klaustrinu heitir alltaf
Barry eftir samnefndum hundi frá því um 1800,
sem bjargaði 40 mannslífum.
það símleiðis, að gestur væri á leiðinni. Þrátt
fyrir aðvaranir fólksins í efsta þorpinu fyrir
neðan St. Bernharð, Bourg St. Pierre, hélt konan
áfram för sinni. Kraftar hennar þrutu fljótt í
baráttunni við hríðina. Undir kvöld fóru munk-
arnir að verða órólegir og lögðu af stað með tvo
hunda, til þess að koma henni til hjálpar. Hún
fannst aðframkomin af kulda, og munkarnir
báru hana síðan átta kílómetra leið upp til klaust-
ursins, 'sem var 900 metrum ofar. 1 tíu klukku-
stundir brutust þeir gegnum snjóiml til þess að
bjarga einu mannslífi. 1 okkar augurn er þetta
hetjudáð,' en í lífi munkanna hafa gerzt margir
slíkir atburðir, sem sjá má af dagbókum þeirra.
Þessir kyrrlátu menn láta hvorki mikið yfir
sér né lífi sínu, en þó er einn atburður í sögu
klaustursins, sem þeir minnast öðrum fremur, en
það er þegar Napóleon mikli fór um skarðið
árið 1800 á leið sinni til Italíu, með 40.000 manna
lið, 5.000 hesta og 50 fallbyssur.
Hinn 15. maí þetta ár komu framvarðasveit-
ir ríðandi í hríðai'veðri, en för hersins yfir skarð-
ið tók tíu daga. Munkarnir aðstoðuðu við að mat-
reiða fyrir hermennina, hjúkruðu þeim, sem kal-
ið höfðu, og veittu Napóleon slíka hjálp, að hann
stofnaði sérstakan sjóð handa klaustrinu. og enn
í dag geymir klaustrið margar minjar frá þess-
um viðburðaríku dögum. 1 skaröinu stendur risa-
vaxin líkneskja af hermanni frá Napóleonstím-
unum, og inni í klausturkirkjunni er mikil lágu-
mynd úr hvítum marmara, sem Napoleon lét
gera til minningar um Dessaix hershöfðingja,
sem féll í orustunni við Marengo. Annað, sem
miJnir á þessa tima, er ,,Todeshaus“ lilausturs-
ins, líkhúsið. Margir hermannanna dóu af volk-
inu og munkarnir söfnuðu þeim saman í hvelf-
ingu, sem er höggin inn í bergið. Þar standa
þeir helfrosnir meðfram veggjunum, klæddir
einkennisbúningum sínum og með andlitsdrætti,
skegg, og hár svolítið breytt, að það er eins og
þeir hafi dáið í gær. I þessum draugalega sal
eru um 200 lík, ekki aðeins hermenn Napóleons,
heldur líka óbreyttir borgarar, sem orðið hafa
úti á þessurn slóðum og enga hafa átt að. 1 einu
horninu stendur t. d. móðir með ungbarn á hand-
leggnum, og það er hægt að lesa úr andliti henn-
ar, hvílíka þjáningu hún leið áður en hún dó.
Stofnandi klaustursins var dýrlingurinn St.
Bernharð, sem fyrir 800 árum sneri baki við
heimnum til þess að kristna ræningjana, sem
höfðust við í skarðinu. Þetta var í margar aldir
eina færa leiðin fyrir fólkið norðan Alpana til
hinnar helgu borgar, og oft urðu margir af píla-
grímunum úti i byljum eða voru rændir.
St. Bemharð áleit það köllun síria að hjálpa
þessu fólki og réðist því í að byggja klaustrið.
Hann naut við það hjálpar ræningjanna, sem
honum hafði tekizt að snúa til betra lífs, en
hafði þó verið hætt kominn sjálfur.áður en hon-
um tókst að kristna þá. Klaustrið hefur verið
stækkað hvað eftir annað og er nú margar bygg-
ingar, enda er það að nokkru leyti rekið sem
hótel yfir sumarið, sem er r utt. Þar sem jarð-
göngin undir Simplon og St. 'ottnard anna nú
mestum hluta umferðarinnai, hefur þýðing
klaustursins minnkað, en ennþá fara þó um
20.000 manns yfir skarðið ár hvert. Italskir verka-
menn, sem vinna hjá svissneskum bændum yfir
sumarmánuðina, Svisslendingar, sem fara í at-
vinnuleit til ítalskra iðnaðarborga og fjallgöngu-
mennirnir, sem einkum eru Englendingar, eru
aðalhóparnir, sem um skarðið fara. Tignasti
gestur klaustursins á síðari árum er fyrrverandi
hertoginn af Wales, sem launaði munkunum
gestrisnina með því að gefa þeim pianó, sem
mikið er notað á vetrarkvöldum, þegar einhver
ungmunkurinn leikur á það frönsk eða ítölsk
lög, hinir munkarnir syngja undir.
Þegar fólk í löndum mótmælenda hugsar sér
munka, ímyndar það sér þá með spenntar greip-
ar og fjálglegt augnaráð. Vikudvcl í klaustrinu
kemur manni á aðra skoðun. Fáir menn eru
glaðari og gestrisnari en þeir í þessum hégóm-
lega og rangsnúna heimi. Lífsgleði og góðvildin
skin út úr þeim, og enda þótt þeir séu einangr-
aðir, þá fylgjast þeir með því sem gerist.
Ferðiíí uppeftir, í blindbyl, tók sex klukku-
stundir, en niður rúman hálftíma. Allt of fljótt
vaknnr maður frá draumnum um heimsókn
nokkrar aldir aftur í tímann. Því að þr.ð hvílir
eitthvað af kyrrð og ró miðaldanna yfir klaustr-
inu i Alpafjöllum, endé^ þótt nútiminn hafi fært:
mönnunum í svörtu kuflunum rafmagn, síma ■; ;
útvarp, mönnunum, sem hafa helgað sig þeii "
köllun, að hjálpa og liðsinna öllum þtim, se:..
reyna að brjótast þessa gömlu leið til RC:ru..’.
itvoiuin sainasr munkarnir
. ------- saman við pía-
nóið og syngja skemmtilega söngva og fá sér
vínglas. Píanóið er gjöf frá prinsinum af Wale-
nú hertoganum af Windsor.