Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 8
8
Jólablað Vikunnar 1949
borin, að hún lét ekki á neinu bera. Hún
brosti sínu blíðasta brosi og bauð þau vel-
komin og sagðist vona, að veðrið yrði gott
og að það færi vel um þau. Svo var haldið
af stað, eins og leið liggur austur til Þing-
valla, því að þangað var fyrst ferðinni
heitið. Sendiherrahjónin voru kát og spaug-
söm, og Pálínu til mikillar undrunar fóru
þa.u að syngja, um leið og Ljúfur hafði
orð á því, hvort ekki ætti að taka lagið.
Ljúfur virtist vera í essinu sínu, en Pálína
tók undir, annars var hún aldrei neitt
hrifin af söng í bíl. Henni hafði alltaf fund-
izt eitthvað „simpilt“ við það. Öðru máli
var að gegna með fína klassíska músikk
og einsöng eins og til dæmis, þegar að
Cali Cussi, eða hvað hún nú hét, söng.
Pálína dró upp sígaretturnar og rétti hjón-
unum, en nei takk, þau reyktu hvorug!
Pálína stakk þá upp á því, að þau næmu
staðar og fengju sér eitthvað að drekka.
Ljúfur stöðvaði bílinn og sagðist skyldi
þiggja einn bjór, þau yrðu að hafa sig af-
sakaðan, af því að hann væri að keyra.
Pálína hugsaði með sér, að þetta skyldi
hún muna honum. Bjór hum! Það minnti
hana á þyrstan verkamann í bíómynd.
Hún spurði hvort ekki mætti bjóða þeim
einn „cocktail", en þau sögðust aldrei
bragða vín svona snemma að morgni dags.
Mest langaði þau til þess, að smakka ís-
lenzka sýru, því að þau höfðu heyrt talað
um, að það væri góður drykkur. Pálína
bað guð að hjálpa sér, í hljóði, en sagði
að þau gætu reynt að koma við á ein-
hverjum bæ, og vita hvort að ekki væri
hægt, að fá þar keypta sýru. Ljúfur sagði,
að það væri alveg tilvalið, því að hann
þekkti bóndann á næsta bæ. Hann sagð-
ist hafa verið þar í sveit sem stráklingur,
og hefði þá verið kúasmali og mokað f jósið.
Pálína reyndi hvað eftir annað, að grípa
fram í fyrir honum, en hann virtist óstöðv-
andi. Hann lýsti því fyrir þeim í smáu og
stóru, hvernig það væri, að vera kúasmali
á íslenzkum sveitabæ. Sendiherrahjónin
hlustuðu á hann með athygli, og spurðu
hann um ýmislegt. Alltaf var Ljúfur eins;
og Pálína kveið þeirri stundu, þegar þau
kæmu heim á bæinn. Og það fór eins og
hana grunaði. Bóndinn heilsaði þeim með
virktum, og sló á herðamar á Ljúf og kall-
aði hann gamla kúasmalann sinn. Svo bauð
hann þeim að ganga í bæinn, og þar fengu
þau sýru að drekka, og þar að auki skyr
og rjóma. Það var svosum allt gott og
blessað, ef bóndinn hefði ekki alltaf setið
yfir þeim í' óhreinum verkamannafötum,
snýtandi sér í rauðan tóbaksklút, sem hann
bar upp að nefinu, og sneri upp á, svo að
hann varð eins og rauð slanga. Pálína hélt
að rauði klúturinn myndi ekki taka við öllu,
sem í hann var látið, og kveið því, að eitt-
hvað myndi leka á gólfið. En allt var í
lagi, og svo dró hann upp bökunardropa-
glas úr vasa sínum og bauð sendiherraú-
um í nefið. Pálína var svo hissa, að hún
gat hvorki hreift legg eða lið. Þvílíkur
dónaskapur, að bjóða svona fínum sendi-
herra í nefið! En viti menn, hann bara
brosti og kinkaði kolli og sagðist oft hafa
tekið í nefið í London, þegar hann hefði
verið þar! Svo kom konan inn, kasólétt,
og með næstum því hálft dúsin af smá-
rollingum á eftir sér. Hún þurrkaði sér
um hendurnar á svuntunni og heilsaði þeim
öllum með handarbandi. Hún sagðist bara
ætla að þúa konuna hans Ljúfs, því sér
litist svo vel á hana, og að hann hefði ver-
ið sá bezti fjósadrengur, sem þau hefðu
nokkurntíma haft! Pálína var sem á nálum.
Hvað skyldi ýoma næst? Hún vissi svos-
um, hvað eftir var, og ekki yrði hjá kom-
ist, en það var, að koma í fjósið. Ljúfur
vildi auðvitað kanna gamlar slóðir; og í
fjósið varð hún að fara, brosandi mót
vilja sínum í hvítum kjól og á hælaháum
skóm. Sendiherrahjónin spígsporuðu um
allt, eins og þau væru fædd og uppalin í
íslenzku fjósi, enda voru þau betur búin
til fótanna heldur en hún, sem varð að
stíga hvert spor með mikilli nákvæmni.
Ljúfur hvíslaði að Pálínu, að nú hefði ver-
ið betra að hafa vaðstígvélin, en hún lét
sem hún heyrði það ekki. Hún vildi ljúka
þessu af, og komast sem fyrst af stað
aftur. Það myndi vera dásamlegt, að koma
til Þingvalla og geta þvegið sér um hend-
urnar og lagað sig til fyrir miðdegisverð-
inn, sem ákveðið hafði verið að borða
þar. Þau áttu að fá lax og fleira góðgæti
og yfirþjónninn hafði fullvissað hana um
það, að þau skyldu fá 1. fl. ís í ábæti. Svo
gætu þau farið á einhvern góðan stað og
fengið sér kaffi og líkjör, því að hún hafði
látið stúlkurnar setja kaffi á hitabrúsa.
Þar gætu þau látið fara vel um sig, og þar
myndi Ljúfur taka myndir af henni og
sendiherrahjónunum. Blöðin fengju beztu
myndirnar og þau birtu þær ásamt fyrir-
sögn um ferðalag sendiherrahjónanna í
boði Ljúfs forstjóra, og konu hans. — ,,Ó,
hjálp!“ — I hugleiðingum sínum hafði hún
gleymt því, hvar hún var stödd. Flórinn var
ómokaður, og hún hafði stigið ofan í með
annan fótinn. Hún fann hvernig hland-
volg mykjan seytlaði ofan í hvítu skóna
og klesstist við nylonsokkana. Ljúfur greip
í hana og forðaði henni frá því að detta.
„Vaðstígvélin“, hvíslaði hann. „Þegiðu“,
hvíslaði hún, en brosti um leið vandræða-
lega. Sendiherrafrúin bauðst til þess að
hjálpa henni, því að hún væri með vað-
stígvél með sér, og aukasokka. Pálína átti
ekki annars úr kosta en að þiggja hið
góða boð hennar. Hún sá sjálfa sig í anda
á Þingvöllum, í vaðstígvélum og mjalla-
hvítum kjól! Þær fóru inn í bílinn, og þar
hafði Pálína sokka- og skóaskipti. Hún ósk-
aði þess af heilum hug, að hún heffei klætt
sig öðruvísi í þetta ferðalag. Verst þótti
henni, að eiga von á stríðni Ljúfs, en hún
skyldi svei mér taka á móti honum og
láta hann heyra það, að hann kynni ekki
að umgangast fínt fólk! Þetta væri allt
honum að kenna, að hún hefði stigið í
flórinn, því að hverjum gat dottið það í
hug, að hann færi að teyma sjálfan sendi-
herrann inn í fjós! Pálína hafði aldrei
reiknað með slíkujpegar hún lagði af stað.
Frúrnar stigu út úr bílnum og gengu
áleiðis til karlmannanna, sem stóðu úti
á hlaði og voru að bollaleggja um veðrið
og búskapinn. Alltaf voru þessir karlmenn
jafn hversdagslegir, að vera að tala um
veðrið! Hún frú Pálína kaus heldur að
tala um listir og fræga menn. Hún ætlaði
að grípa fram í fyrir þeim, en þá varð
hún þess vör, að eitthvað hræðilegt var
að ske. Stór, ljótur hundur, sem elt hafði
þær þefandi frá bílnum, glefsaði í kjólinn
hennar og sleit stórt stykki aftan úr hon-
um. Frú Pálína rak upp óp, en við það
espaðist hundurinn og gerði sig líklegan
til þess að ráðast aftur á kjólinn hennar,
en húsbóndi hans varð fyrri til og greip
í hann og skipaði honum að hypja sig
burt. Aftur var það sendiherrafrúin, sem
hjálpaði henni. Hún sagðist hafa verið svo
forsjál, að taka sportbuxur með sér og
auðvitað kom ekki annað til greina, en
að Pálína færi í þær. Hún gekk því sem
næst afturábak að bílnum, og þar smeygði
hún sér úr rifna kjólnum og í aukabux-
ur frúarinnar og peysu. Pálína andvarp-
aði og leit á sendiherrafrúna. Þær horfð-
ust í augu, syo leit Pálína niður á láns-
fötin og því næst aftur á frúna. Þar vott-
aði fyrri glettnissvip og augun kipruðust
saman, og svo fór hún að hlæa. Pálína
hló líka. Þær veltust um af hlátri og Pál-
ínu fannst hún allt í einu vera svo frjáls
og létt í lund. Béað ekki sens tilstand og-
pjatt! Næst, þegar hún færi í ferðalag,
skyldi hún sannarlega skella sér í ferða-
dragt og vaðstígvél.
Býfluga gerir skyndiárás
Þessi ameríska söngkona, Nan-
ette Fabray, varS fyrir þeirri
undarlegu reynslu, að stærðar bý-
fluga flaug upp i hana, þegar hún
var að syngja einsöng fyrir fullu
húsi af áheyrendum!