Vikan


Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 44

Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 44
44 Jólablað Vikunnar 1949 veiku von, að Emma beiddi hann að fara ekki. En hún þagði. Hann gekk út. Emma fór út að glugganum og gægð- ist út um hann. Buxurnar voru komnar í sama ólagið og fyrr. ,,Hann hættir við að hengja sig, og verð- ur kominn heim að klukkustund liðinni," sagði hún. Hún var ekki hrædd. En Anderson kom ekki, hvorki að einni né tveim stundum liðnum. Klukkan var orðin níu. Jólagrauturinn beið. Og ekki kom Anderson. Emma horfði út í garðinn. Þar var Bellman, en Anderson ekki. Svo fór Emma að lesa í blaði. En hún vissi varla, hvað hún var að lesa. Klukkan sló ellefu. Emma sat á legu- bekknum og horfði út í loftið. Allt var kyrrt og hljótt. Skyndilega varð hún óttaslegin. Hún fékk samvizkubit. „Þú hefur rekið hann út í opinn dauðann, og það á sjálfa jóla- nóttina,“ sagði hún við sjálfa sig. Hún .var máttvana. Þó gat hún farið út að glugganum og litazt um. Ekki sá hún Anderson. Hún reynir að herða sig upp. Henni tekst það um stund. Svo fær hún sér sæti við borðið og handleikur það sem stendur á því. Þá kemur samvizkubitið aftur. Augun verða vot, Hún minnist liðinna ára. Þegar hún var tvítug, var markaður í kaupstaðnum. Það var að sumarlagi. Blómin ilmuðu. Þau voru nýtrúlofuð. Hann kyssti hana svo afi hennar sá, og hún varð svo feimin. Svo tók hún borðdúkinn, sem hann hafði keypt handa henni á markaðnum og sló til hans með honum. Hann hafði haft gam- an af þessu. Emma þurrkaði augun. Henni fellur illa að láta viðkvæmnina hertaka sig. Hún brosir þó að sumu, sem við hafði bor- ið á liðinni ævi. Hún man eftir því, að daginn eftir að þau giftust var hann að elta hana um- hverfis borðið til þess að ná henni. Hann tók þá í borðdúkinn og allt, sem á borð- inu var, datt niður á gólf. Varð hún þá reið? Nei, hún hló, af því að hann varð óttasleginn og aumingjalegur yfir þessu óhappi. Já, þá voru þau ung, ung og heimsk. En þau voru glöð og hamingjusöm. Emma fer á fætur, opnar húsið og hleypir Bellman inn í eldhúsið. Svo gengur hún að dragkistunni, og úr læstri skúffu tekur hún þrjátíu krónur, er hún lætur í umslag. En þá er kjarkur hennar þrotinn. Hún brestur í grát. Hún grætur hljóðlega eins og aldrað fólk gerir yfirleitt. Hún sér sig í anda einmana og yfirgefna^ gamla og kjarklausa. Það er tekið í hurðarhandfangið. Emma réttir úr sér og hlustar. Hún fær nýtt þrek, nýtt öryggi. Hún verður aftur sterk á svellinu. Dyrnar voru opnaðar með hægð. Fyrst sér hún stórt nef. Svo kemur andlitið í ljós, og að lokum birtist Anderson allur. Hann er upprisinn frá dauðum, og þol- ir illa að horfa í ljósið. „Gott kvöld, hik, gott kvöld Emma litla, hik. Ert þú, hik, ekki háttuð, hik.“ Emma á í harðri baráttu við sjálfa sig. Hún minnist þess, hve illa henni hefur lið- ið þetta kvöld. Henni vefst tunga um tönn. En það er nýtt fyrirbrigði. Hún hefur ætíð haft munninn fyrir neðan nefið. Hún segir: „Hefur þú drukkið? Ertu fullur, ólukkufuglinn, og það á sjálfa jólanótt- ina?“ „Ég hef bara, hik, fengið mér eitt staup, hik, með Jóhanni og Kalla, hik.“ Þó að Anderson væri valtur á fótunum tókst honum samt að komast að Iegu- bekknum. Þar lagðist hann, og rumdi í honum af ánægju yfir því að vera þangað kominn. Hann fellur í mók. Emma situr og horfir a hann og segir: „Gamli vesalingurinn, kæri gamli vesa- lingurinn.“ Hún sagði þetta hlýlega. Rödd- in var ólík því sem venjulegt var. Hún hafði hin síðari ár talað í gremjutón. Skyndilega rís Anderson upp og hróp- ar: „Bellman.“ Emma kinkar kolli og svarar. „Hann liggur framan við eldavél- ina. Og ég hefi ákveðið að borga hunda- skattinn. Það er hægt að kalla það jóla- gjöf handa þér.“ Augu Anderson ljóma af fögnuði. Hann sagði: „Emma, þú mátt ekki vera reið við mig. Ég skal hengja mig einhverntíma seinna. Ég lofa því hér með, og ég skal efna þetta loforð.“ Það var auðséð að hug- ur fylgdi máli. Að svo mæltu sofnaði Anderson aftur. Emma fór fram í eldhúsið til þess að hita kaffi. Hún horfði á Bellman, er svaf með trýnið milli framlappanna, og sagði: „Þú getur verið rólegur, lúsablesinn þinn. Þú verður ekki rekinn burt.“ Hún and- varpaði. Hún hafði látið í minni pokann. Því var hún óvön. En það var jólanótt — hátíð friðarins. Svör við „Veiztu—?“ á bls. 14: 1. Hvirfilbyljir þyrla stuhdum upp rauðu Ieir- ryki í Mongólíu, loftið mettast, og níður fellur ,,rauð“ rigning. 2. ,,Vera hávær“. 3. Jostedalsbræ I Noregi. 4. W. U. Hammershaimb, prófastur. 5. Arreso á Norður-Sjálandi. 6. 104° C. 7. 930° C. 8. 2,0. 9. H3 P O,. 10. Mascagni. 11. Rimsky-Korsakov. 12. I Vínarborg 1847. 13. Stórt skip, sem notað var til siglinga á Mið- jarðarhafi á miðöldum. 14. Matsveinn. 15. Engisprettur og villihunang. 16. 40 daga og 40 nætur. 17. Heródías. 18. Já, Filippus bróðir Heródesar. 19. „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem vilt“. 20. „Sá, sem er guði hliðhollur", komið úr hebr- esku. 21. Á Borneó og Súmatra. 22. Snjáldurmýs. 23. Dindill. 24. 26. maí 1845. 25. Eysteinn munkur Ásgrímsson. BRÉFASAMBÖND Framhald af bls. 6. Björn Dagsson, Sverrir Lúthersson' Sigurður Bjarnason, (við stúlkur 16 —19 ára), allir á Eskifirði. Erna Sigurðardóttir (við pilt 17—20 ára, æskilegt að mynd fylgi), Vest- urgötu 3a, Vestmannaeyjum. Jóhanna Hallgrímsdóttir (við pilt 15 —18 ára, æskilegt aS rhynd fylgi), Heiðarveg 20, Vestmannaeyjum. Eygló Jóhannesdóttir (við pilta 17— 19 ára), Ásakoti, Biskupstungum, Árnessýslu. Ella Ingvarsdóttir (við pilta 16—18 ára), Hvítárbakka, Biskupstung- tungum, Árnessýslu. Örn Ólafsson (við stúlkur 17—20 ára), Hamri við Djúpavog, S-Múl. Sigurbjörn Ögmundsson (við stúlk- ur 14—15 ára), Kirkjuveg 59. Vest- mannaeyjum. Ágúst ögmundsson (við stúlkur 16 —18 ára), Kirkjuveg 59, Vest- mannaeyjum. Gylfi Jónsson (við stúlkur 12—14 ára, mynd fylgi), Hverfisgötu 73, Reykjavík. Dagmar Kristjánsdóttir, Ólafía Salvars, Árdís Ingvarsdóttir, (við pilta 18—24 ára, mynd fylgi), allar að Húsmæðraskólanum Löngumýri, Skagafirði. Birna Ölafsdóttir, Kristín Karlsdóttir, (við 'pilta eða stúlkur 18—21 árs), baðar Reykjaskóla, V-Hún. Sigrún Gunnarsdóttir (við pilt eða stúlku 17—20 ára), Eiði, Eyrar- sveit við Grundarfjörð, Snæf. Sigþór Róbertsson (við stúlku á aldrinum 20—24 ára, æskilegt að mynd fylgi), Heilsuhælinu Vífil- stöðum. Stefán Þór Theodórsson, Tungunesi, Svínavatnshreppi, pr. Blönduós. Guðmundur Dagsson (við pilt eða stúlku 20—30 ára), Kaldbak, Strandasýslu. Einar H. Zoega (við stúlkur 15—17 ára, æskilegt að mynd fylgi bréf- inu), Laugarvatni, Árnessýslu. Baldur Loftsson, Sverrir Andrésson, Valur Haraldsson, Sigurður Tómasson, Kolbeinn Runólfsson, (við stúlkur 15—17 ára, mynd fylgi), allir á Laugarvatnsskóla Laugardal, Árnessýslu. Gróa Eyvindsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—18 ára), Snorragötu 3, Siglufirði. Högni Guðjónsson, Skallabúðum, Jens S. Kjartansson, Þórdísarstöð- um, Elís Guðjónsson, Skallabúðum (við stúlkur 18—40 ára), allir I Eyrar- sveit, Snæfellsnessýslu. Anna Sigmundsdóttir, Gerða Sigurðardóttir, Unnur Kjerúlf, (við pilta 20—50 ára, hvar sem er á landinu), allar á Húsmæðraskól- anum Löngumýri, Skagafirði. Tvær blómarósir frá Connecticut í Bandaríkjunum hafa fengið þá flugu í höfuðið að hjóla um þvert og endi- langt Frakkland. Hér sjást þær á Concordetorginu í Paris, er þær leggja upp í förina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.