Vikan


Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 23

Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 23
^illiiiiiiiiiititiiiiiiuiiiiiiiii Jólablað Vikumiar 1949 23 Græn baunasúpa. 1 dós niðursoönar, grænar baun- ir, 100 gr. smjör, 25 gr. hveiti, 2 J/2 1. soð, gulrætur. Dálítið af baunúnum er tekið frá til þess að hafa þær heilar í súpunni, en mest af þeim er síað gegnum grófa síu. SmjöríS er brætt og hveit- inu hrært saman við og þynnt með soðinu. Þegar það sýður, er baUna- jafningnum bætt út í og suðan aftur látin koma upp. Gulræturnar eru soðnar og síðan skornar litla bita og þeim bætt út I súpuna ásamt baununum, sem voru teknar frá. Brúnaðir brauðteningar eru bornir fram í súpunni. Hamborgarhrýggur. Reyktur og saltaður svínshrygguf er soðinn i vatni og rauðvíni þar til hann er meyr. Eftir það eru himn- urnar flegnar af, sykri stráð yfir og örlítið smjör sett á kjötið. Steikt í ofni þar til falleg, brún sykurskorpa hefur myndast. Úr soðinu er búin til sósa. Grænmeti er borið með rétt- inum. Hvítvínshlaup (lianda tveimur) 14 1. hvítvín ('sætt), 1 dl. sherry, 1 dl. vatn, 75 gr. sykur, 7 mat- arlímsblöð, nokkur vinber. Matarlímsblöðin eru lögð í kalt vatn, síðan leyst upp i sjóðandi vatni og sykrinum og það kælt. Þessu er hellt í vínið, vínberin skorin i tvennt og sett saman við. Sett í sykurstráð mót. Krem: 2 eggjarauður, 3 mat- skeiðar sýkur. 100 gr. þeyttur rjómi. Eggjarauðurnar eru hrærðar vel með sykrinum og rjómanum blandað saman við rétt áður en hlaupið er borið fram. fe Hollur matur. 1. Það er heillaráð að vinda ,,stoppugarn“ upp á pappaspjöld, eins og myndin sýnii*. Þannig fer njinna fyrir þvi í saumakassanum. 2. Þægilegast er að klippa papp- ann eftir köflóttum pappír, eins og er í reikningsbókum. 3. Á sama hátt er gott að geyma silkibönd, sem annars vilja vera í flækju í saumakassanum. 1. Tekið er utan af lauknum og hann soðinn þar til hann er orðinn hálf linur. Á meðan er blandað sam- an Vz kg. rasp, tveir hakkaðir tómat- ar, ein matskeið hökkuð steinselja, ein matskeið rjómi, ein matskeið tómats'ösa, tvær matskeiðar rifinn ostur, örlítið salt og pipar. 2. Laukurinn tekinn upp úr pott- inum, holaður að innan og fylltur með maukinu. Skreyttur með stein- I selju og settur á eldtraust fat. 3. Yfir lauMnn er hellt bráðnu smjörlíki og hann steiktur í ofni. Með lauknum er borið vatnið, sem hann var soðinn í. • HEIIVIILIÐ • S T J □ R N U R og ANNAÐ J □ LASKRAUT. Stjörnur og aftur stjörnur. Eins og þið sjáið eru þær breytilegar. Það er hægt að búa þær til úr silfur eða gull gljápappír og líma þær á pappa. En það er erfiðleikum bundið að fá gullpappirinn. öðru rháli gegnir um ./ (vatti) innan í stjörnuna til þess að gera hana fyrirferðameiri. Ef hengja skal stjörnuna á jólatré má ekki gléyma því að líma gull- eða silfur- þráð milli brúnanna áður en stjöm- urnar eru límdar saman. Lyngsveigur á borði er til mik- illar prýði. Sveigurinn er skreyttur með borðalykkjum, stjörnum og fleiru. Á sveigunum má hafa stjörn- ur sem kertapípur. sé að festa jólasveiginn yfir glugga, 1 dyr eða hvar sem vera vill. Dyr má skreyta með greinum, rauðum grisjupappírslykkjum og smá klukkum búnum til úr kaktuspottum. jólatrésskraut. Þær stjörnur, sem Blómakörfur, til þess að láta á hafðar eru á jólatré á að búa til úr jólaborðið, er hægt að búa til úr tvöföldum pappír. Áður en brúnirnar pappaöskjum og líma fallegan pappír á stjörnunni eru limdar saman er utan á þær. I körfunum eru höfð bezt að láta ofurlítið af fóðurull pappírsblóm, lyng, mosi og sælgæti, silfurpappírinn. Hann er hafður sem umbúðir utan um tóbak, einkum vindlinga, og því ekki sjaldgæfur. Hann er þykkur og er það mikill kost- ur. En fáir eru að líkindum svo for- sjálir að safna silfurpappír og geyma til jólanna. Pappírinn er gott að slétta með fráhverfunni á skeið. Það má leggja tvær eða þrjár stjörnur hverja ofan á aðra. Hægt er að breyta þeim i kertastjaka. Svo er hægt að festa tvær stjörnur saman, sem eru misjafnar að stærð og hafa ekki sama lit. Stjörnur eru indælt Jólasveigur er búinn til úr stál- þræði eða vír, h. u. b. 35 cm. í þver- mál. Um þráðinn eru vafðar niu cm breiðar kögurklipptar ræmur úr gulum og rauðum gljápappír. Einnig má vefja um hringinn grænum grisjupappír (kreppappir). Svo er rétt að skreyta hringinn með lyngi og tilbúnum rauðum berjum. Jóla- klukkurnar þrjár eru þrír litlir kakt- uspottar eða krukkur, fimm cm háar, sem hafa verið rauðmálaðar. Klukku- kólfurinn er hafður lítill. Rauður silkiborði er dreginn í gegnum gatið á krukkunni eða pottinum og bundið fast um hringinn. Silkiborðinn, er heldur uppi klukkunni, sem er í miðj- unni, er hafður svo langur að hægt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.