Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 24
24
Jólablað Vikuimar 1949
GAMLAR
úr ýmsu
Tuttugu ára stúdentar 1949 frá
Menntaskólanum á Akureyri.
(2. stúdentaárgangur þaðan).
Fremri röð, talið frá vinBtri: Gunnar Bjömsson,
hagfrseðingur, forstjóri í Kaupmannahöfn, Guð-
ríður Aðalsteinsdóttir, frú, Akureyri, Gestur
Ólafsson, gagnfræðaskólakennari, Akureyri. —
Aftari röð, talið frá vinstri: Ingólfur Davíðs-
son, grasafræðingur, Reykjavík, Pálmi Péturs-
son, skrifstofustjóri Atvinnudeildar Háskólans,
Reykjavík, Jón Sigurgeirsson, gagnfræðaskóla-
kennari, Akureyri, Gústaf A. Agústsson, endur-
skoðandi hjá S. I. S., Reykjavík.
Heimkoma eftir ferð upp á Hengil
á Hvítasunnu 1917.
Taldir frá vinstri: Einar Pétursson, stórkaup-
maður, Bjöm Ólafsson ráðherra, Ágúst
Kvaran, stórkaupmaður, Tryggvi Magnússon,
verzlunarstjóri (látinn), Geir H. Zoega, fram-
kvæmdastjóri, Pétur Hoffmann Magnússon,
bankaritari, Hannes Kr. Hannesson, málara-
meistari, Helgi Jónsson frá Brennu.
Kappglíman urn Grettisbeltið (Is]',ndsbeltið)
háð í Bamaskólaportinu i Reykjavík sunnud. 19
júni 1910. Keppendur em þessir, talið frá vinstri:
Guðm. Stefánsson (þá handhafi beltisins), Hall-
grimur Benediktsson, Sigurjón Pétursson (vann
beltið af Guðmimdi — hafði 8 vinn.), Kári Arn-
grlmsson frá Ljósavatni, Eiður Guðmundsson frá
Þúfnavöllum, Sigurður Sigurðsson frá öxnhól í
Hörgárdal, Sigvaldi Sveinbjömsson, Jónas Snæ-
bjömsson og Jón Vigfússon. — Vinningar féllu
þannig, að Sigurjón vann allar sinar (8) glímur,
Hallgrimur 7, Guðmimdur 6, Kári 5, Eiður 4,
Sigurður 3 o. s. frv. — Norðlenzku glímumenn-
imir komu allir saman hingað til bæjarins, á-
samt formanni glímufél. Grettis, Karli Sigur-
jónssyni. Mun það hafa verið ósk og von Norð-
lendinga, að einhverjum þessara fræknu glimu-
manna þeirra tækist að ná beltinu aftur norð-
ur. En eins og kunnugt er, hefur það ekki enn
tekizt. Handhafaskipti urðu ekki að beltinu fyrr
en 1919, er Tryggvi Gunnarsson vann beltið. —
Dómnefnd skipuðu: Jónatan Þorsteinsson, Jón
Jónsson frá Múla og Karl Sigurjónsson, form.
Grettis. Mim það vera Karl, er sést á myndinni,
ásamt glímumönnunum, því að lokinni glímunni lýsti hann Sigurjón Pétunson fræknasta glimunfenn Islands og spennti á hann belUð. — Auðheyrt er,
að Reykvíkingar hafa haft 'mikinn áhuga á úrslitum glímu þessarar, því að blaðafregnir segja, að um 1000 manns hafi horft á þessa fyrstu Islands-
glimu, sem háð er hér í Reykjavík.
Fyrsta íslandsglíman í Reykjavík.